Víkingur vann stærsta alþjóðlega mót heims Hjörvar Ólafsson skrifar 23. júlí 2022 20:46 Víkingar fagna sigri sínum á Gothia Cup. Mynd/Gothia Cup Víkingur bar sigur úr býtum á hinu alþjóðlega móti móti í fótbolta drengja yngri en 16 ára. Víkingur lagði Stjörnuna að velli í úrslitaleik mótsins eftir markalausan leik og vítaspyrnukeppni. Alls voru 167 lið sem kepptu í þessum aldursflokki og árangur Víkings og Stjörnunnar þar af leiðandi frábær. Gothia Cup er stærsta alþjóðlega ungmennamót í fótbolta sem haldið er í heiminum ár hvert en þar keppa 1.700 lið frá 80 þjóðum í aldursflokkunum 13 - 16 ára drengja og stúlkna. „Við höfðum betur í öllum leikjum okkar á mótinu. Ég er himinlifandi með að hafa unnið mótið og ég trúi þessu í raun ekki ennþá,“ sagði Ketill Guðlaugur Ágústsson, fyrirliði Víkings í samtali við heimasíðu mótsins í leikslok. „Við finnum varla fyrir fótunum okkar við erum svo þreyttir. Ég er gráti næst, þetta er svo frábær tilfinning," sagði fyrirliðinn enn fremur. Það var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem veitti Víkingum sigurverðlaunin að leik loknum en sonur hans var á meðal þátttakenda á mótinu. Vikingur 1 won and was handed the trophy by the president of Iceland! #gothiacup #gothiacup2022— Gothia Cup (@Gothia_Cup) July 23, 2022 Fjölmörg íslensk félög sendu lið á mótið sem er haldið í fyrsta sinn frá árinu 2019 vegna kórónuveirufaraldursins. Stjarnan fagnaði sigri á mótinu í flokknum síðast þegar það var haldið. Þá voru núverandi meistaraflokksleikmenn á við Adolf Daða Birgisson, Ísak Andra Sigurgeirsson og Eggert Aron Guðmundsson allir í liðinu. Breiðablik, FH, Fjölnir, Fylkir, Grótta, HK, ÍBV, KA, Keflavík, KR, Leiknir R., Njarðvík, Stjarnan og Víkingur R. sendu öll lið til að keppa í aldurflokknum 13 til 16 ára í bæði karla- og kvennaflokki. Alls fóru yfir 1.200 íslenskir leikmenn, þjálfarar og fararstjórar á mótið og gert er ráð fyrir að yfir 2.000 Íslendingar hafi mætt á mótið ef foreldrar. Stjarnan 1 í flokki 14 ára stúlkna laut í lægra haldi fyrir Street Ball FC frá Vancouver í Kanada í úrslitaleik í þeim flokki. Stjarnan hafði borið sigurorð gegn þremur bandarískum liðum á leið sinni í úrslitin. Fótbolti Víkingur Reykjavík Íþróttir barna Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Alls voru 167 lið sem kepptu í þessum aldursflokki og árangur Víkings og Stjörnunnar þar af leiðandi frábær. Gothia Cup er stærsta alþjóðlega ungmennamót í fótbolta sem haldið er í heiminum ár hvert en þar keppa 1.700 lið frá 80 þjóðum í aldursflokkunum 13 - 16 ára drengja og stúlkna. „Við höfðum betur í öllum leikjum okkar á mótinu. Ég er himinlifandi með að hafa unnið mótið og ég trúi þessu í raun ekki ennþá,“ sagði Ketill Guðlaugur Ágústsson, fyrirliði Víkings í samtali við heimasíðu mótsins í leikslok. „Við finnum varla fyrir fótunum okkar við erum svo þreyttir. Ég er gráti næst, þetta er svo frábær tilfinning," sagði fyrirliðinn enn fremur. Það var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem veitti Víkingum sigurverðlaunin að leik loknum en sonur hans var á meðal þátttakenda á mótinu. Vikingur 1 won and was handed the trophy by the president of Iceland! #gothiacup #gothiacup2022— Gothia Cup (@Gothia_Cup) July 23, 2022 Fjölmörg íslensk félög sendu lið á mótið sem er haldið í fyrsta sinn frá árinu 2019 vegna kórónuveirufaraldursins. Stjarnan fagnaði sigri á mótinu í flokknum síðast þegar það var haldið. Þá voru núverandi meistaraflokksleikmenn á við Adolf Daða Birgisson, Ísak Andra Sigurgeirsson og Eggert Aron Guðmundsson allir í liðinu. Breiðablik, FH, Fjölnir, Fylkir, Grótta, HK, ÍBV, KA, Keflavík, KR, Leiknir R., Njarðvík, Stjarnan og Víkingur R. sendu öll lið til að keppa í aldurflokknum 13 til 16 ára í bæði karla- og kvennaflokki. Alls fóru yfir 1.200 íslenskir leikmenn, þjálfarar og fararstjórar á mótið og gert er ráð fyrir að yfir 2.000 Íslendingar hafi mætt á mótið ef foreldrar. Stjarnan 1 í flokki 14 ára stúlkna laut í lægra haldi fyrir Street Ball FC frá Vancouver í Kanada í úrslitaleik í þeim flokki. Stjarnan hafði borið sigurorð gegn þremur bandarískum liðum á leið sinni í úrslitin.
Fótbolti Víkingur Reykjavík Íþróttir barna Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira