Breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 11. júlí 2022 17:00 Þegar stúlkubörn fæðast þá eru þær með eggjastokka sem innihalda egg sem síðar geta frjóvgast og orðið að einstaklingi. Á unglingsaldri kemur kynþroskinn, þá byrja blæðingar og hormónaframleiðsla eggjastokka veldur því að hárvöxtur eykst og brjóstin stækka. Þetta er eðlilegur gangur lífsins. Þegar breytingaskeiðið sem nú hefur verið mikið í umræðunni gengur yfir, þá minnkar hormónaframleiðsla eggjastokkanna og því fylgir oft vanlíðan sem er breytileg eftir konum. Sumar finna hita/svitakóf og svefntruflanir. Skapbreytingar allt frá vanlíðan, pirringi eða jafnvel depurð og kvíða. Liðverkir og hjartsláttartruflanir hrjá sumar konur á meðan aðrar finna sáralítið fyrir þessu aldursskeiði. Kynhvötin minnkar sem er í sjálfu sér eðlilegt þegar frjósemi er ekki lengur til staðar. Þetta skýrist af minnkandi styrk testósteróns. Rannsóknir sýna að þær konur sem eru í kjörþyngd, hreyfa sig reglulega og huga að mataræði sínu fara auðveldar í gegnum breytingaskeiðið. Á tímum samfélagsmiðla hafa nú skapast miklar umræður um breytingaskeiðið, þar sem sjálfskipaðir sérfræðingar tjá sig og gefa ráð eins og þau séu glæný. Gefið er í skyn að hingað til hafi ekki verið hlustað á konur og meðferð við einkennum breytingaskeiðs sé ný af nálinni, hvaða hormón séu betri en önnur og hverjir séu bestir í að meðhöndla þessi einkenni. Jafnvel liggur við að segja að það sé verið að markaðsvæða eðlilegt aldursskeið kvenna. Í áratugi hafa heimilislæknar og kvensjúkdómalæknar hlustað á kvartanir kvenna um líðan þeirra. Metið þörfina fyrir hormónameðferð, hvaða tegund, skammta og áhættumat fyrir hverja konu á blóðtappa, brjóstakrabbameini ofl. eins og læknar jafnan gera þegar lyfjagjöf er hafin. Þess vegna er samtal hverrar konu við lækni mikilvægt og meðferð metin hverju sinni. Læknar fagna að sjálfsögðu allri fræðslu um kynheilbrigði og jákvæðri umræðu sem leiðir til góðs. Það sem veldur mér ugg i brjósti er að sjá færslur þar sem konur lýsa því að þær kaupi hormónalyf erlendis og fari langt yfir leyfilega skammta en líður ekkert betur þrátt fyrir það. Ekki jafnvel og vinkonum i saumaklúbbnum. Það er nefnilega ekki það einfalt að eitthvað eitt gildi fyrir alla. Hormónameðferð hefur verið notuð hérlendis með góðum árangri í langan tíma sem byggir á læknisfræðilegu mati á einkennum og áhættu á aukaverkunum af lyfjagjöf. Við notum samsetta uppbótarmeðferð hjá konum með leg í töfluformi, plástrum eða geli til að minnka einkenni sem trufla daglegt líf. Estrogen eingöngu má nota ef leg hefur verið fjarlægt eða ný hormónalykkja sé til staðar. Testosteron forðahylki voru notuð með góðum árangri til að auka kynhvöt en nú eru þau ófáanleg og þá er notað gel sem er borið á húðina. Þessi meðferð er hugsuð í nokkur ár og svo trappað niður. Margar enda svo á því að nota staðbundna meðferð í leggöng til að varna þurrki og vanlíðan. Mikilvægt er að hver kona hugi vel að heilsu sinni og hlusti á sinn kropp. Taki D vítamín og borði kalk til að viðhalda beinmassa og hindra beinþynningu. Geri styrktaræfingar og hugi að andlegri líðan. Mæti i skimun fyrir brjóstakrabbameini og þreifi brjóst sín reglulega. Leghálsskimun eftir boðun og risilspeglun er mikilvæg eftir 50 ára aldur. Á okkar tímum sem við lifum á þar sem æskudýrkun virðist skipta öllu máli og sjálfsmynd margra fer eftir tíðni kommenta á samfélagsmiðlunum, er mikilvægt að skilja gang lífsins. Það er eðlilegt að eldast og það má gera það fallega án lyfja. Gráu hárin, hrukkurnar og búkonuhárin fylgja þessum aldri og þess vegna kannski sjáum við ekki jafn vel og áður. Kynhvötin minnkar eðlilega en ekki hætta að stunda kynlíf kæru kynsystur. Brennslan minnkar og vöxturinn breytist og því þarf að huga vel að hollu mataræði. Tökum vel á móti gömlu konunni stelpur, fáum samtal og viðeigandi hormónameðferð hjá lækni ef þörf er á. Ekki trúa öllu sem sagt eða skrifað er, það sem virkar fyrir vinkonu þína virkar e.t.v ekki fyrir þig. Munum að margar konur geta ekki notað hormóna. Verum skynsamar og látum ekki sölumennsku eða múgsefjun stjórna okkur. Tökum upplýsta ákvörðun með okkar lækni ef þörf er á meðferð við einkennum breytingaskeiðs. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þegar stúlkubörn fæðast þá eru þær með eggjastokka sem innihalda egg sem síðar geta frjóvgast og orðið að einstaklingi. Á unglingsaldri kemur kynþroskinn, þá byrja blæðingar og hormónaframleiðsla eggjastokka veldur því að hárvöxtur eykst og brjóstin stækka. Þetta er eðlilegur gangur lífsins. Þegar breytingaskeiðið sem nú hefur verið mikið í umræðunni gengur yfir, þá minnkar hormónaframleiðsla eggjastokkanna og því fylgir oft vanlíðan sem er breytileg eftir konum. Sumar finna hita/svitakóf og svefntruflanir. Skapbreytingar allt frá vanlíðan, pirringi eða jafnvel depurð og kvíða. Liðverkir og hjartsláttartruflanir hrjá sumar konur á meðan aðrar finna sáralítið fyrir þessu aldursskeiði. Kynhvötin minnkar sem er í sjálfu sér eðlilegt þegar frjósemi er ekki lengur til staðar. Þetta skýrist af minnkandi styrk testósteróns. Rannsóknir sýna að þær konur sem eru í kjörþyngd, hreyfa sig reglulega og huga að mataræði sínu fara auðveldar í gegnum breytingaskeiðið. Á tímum samfélagsmiðla hafa nú skapast miklar umræður um breytingaskeiðið, þar sem sjálfskipaðir sérfræðingar tjá sig og gefa ráð eins og þau séu glæný. Gefið er í skyn að hingað til hafi ekki verið hlustað á konur og meðferð við einkennum breytingaskeiðs sé ný af nálinni, hvaða hormón séu betri en önnur og hverjir séu bestir í að meðhöndla þessi einkenni. Jafnvel liggur við að segja að það sé verið að markaðsvæða eðlilegt aldursskeið kvenna. Í áratugi hafa heimilislæknar og kvensjúkdómalæknar hlustað á kvartanir kvenna um líðan þeirra. Metið þörfina fyrir hormónameðferð, hvaða tegund, skammta og áhættumat fyrir hverja konu á blóðtappa, brjóstakrabbameini ofl. eins og læknar jafnan gera þegar lyfjagjöf er hafin. Þess vegna er samtal hverrar konu við lækni mikilvægt og meðferð metin hverju sinni. Læknar fagna að sjálfsögðu allri fræðslu um kynheilbrigði og jákvæðri umræðu sem leiðir til góðs. Það sem veldur mér ugg i brjósti er að sjá færslur þar sem konur lýsa því að þær kaupi hormónalyf erlendis og fari langt yfir leyfilega skammta en líður ekkert betur þrátt fyrir það. Ekki jafnvel og vinkonum i saumaklúbbnum. Það er nefnilega ekki það einfalt að eitthvað eitt gildi fyrir alla. Hormónameðferð hefur verið notuð hérlendis með góðum árangri í langan tíma sem byggir á læknisfræðilegu mati á einkennum og áhættu á aukaverkunum af lyfjagjöf. Við notum samsetta uppbótarmeðferð hjá konum með leg í töfluformi, plástrum eða geli til að minnka einkenni sem trufla daglegt líf. Estrogen eingöngu má nota ef leg hefur verið fjarlægt eða ný hormónalykkja sé til staðar. Testosteron forðahylki voru notuð með góðum árangri til að auka kynhvöt en nú eru þau ófáanleg og þá er notað gel sem er borið á húðina. Þessi meðferð er hugsuð í nokkur ár og svo trappað niður. Margar enda svo á því að nota staðbundna meðferð í leggöng til að varna þurrki og vanlíðan. Mikilvægt er að hver kona hugi vel að heilsu sinni og hlusti á sinn kropp. Taki D vítamín og borði kalk til að viðhalda beinmassa og hindra beinþynningu. Geri styrktaræfingar og hugi að andlegri líðan. Mæti i skimun fyrir brjóstakrabbameini og þreifi brjóst sín reglulega. Leghálsskimun eftir boðun og risilspeglun er mikilvæg eftir 50 ára aldur. Á okkar tímum sem við lifum á þar sem æskudýrkun virðist skipta öllu máli og sjálfsmynd margra fer eftir tíðni kommenta á samfélagsmiðlunum, er mikilvægt að skilja gang lífsins. Það er eðlilegt að eldast og það má gera það fallega án lyfja. Gráu hárin, hrukkurnar og búkonuhárin fylgja þessum aldri og þess vegna kannski sjáum við ekki jafn vel og áður. Kynhvötin minnkar eðlilega en ekki hætta að stunda kynlíf kæru kynsystur. Brennslan minnkar og vöxturinn breytist og því þarf að huga vel að hollu mataræði. Tökum vel á móti gömlu konunni stelpur, fáum samtal og viðeigandi hormónameðferð hjá lækni ef þörf er á. Ekki trúa öllu sem sagt eða skrifað er, það sem virkar fyrir vinkonu þína virkar e.t.v ekki fyrir þig. Munum að margar konur geta ekki notað hormóna. Verum skynsamar og látum ekki sölumennsku eða múgsefjun stjórna okkur. Tökum upplýsta ákvörðun með okkar lækni ef þörf er á meðferð við einkennum breytingaskeiðs. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun