Sjáðu mörkin, rauðu spjöldin, vítin og lætin þegar Blikar og Víkingar unnu Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2022 14:25 Það var lítill vinskapur með leikmönnum Buducnost og Breiðabliks í gærkvöld og fróðlegt verður að fylgjast með seinni leik liðanna í Svartfjallalandi næsta fimmtudagskvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Breiðablik og Víkingur unnu bæði góða 2-0 sigra í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Hitinn var öllu meiri í Kópavogi en í Fossvogi og fór rauða spjaldið þrisvar á loft auk þess sem litlu munaði að upp úr syði í leikslok. Breiðablik vann Buducnost frá Svartfjallalandi og eins og fram hefur komið var framkoma gestanna ekki til fyrirmyndar. Þeir voru líka ósáttir við dómgæsluna í leiknum en tveir leikmenn Buducnost voru reknir af velli sem og þjálfarinn. Andrija Raznatovic fékk rautt spjald á 55. mínútu fyrir að slá Jason Daða Svanþórsson í andlitið og Luka Mirkovic fékk svo tvö gul spjöld með skömmu millibili fyrir brot á Jasoni Daða þegar enn voru tuttugu mínútur til leiksloka. Í uppbótartíma fékk svo þjálfarinn Aleksandar Nedovic rautt spjald, rétt eftir að Kristinn Steindórsson hafði komið Blikum yfir. Þá var enn tími fyrir Höskuld Gunnlaugsson til að skora afar mikilvægt mark úr vítaspyrnu sem Oliver Sigurjónsson krækti í. Mörkin, rauðu spjöldin og læti eftir leik í Kópavogi má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin og lætin í leik Breiðabliks og Buducnost Blikar fara því með 2-0 forskot til Svartfjallalands þar sem heimamenn verða án 3.000 stuðningsmanna vegna refsingar UEFA í kjölfar óláta á síðasta heimaleik þeirra. Víkingar unnu einnig 2-0 sigur og það án þess að rauða spjaldið færi nokkru sinni á loft. Gestirnir frá Wales, The New Saints, urðu að sætta sig við að Víkingar fengju tvær vítaspyrnur sem Kristall Máni Ingason skoraði úr. Kristall viðurkenndi sjálfur eftir leik að seinni vítaspyrnudómurinn hefði kannski ekki verið sérlega verðskuldaður en vítin má sjá hér að neðan. Klippa: Vítin og mörkin hjá Víkingi gegn TNS Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Víkingur Reykjavík Fótbolti Tengdar fréttir Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. 22. júlí 2022 09:16 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Sjá meira
Breiðablik vann Buducnost frá Svartfjallalandi og eins og fram hefur komið var framkoma gestanna ekki til fyrirmyndar. Þeir voru líka ósáttir við dómgæsluna í leiknum en tveir leikmenn Buducnost voru reknir af velli sem og þjálfarinn. Andrija Raznatovic fékk rautt spjald á 55. mínútu fyrir að slá Jason Daða Svanþórsson í andlitið og Luka Mirkovic fékk svo tvö gul spjöld með skömmu millibili fyrir brot á Jasoni Daða þegar enn voru tuttugu mínútur til leiksloka. Í uppbótartíma fékk svo þjálfarinn Aleksandar Nedovic rautt spjald, rétt eftir að Kristinn Steindórsson hafði komið Blikum yfir. Þá var enn tími fyrir Höskuld Gunnlaugsson til að skora afar mikilvægt mark úr vítaspyrnu sem Oliver Sigurjónsson krækti í. Mörkin, rauðu spjöldin og læti eftir leik í Kópavogi má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin og lætin í leik Breiðabliks og Buducnost Blikar fara því með 2-0 forskot til Svartfjallalands þar sem heimamenn verða án 3.000 stuðningsmanna vegna refsingar UEFA í kjölfar óláta á síðasta heimaleik þeirra. Víkingar unnu einnig 2-0 sigur og það án þess að rauða spjaldið færi nokkru sinni á loft. Gestirnir frá Wales, The New Saints, urðu að sætta sig við að Víkingar fengju tvær vítaspyrnur sem Kristall Máni Ingason skoraði úr. Kristall viðurkenndi sjálfur eftir leik að seinni vítaspyrnudómurinn hefði kannski ekki verið sérlega verðskuldaður en vítin má sjá hér að neðan. Klippa: Vítin og mörkin hjá Víkingi gegn TNS
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Víkingur Reykjavík Fótbolti Tengdar fréttir Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. 22. júlí 2022 09:16 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Sjá meira
Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. 22. júlí 2022 09:16