Af fæðingarhreppum og Kúbu norðursins Erna Bjarnadóttir skrifar 13. júlí 2022 09:10 Í nýjasta tölublaði Vísbendingar (26. tbl.) er að finna grein eftir Dr. Gylfa Magnússon, prófessor og fyrrverandi ráðherra, um samsetningu þjóðarinnar og fleira því tengt. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofu Íslands voru íbúar hér á landi 368.792 þann 1. janúar 2021. Þar af voru 51.333 erlendir ríkisborgarar. Gylfi gerir að umfjöllunarefni að þau sem hafa erlent ríkisfang séu útilokuð frá þátttöku í stjórnmálum á landsvísu. Það er vitaskuld ekkert sér íslenskt að kosningaréttur til þings er bundinn við ríkisfang. Sumstaðar er jafnvel gengið lengra eins og gerð krafa um að kjósandinn hafa fasta búsetu í landinu.Alþingi er löggjafarsamkoma og lög eru í eðli sínu langtíma stefnumörkun. Er það ekki einmitt það sem mikilvægi ríkisborgararéttar felur í sér, að geta verið fullur þátttakandi í stefnumótun þess samfélags sem einstaklingurinn tekur sér búsetu í. Þetta snýst ekki einvörðungu, þó mikilvægt sé, um sjálft vegabréfið. Furðuskrif prófessorsins um „fæðingarhreppa“ sitjandi þingmanna vekja einnig athygli. Er það eitthvað sérstaklega skrýtið að sex núverandi þingmanna séu fæddir á Akranesi? Í fyrsta lagi er vandséð hvaða áhrif það hefur (önnur en þau sem tengjast þá stöðu himintungla) að fæðast á tilteknum stað. Í öðru lagi er og hefur lengi verið á Akranesi ein af fáum fullbúnum fæðingarstofum á landinu. Þangað sækja konur af Vesturlandi, Norðurlandi sem og víða af Höfuðborgarsvæðinu, þjónustu. Það er sjálfstætt umfjöllunarefni hve fæðingarþjónustu hefur farið aftur á landsbyggðinni. Samsetning Alþingis Gylfi fjallar síðan um aldursdreifingu þingmanna og ályktar að miðað við aldurssamsetningu kjósenda ættu alþingismenn yfir sjötugu að vera 8. Á sama hátt ættu alþingismenn undir þrítugu að vera 14, tilsvarandi því að 22 prósent kjósenda eru á þeim aldri. Sú er þessar línur ritar hyggst ekki gera lítið úr því að það sé mikilvægt að á Alþingi sitji fólk með sem víðtækastan bakgrunn og reynslu. En varla er það tilviljun að ekki eru 8 þingmenn eldri en sjötugir. Staðreyndin er sú að það er krefjandi starf að sitja á þingi, vinnudagurinn getur verið langur og mörg mál sem þarf að setja sig inn í. Almennt fer fólk á eftirlaun á þessum aldri, sinnir áhugamálum, félagsmálum og afkomendum eftir því sem hugurinn og starfsgeta stendur til. Fólk undir þrítugu er svo enn í skóla, að koma sér upp fjölskyldu, heimili o.s.frv. Kjarni málsins er sá að þau sem gefa kost á sér til þingmennsku og eru þarna á milli í aldri (þorri þingmanna) verða vitanlega að líta til þessara í hópa eins og annarra í störfum sínum, enda hafa þau sjálf gengið í gegnum tímabil ungdómsáranna og eiga eða hafa átt börn, foreldra og/eða ættingja í hinum ýmsu hópum samfélagsins, þar á meðal þessum. Slíkt er hluti þeirrar reynslu sem fólk aflar sér í lífinu og það byggir á í störfum sínum hvort sem er á Alþingi eða annarsstaðar. „Kúba norðursins“ Að lokum gerir Gylfi tengingu trúarbragða og stjórnmála að umtalsefni og segir að sáralítil umræða sé um trú stjórnmálamanna. Á Íslandi hafi nánast allir verið í þjóðkirkjunni lengi vel en jafnvel eftir að það breyttist hafi sáralítil umræða verið um trú stjórnmálamanna. Ég hefði haldið að það væri jákvætt að vera ekki að gera þetta að sérstöku umtalsefni. Varla viljum við hvetja til þess að þjóðin né heldur þingmenn séu dregin í dilka með þeim hætti. Flest okkar sem fædd erum á síðustu öld, muna þegar Geir H. Haarde bað Guð að blessa Ísland haustið 2008. Okkur var þá brugðið því það lýsti fyrst og síðast alvarleika ástandsins. Gylfi ályktar síðan að kannski hafi forsætisráðherrann samt verið bænheyrður, „…að minnsta kosti lenti hagkerfið á löppunum á endanum,“ skrifar hann. Já hver man ekki yfirlýsingar eins og að við myndum enda sem „Kúba norðursins“ ef við sættum okkur ekki við að sitja og standa eins og útlendingar kröfðust af okkur. En getur ekki einmitt verið að hagkerfið hafi staðið þetta högg af sér af því að hópur fólks ákvað í stað þess að sitja og þiggja það sem að var rétt, að ganga þá fram fyrir skjöldu og setja þeim öflum stólinn fyrir dyrnar. Það er nefnilega dálítið þannig að Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og mamma, amma, dóttir og frænka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í nýjasta tölublaði Vísbendingar (26. tbl.) er að finna grein eftir Dr. Gylfa Magnússon, prófessor og fyrrverandi ráðherra, um samsetningu þjóðarinnar og fleira því tengt. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofu Íslands voru íbúar hér á landi 368.792 þann 1. janúar 2021. Þar af voru 51.333 erlendir ríkisborgarar. Gylfi gerir að umfjöllunarefni að þau sem hafa erlent ríkisfang séu útilokuð frá þátttöku í stjórnmálum á landsvísu. Það er vitaskuld ekkert sér íslenskt að kosningaréttur til þings er bundinn við ríkisfang. Sumstaðar er jafnvel gengið lengra eins og gerð krafa um að kjósandinn hafa fasta búsetu í landinu.Alþingi er löggjafarsamkoma og lög eru í eðli sínu langtíma stefnumörkun. Er það ekki einmitt það sem mikilvægi ríkisborgararéttar felur í sér, að geta verið fullur þátttakandi í stefnumótun þess samfélags sem einstaklingurinn tekur sér búsetu í. Þetta snýst ekki einvörðungu, þó mikilvægt sé, um sjálft vegabréfið. Furðuskrif prófessorsins um „fæðingarhreppa“ sitjandi þingmanna vekja einnig athygli. Er það eitthvað sérstaklega skrýtið að sex núverandi þingmanna séu fæddir á Akranesi? Í fyrsta lagi er vandséð hvaða áhrif það hefur (önnur en þau sem tengjast þá stöðu himintungla) að fæðast á tilteknum stað. Í öðru lagi er og hefur lengi verið á Akranesi ein af fáum fullbúnum fæðingarstofum á landinu. Þangað sækja konur af Vesturlandi, Norðurlandi sem og víða af Höfuðborgarsvæðinu, þjónustu. Það er sjálfstætt umfjöllunarefni hve fæðingarþjónustu hefur farið aftur á landsbyggðinni. Samsetning Alþingis Gylfi fjallar síðan um aldursdreifingu þingmanna og ályktar að miðað við aldurssamsetningu kjósenda ættu alþingismenn yfir sjötugu að vera 8. Á sama hátt ættu alþingismenn undir þrítugu að vera 14, tilsvarandi því að 22 prósent kjósenda eru á þeim aldri. Sú er þessar línur ritar hyggst ekki gera lítið úr því að það sé mikilvægt að á Alþingi sitji fólk með sem víðtækastan bakgrunn og reynslu. En varla er það tilviljun að ekki eru 8 þingmenn eldri en sjötugir. Staðreyndin er sú að það er krefjandi starf að sitja á þingi, vinnudagurinn getur verið langur og mörg mál sem þarf að setja sig inn í. Almennt fer fólk á eftirlaun á þessum aldri, sinnir áhugamálum, félagsmálum og afkomendum eftir því sem hugurinn og starfsgeta stendur til. Fólk undir þrítugu er svo enn í skóla, að koma sér upp fjölskyldu, heimili o.s.frv. Kjarni málsins er sá að þau sem gefa kost á sér til þingmennsku og eru þarna á milli í aldri (þorri þingmanna) verða vitanlega að líta til þessara í hópa eins og annarra í störfum sínum, enda hafa þau sjálf gengið í gegnum tímabil ungdómsáranna og eiga eða hafa átt börn, foreldra og/eða ættingja í hinum ýmsu hópum samfélagsins, þar á meðal þessum. Slíkt er hluti þeirrar reynslu sem fólk aflar sér í lífinu og það byggir á í störfum sínum hvort sem er á Alþingi eða annarsstaðar. „Kúba norðursins“ Að lokum gerir Gylfi tengingu trúarbragða og stjórnmála að umtalsefni og segir að sáralítil umræða sé um trú stjórnmálamanna. Á Íslandi hafi nánast allir verið í þjóðkirkjunni lengi vel en jafnvel eftir að það breyttist hafi sáralítil umræða verið um trú stjórnmálamanna. Ég hefði haldið að það væri jákvætt að vera ekki að gera þetta að sérstöku umtalsefni. Varla viljum við hvetja til þess að þjóðin né heldur þingmenn séu dregin í dilka með þeim hætti. Flest okkar sem fædd erum á síðustu öld, muna þegar Geir H. Haarde bað Guð að blessa Ísland haustið 2008. Okkur var þá brugðið því það lýsti fyrst og síðast alvarleika ástandsins. Gylfi ályktar síðan að kannski hafi forsætisráðherrann samt verið bænheyrður, „…að minnsta kosti lenti hagkerfið á löppunum á endanum,“ skrifar hann. Já hver man ekki yfirlýsingar eins og að við myndum enda sem „Kúba norðursins“ ef við sættum okkur ekki við að sitja og standa eins og útlendingar kröfðust af okkur. En getur ekki einmitt verið að hagkerfið hafi staðið þetta högg af sér af því að hópur fólks ákvað í stað þess að sitja og þiggja það sem að var rétt, að ganga þá fram fyrir skjöldu og setja þeim öflum stólinn fyrir dyrnar. Það er nefnilega dálítið þannig að Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og mamma, amma, dóttir og frænka.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun