Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2022 22:33 Rafmagnsflugneminn Matthías Sveinbjörnsson og flugkennarinn Rickard Carlsson hlaða rafgeyma flugvélarinnar eftir fyrstu reynsluflugin á Rangárvöllum í kvöld. KMU Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. Myndir frá fyrsta rafknúna fluginu mátti sjá í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Flugvélin undir stjórn sænska flugkennarans Rickards Carlsson hóf sig til flugs klukkan 17.26. Um borð var einnig Matthías Sveinbjörnsson, flugmaður hjá Icelandair og forseti Flugmálafélags Íslands, en hann er jafnframt með réttindi flugkennara. En þetta var ekki aðeins í fyrsta sinn sem menn sáu rafmagnsflugvél hefja sig til flugs og lenda á Íslandi. Á Helluflugvelli sáu menn í fyrsta sinn flugvél hlaðna með rafmagni að lokinni flugferð hérlendis en rafmagnið var leitt með kapli úr flugvallarhúsinu. Innflutt olía var því ekki sett á flugvélina heldur innlend raforka, væntanlega framleidd í virkjunum Landsvirkjunar á hálendinu. Rafmagnsflugvélin TF-KWH að lenda á Helluflugvelli. Í baksýn sést Búrfell en raforka flugvélarinnar gæti vel hafa komið úr orkuverum Þjórsársvæðis.Bjarni Einarsson Flugvélin er tveggja sæta af gerðinni Pipistrel. Hún flýgur á 170 kílómetra hraða og hefur, auk varaafls, fimmtíu mínútna flugþol, sem er algengasta lengd flugtíma í kennsluflugi. Um þrjátíu mínútur tekur að endurhlaða rafgeymana. Með þessu fyrsta reynsluflugi hófst þjálfun fjögurra flugkennara, sem í framhaldinu munu miðla reynslu sinni og þekkingu á rafmagnsflugi til flugnema hérlendis. Helstu flugskólar landsins eru einmitt í hópi þeirra fyrirtækja sem standa að komu flugvélarinnar til landsins. Rickard og Matthías lentir kampakátir eftir fyrsta reynsluflugið.Bjarni Einarsson Eftir lendingu úr fyrsta fluginu var Matthías Sveinbjörnsson, sem þaulvanur þotuflugmaður, spurður hvort mikill munur væri að fljúga í rafmagnsflugvél: „Þetta er allt annað líf. Þetta er svo einfalt. Einfalt og hljóðlátt og lítill hristingur. Það er bara allt dásamlegt við þetta.“ -Þannig að þetta er framtíðin? „Klárlega. Þetta er framtíðin, heldur betur. Núna fara í hönd skemmtilegir tímar. Þetta er bara upphafið að byltingu,“ svaraði Matthías. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Þjálfun flugmanna að hefjast á fyrstu rafmagnsflugvél Íslands Fyrsta rafmagnsflugvél Íslands er komin með flughæfisskírteini og hefst þjálfun flugmanna á næstu dögum. Flugvélin var dregin út úr flugskýli á Reykjavíkurflugvelli síðdegis en stefnt er að því að æfinga- og reynsluflug verði frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. 4. júlí 2022 22:42 Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Myndir frá fyrsta rafknúna fluginu mátti sjá í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Flugvélin undir stjórn sænska flugkennarans Rickards Carlsson hóf sig til flugs klukkan 17.26. Um borð var einnig Matthías Sveinbjörnsson, flugmaður hjá Icelandair og forseti Flugmálafélags Íslands, en hann er jafnframt með réttindi flugkennara. En þetta var ekki aðeins í fyrsta sinn sem menn sáu rafmagnsflugvél hefja sig til flugs og lenda á Íslandi. Á Helluflugvelli sáu menn í fyrsta sinn flugvél hlaðna með rafmagni að lokinni flugferð hérlendis en rafmagnið var leitt með kapli úr flugvallarhúsinu. Innflutt olía var því ekki sett á flugvélina heldur innlend raforka, væntanlega framleidd í virkjunum Landsvirkjunar á hálendinu. Rafmagnsflugvélin TF-KWH að lenda á Helluflugvelli. Í baksýn sést Búrfell en raforka flugvélarinnar gæti vel hafa komið úr orkuverum Þjórsársvæðis.Bjarni Einarsson Flugvélin er tveggja sæta af gerðinni Pipistrel. Hún flýgur á 170 kílómetra hraða og hefur, auk varaafls, fimmtíu mínútna flugþol, sem er algengasta lengd flugtíma í kennsluflugi. Um þrjátíu mínútur tekur að endurhlaða rafgeymana. Með þessu fyrsta reynsluflugi hófst þjálfun fjögurra flugkennara, sem í framhaldinu munu miðla reynslu sinni og þekkingu á rafmagnsflugi til flugnema hérlendis. Helstu flugskólar landsins eru einmitt í hópi þeirra fyrirtækja sem standa að komu flugvélarinnar til landsins. Rickard og Matthías lentir kampakátir eftir fyrsta reynsluflugið.Bjarni Einarsson Eftir lendingu úr fyrsta fluginu var Matthías Sveinbjörnsson, sem þaulvanur þotuflugmaður, spurður hvort mikill munur væri að fljúga í rafmagnsflugvél: „Þetta er allt annað líf. Þetta er svo einfalt. Einfalt og hljóðlátt og lítill hristingur. Það er bara allt dásamlegt við þetta.“ -Þannig að þetta er framtíðin? „Klárlega. Þetta er framtíðin, heldur betur. Núna fara í hönd skemmtilegir tímar. Þetta er bara upphafið að byltingu,“ svaraði Matthías. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Þjálfun flugmanna að hefjast á fyrstu rafmagnsflugvél Íslands Fyrsta rafmagnsflugvél Íslands er komin með flughæfisskírteini og hefst þjálfun flugmanna á næstu dögum. Flugvélin var dregin út úr flugskýli á Reykjavíkurflugvelli síðdegis en stefnt er að því að æfinga- og reynsluflug verði frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. 4. júlí 2022 22:42 Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þjálfun flugmanna að hefjast á fyrstu rafmagnsflugvél Íslands Fyrsta rafmagnsflugvél Íslands er komin með flughæfisskírteini og hefst þjálfun flugmanna á næstu dögum. Flugvélin var dregin út úr flugskýli á Reykjavíkurflugvelli síðdegis en stefnt er að því að æfinga- og reynsluflug verði frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. 4. júlí 2022 22:42
Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44