Eftirlitsnefnd Fasteignasala – Hlutlaus eða í vasa Félags Fasteignasala? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. júlí 2022 12:00 Ingibjörg Þórðardóttir, fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, sagði í viðtali á Bylgjunni í vikunni að það væri „óþolandi að fasteignasalar þurfi að sitja undir rógburði“. Af viðtalinu að dæma sér Ingibjörg ekki að neitt vafasamt sé við núverandi vinnubrögð eða gjaldtöku fasteignasala, þetta sé einfaldlega rógburður. Ég held þó að staðan á þessum markaði sé jafnvel verri en ég hef teiknað upp hingað til og tel að Ingibjörg sé ekki endilega besti talsmaður hlutleysis og faglegra vinnubragða fasteignasala. Til að sjá af hverju ætla ég að kafa frekar í tengsl Eftirlitsnefndar Fasteignasala og Félags Fasteignasala. Þegar upp koma mál þar sem seljandi eða kaupandi fasteignar telur fasteignasala hafa brugðist starfsskyldum sínum eða unnið sér fjártjón eru þeim tvær leiðir færar. Í fyrsta lagi er hægt að kæra málið til dómstóla. Það hefur þó sjaldnast nokkuð upp á sig að kæra fasteignasala þar sem ábyrgðin liggur nær undantekningarlaust á kaupanda eða seljanda. Hins vegar er hægt að kæra málið til Eftirlitsnefndar Fasteignasala sem samanstendur af þremur aðilum. Eftirlitsnefndin á að hafa eftirlit með því að fasteignarsalar starfi í samræmi við fyrirmæli laga og góðra venja í fasteignasölu. Ég leyfi mér þó stórlega að efast um hlutleysi og jafnvel heilindi eftirlitsnefndarinnar í ljósi þess að í nefndinni situr maður sem er einnig framkvæmdastjóri Félags Fasteignasala. Rýnum í af hverju það er vandamál: Ekki eru nema fimm ár síðan að Félag Fasteignasala gekkst við að hafa staðið í umfangsmiklum brotum á samkeppnislögum um langt tímabil[1]. Það er erfitt að trúa því að framkvæmdarstjóri félags sem stuðlaði að ólöglegu samráði meðal fasteignasala sé hæfur til að vera hlutlaus við rannsókn á störfum fasteignasala og að gæta að hagsmunum þeirra sem leggja kærur til eftirlitsnefndarinnar. Þess má geta að Ingibjörg var sjálf formaður Félags Fasteignasala í þrjú af þeim fjórtán árum sem samráðið stóð yfir. Bróður partur fasteignasala eru meðlimir í Félagi Fasteignasala. Hvernig á maður sem er framkvæmdastjóri hagsmunafélags ákveðinnar starfstéttar að vera hlutlaus í mati sínu á störfum eigin félagsmanna? Það er svolítið eins og að lögmaður verjanda hefði einnig með það að gera hvort verjandinn væri dæmdur til saka. Ekki eru allir fasteignasalar meðlimir í Félagi Fasteignasala. Það hlýtur að teljast óeðlilegt að framkvæmdarstjóri Félags Fasteignasala sjái um rannsóknir á starfsháttum þeirra fasteignasala sem samþykkja ekki starfshætti félagsins og haldi sig utan þess. Miðað við ofangreint þá er eftirlitsnefndin í allra besta falli hlutlaus í álitum sínum en algjörlega blind á hvað ásýnd núverandi fyrirkomulags er ofboðslega slæm. Í versta falli er hins vegar mjög illa komið fyrir fasteignakaupendum, seljendum og mögulega fasteignasölum utan Félags Fasteignasala. Að öllum líkindum er þetta fyrirkomulag til þess fallið að fasteignasalar þurfa enn sjaldnar að bera ábyrgð á störfum sínum, en sú ábyrgð er verulega takmörkuð þegar á hólminn er komið. Það að fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, aðili sem var formaður þegar samráð átti sér stað, sjá ekkert að slíku fyrirkomulagi eða öllu hinu sem er verulega ábótavant á þessum markaði breytir engu um staðreyndir málsins, og gerir slíkar vel ígrundaðar athugasemdir sannanlega ekki að rógburði. Staðreyndin er einfaldlega sú að fasteignasalar eru ekki að veita þjónustu í samræmi við gjaldtöku né eru þeir að auka traust eða taka á sig ábyrgð í söluferlum. Það sem þarf, og það sem er handan við hornið þökk sé tölvutækninni, er að seljendur og kaupendur geti stundað sín viðskipti milliliðalaust og að fasteignasalar selji sína þjónustu, hvort sem er að hluta (t.d. verðmat) eða í heild, á föstu verði sem er mun lægra en það sem gerist í dag. