Innritunin gengið hægar en vonir voru bundnar við Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 10:00 Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri en lætur af því starfi árið 2024. Vísir/Ragnar Borgarstjóri segir innritun yngstu barna á leikskóla ekki hafa gengið jafn vel og bundnar voru vonir við. Borgarstjórn hafði gefið það út að öll tólf mánaða börn og eldri fengju innritun næsta haust en það virðist ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og gefa lítið fyrir skýringar borgarfulltrúa. „Ég er búinn að biðja um stöðuna á innrituninni og á að fá uppfærða stöðu fljótlega upp úr verslunarmannahelgi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í samtali við fréttastofu þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við óánægju foreldra með seinagang í inntrituninni. „Skóla- og frístundasvið hefur gefið það út að margt bendi til þess að við náum ekki eins hratt niður í aldri eins og við vorum að vonast eftir á þessu hausti. En við erum auðvitað að halda áfram á fullu að fjölga leikskólum og ráða leikskólakennara til að taka á móti börnum.“ Óásættanleg staða Kristín Tómasdóttir var hvöss í máli sínu þegar hún sakaði borgarfulltrúa um lygar í málefnum yngstu leikskólabarna í viðtali á Vísi fyrr í mánuðinum. Taldi hún óásættanlegt að grunnþjónusta líkt og skólamál væru í ólestri á meðan verið sé að opna sundlaugar og strætó á nóttunni. „Ég get alveg sett mig í hennar spor,“ segir Dagur. „Ég á fjögur börn sjálfur og gengið í gegnum þetta allt, dagforeldra, ungbarnaleikskóla og lengra fæðingarorlof. Þetta er bara veruleiki sem við viljum leggja að baki með því að vera að byggja upp í leikskólamálum og það erum við sannarlega að gera.“ Þessi uppbygging taki hins vegar tíma og taki á, á meðan. „Við erum á góðri leið með að brúa bilið en við skulum sjá hvað við náum langt á þessu hausti. Svo höldum við áfram að fjölga plássum í vetur. Við viljum gera vel í þessum málaflokki, það er alveg klárt.“ En var ekki hægt að búa betur í haginn og sjá þessa þróun fyrir, þegar vitað var hve mörg börn þyrftu pláss í haust? „Jú, fyrir tveimur árum ákváðum við að stórauka í átakið og stórfjölga þeim plássum sem við vorum að bæta við vegna þess að okkur sýndist Reykvíkingum vera að fjölga hraðar og fæðingum einnig í Covid. Það sem er að gerast akkúrat núna er að einstaka verkefni og innritanir á einstökum verkefnum eru að færast til í tíma. En eins og ég segi fáum við skarpari mynd af því eftir verslunarmannahelgi,“ segir Dagur að lokum. Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ætla að mæta með leikskólalaus börn á fundi borgarstjórnar Fögur fyrirheit borgarstjórnar, um að öll börn tólf mánaða og eldri fái leikskólapláss í haust, virðast ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og hóta því að mæta með börn sín á áhorfendapalla Ráðhússins á næsta fund borgarstjórnar. 8. júlí 2022 14:49 Ekki á leið í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótakerfinu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er allt annað en sáttur við hvernig í pottinn er búið í sjávarútvegsmálum landsins. Hann líkir kaupunum Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi við senu úr Verbúðinni í nýjum pistli en kveðst ekki vera á leiðinni í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótamálunum. 14. júlí 2022 09:02 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
„Ég er búinn að biðja um stöðuna á innrituninni og á að fá uppfærða stöðu fljótlega upp úr verslunarmannahelgi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í samtali við fréttastofu þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við óánægju foreldra með seinagang í inntrituninni. „Skóla- og frístundasvið hefur gefið það út að margt bendi til þess að við náum ekki eins hratt niður í aldri eins og við vorum að vonast eftir á þessu hausti. En við erum auðvitað að halda áfram á fullu að fjölga leikskólum og ráða leikskólakennara til að taka á móti börnum.“ Óásættanleg staða Kristín Tómasdóttir var hvöss í máli sínu þegar hún sakaði borgarfulltrúa um lygar í málefnum yngstu leikskólabarna í viðtali á Vísi fyrr í mánuðinum. Taldi hún óásættanlegt að grunnþjónusta líkt og skólamál væru í ólestri á meðan verið sé að opna sundlaugar og strætó á nóttunni. „Ég get alveg sett mig í hennar spor,“ segir Dagur. „Ég á fjögur börn sjálfur og gengið í gegnum þetta allt, dagforeldra, ungbarnaleikskóla og lengra fæðingarorlof. Þetta er bara veruleiki sem við viljum leggja að baki með því að vera að byggja upp í leikskólamálum og það erum við sannarlega að gera.“ Þessi uppbygging taki hins vegar tíma og taki á, á meðan. „Við erum á góðri leið með að brúa bilið en við skulum sjá hvað við náum langt á þessu hausti. Svo höldum við áfram að fjölga plássum í vetur. Við viljum gera vel í þessum málaflokki, það er alveg klárt.“ En var ekki hægt að búa betur í haginn og sjá þessa þróun fyrir, þegar vitað var hve mörg börn þyrftu pláss í haust? „Jú, fyrir tveimur árum ákváðum við að stórauka í átakið og stórfjölga þeim plássum sem við vorum að bæta við vegna þess að okkur sýndist Reykvíkingum vera að fjölga hraðar og fæðingum einnig í Covid. Það sem er að gerast akkúrat núna er að einstaka verkefni og innritanir á einstökum verkefnum eru að færast til í tíma. En eins og ég segi fáum við skarpari mynd af því eftir verslunarmannahelgi,“ segir Dagur að lokum.
Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ætla að mæta með leikskólalaus börn á fundi borgarstjórnar Fögur fyrirheit borgarstjórnar, um að öll börn tólf mánaða og eldri fái leikskólapláss í haust, virðast ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og hóta því að mæta með börn sín á áhorfendapalla Ráðhússins á næsta fund borgarstjórnar. 8. júlí 2022 14:49 Ekki á leið í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótakerfinu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er allt annað en sáttur við hvernig í pottinn er búið í sjávarútvegsmálum landsins. Hann líkir kaupunum Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi við senu úr Verbúðinni í nýjum pistli en kveðst ekki vera á leiðinni í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótamálunum. 14. júlí 2022 09:02 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Ætla að mæta með leikskólalaus börn á fundi borgarstjórnar Fögur fyrirheit borgarstjórnar, um að öll börn tólf mánaða og eldri fái leikskólapláss í haust, virðast ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og hóta því að mæta með börn sín á áhorfendapalla Ráðhússins á næsta fund borgarstjórnar. 8. júlí 2022 14:49
Ekki á leið í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótakerfinu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er allt annað en sáttur við hvernig í pottinn er búið í sjávarútvegsmálum landsins. Hann líkir kaupunum Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi við senu úr Verbúðinni í nýjum pistli en kveðst ekki vera á leiðinni í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótamálunum. 14. júlí 2022 09:02