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði [1] Sjá sátt Samkeppniseftirlitsins og Félags Fasteignasala frá 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ingibjörg Þórðardóttir, fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, sagði í viðtali á Bylgjunni í vikunni að það væri „óþolandi að fasteignasalar þurfi að sitja undir rógburði“. Af viðtalinu að dæma sér Ingibjörg ekki að neitt vafasamt sé við núverandi vinnubrögð eða gjaldtöku fasteignasala, þetta sé einfaldlega rógburður. Ég held þó að staðan á þessum markaði sé jafnvel verri en ég hef teiknað upp hingað til og tel að Ingibjörg sé ekki endilega besti talsmaður hlutleysis og faglegra vinnubragða fasteignasala. Til að sjá af hverju ætla ég að kafa frekar í tengsl Eftirlitsnefndar Fasteignasala og Félags Fasteignasala. Þegar upp koma mál þar sem seljandi eða kaupandi fasteignar telur fasteignasala hafa brugðist starfsskyldum sínum eða unnið sér fjártjón eru þeim tvær leiðir færar. Í fyrsta lagi er hægt að kæra málið til dómstóla. Það hefur þó sjaldnast nokkuð upp á sig að kæra fasteignasala þar sem ábyrgðin liggur nær undantekningarlaust á kaupanda eða seljanda. Hins vegar er hægt að kæra málið til Eftirlitsnefndar Fasteignasala sem samanstendur af þremur aðilum. Eftirlitsnefndin á að hafa eftirlit með því að fasteignarsalar starfi í samræmi við fyrirmæli laga og góðra venja í fasteignasölu. Ég leyfi mér þó stórlega að efast um hlutleysi og jafnvel heilindi eftirlitsnefndarinnar í ljósi þess að í nefndinni situr maður sem er einnig framkvæmdastjóri Félags Fasteignasala. Rýnum í af hverju það er vandamál: Ekki eru nema fimm ár síðan að Félag Fasteignasala gekkst við að hafa staðið í umfangsmiklum brotum á samkeppnislögum um langt tímabil[1]. Það er erfitt að trúa því að framkvæmdarstjóri félags sem stuðlaði að ólöglegu samráði meðal fasteignasala sé hæfur til að vera hlutlaus við rannsókn á störfum fasteignasala og að gæta að hagsmunum þeirra sem leggja kærur til eftirlitsnefndarinnar. Þess má geta að Ingibjörg var sjálf formaður Félags Fasteignasala í þrjú af þeim fjórtán árum sem samráðið stóð yfir. Bróður partur fasteignasala eru meðlimir í Félagi Fasteignasala. Hvernig á maður sem er framkvæmdastjóri hagsmunafélags ákveðinnar starfstéttar að vera hlutlaus í mati sínu á störfum eigin félagsmanna? Það er svolítið eins og að lögmaður verjanda hefði einnig með það að gera hvort verjandinn væri dæmdur til saka. Ekki eru allir fasteignasalar meðlimir í Félagi Fasteignasala. Það hlýtur að teljast óeðlilegt að framkvæmdarstjóri Félags Fasteignasala sjái um rannsóknir á starfsháttum þeirra fasteignasala sem samþykkja ekki starfshætti félagsins og haldi sig utan þess. Miðað við ofangreint þá er eftirlitsnefndin í allra besta falli hlutlaus í álitum sínum en algjörlega blind á hvað ásýnd núverandi fyrirkomulags er ofboðslega slæm. Í versta falli er hins vegar mjög illa komið fyrir fasteignakaupendum, seljendum og mögulega fasteignasölum utan Félags Fasteignasala. Að öllum líkindum er þetta fyrirkomulag til þess fallið að fasteignasalar þurfa enn sjaldnar að bera ábyrgð á störfum sínum, en sú ábyrgð er verulega takmörkuð þegar á hólminn er komið. Það að fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, aðili sem var formaður þegar samráð átti sér stað, sjá ekkert að slíku fyrirkomulagi eða öllu hinu sem er verulega ábótavant á þessum markaði breytir engu um staðreyndir málsins, og gerir slíkar vel ígrundaðar athugasemdir sannanlega ekki að rógburði. Staðreyndin er einfaldlega sú að fasteignasalar eru ekki að veita þjónustu í samræmi við gjaldtöku né eru þeir að auka traust eða taka á sig ábyrgð í söluferlum. Það sem þarf, og það sem er handan við hornið þökk sé tölvutækninni, er að seljendur og kaupendur geti stundað sín viðskipti milliliðalaust og að fasteignasalar selji sína þjónustu, hvort sem er að hluta (t.d. verðmat) eða í heild, á föstu verði sem er mun lægra en það sem gerist í dag. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði [1] Sjá sátt Samkeppniseftirlitsins og Félags Fasteignasala frá 2017.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun