Sandra Douglass Morgan sú fyrsta í sögunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2022 22:30 Sandra Douglass Morgan er forseti Las Vegas Raiders. NFL Sandra Douglass Morgan skráði sig á spjöld sögunnar er hún varð fyrsta svarta konan til að gegna stöðu forseta hjá NFL-liði. Las Vegas Raiders réð Söndru Douglass Morgan í stöðu forseta en frá þessu var greint í öllum helstu fjölmiðlum vestanhafs. Hún segir að ef hún geti verið fyrirmynd fyrir aðrar konur eða stelpur þá sé hún ánægð. „Ég hef áður verið fyrst. Ég vill allavega ekki vera sú síðasta og ég vil komast á það stig að það sé engin sem verður fyrst. Ég tek hatt minn ofan fyrir öllum þeim konum sem komu á undan mér. Ef ég get verið fyrirmynd og hjálpað að opna dyr fyrir aðrar konur eða stelpur þá væri það gríðarlegt afrek fyrir mig.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Raiders brýtur blað í sögunni en félagið gerði það einnig árið 1989 og svo árið 1997. Art Shell var ráðinn aðalþjálfari Raiders árið 1989 en hann varð þá fyrsti svarti maðurinn til að gegna starfi aðalþjálfara liðs í NFL-deildinni. Árið 1997 var Amy Trask ráðin framkvæmdastjóri félagsins en hún varð þar með fyrsta konan til að gegna því starfi. Nú, árið 2022, er komið að Morgan. Hún sagðist vita að NFL væri karllægur vinnustaður „en við þurfum að halda áfram að brjóta niður veggi.“ Sandra Douglass Morgan is breaking barriers as the first Black woman president in NFL history. pic.twitter.com/sBV9c4c6R2— NFL (@NFL) July 7, 2022 Mark Davis, eigandi Las Vegas Raiders, sagði að frá því hann hefði fyrst hitt Morgan þá vissi hann að þarna væri einstaklega öflugur einstaklingur á ferð. „Við erum heppin að hafa hana við stjórnvölin,“ sagði Davis um ráðningu Morgan. Las Vegas Raiders endaði í 5. sæti AFC-deildarinnar á síðustu leiktíð með 10 sigra og 7 sigra. Raiders tapaði svo fyrir Cincinnati Bengals í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Tímamót Bandaríkin Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
Las Vegas Raiders réð Söndru Douglass Morgan í stöðu forseta en frá þessu var greint í öllum helstu fjölmiðlum vestanhafs. Hún segir að ef hún geti verið fyrirmynd fyrir aðrar konur eða stelpur þá sé hún ánægð. „Ég hef áður verið fyrst. Ég vill allavega ekki vera sú síðasta og ég vil komast á það stig að það sé engin sem verður fyrst. Ég tek hatt minn ofan fyrir öllum þeim konum sem komu á undan mér. Ef ég get verið fyrirmynd og hjálpað að opna dyr fyrir aðrar konur eða stelpur þá væri það gríðarlegt afrek fyrir mig.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Raiders brýtur blað í sögunni en félagið gerði það einnig árið 1989 og svo árið 1997. Art Shell var ráðinn aðalþjálfari Raiders árið 1989 en hann varð þá fyrsti svarti maðurinn til að gegna starfi aðalþjálfara liðs í NFL-deildinni. Árið 1997 var Amy Trask ráðin framkvæmdastjóri félagsins en hún varð þar með fyrsta konan til að gegna því starfi. Nú, árið 2022, er komið að Morgan. Hún sagðist vita að NFL væri karllægur vinnustaður „en við þurfum að halda áfram að brjóta niður veggi.“ Sandra Douglass Morgan is breaking barriers as the first Black woman president in NFL history. pic.twitter.com/sBV9c4c6R2— NFL (@NFL) July 7, 2022 Mark Davis, eigandi Las Vegas Raiders, sagði að frá því hann hefði fyrst hitt Morgan þá vissi hann að þarna væri einstaklega öflugur einstaklingur á ferð. „Við erum heppin að hafa hana við stjórnvölin,“ sagði Davis um ráðningu Morgan. Las Vegas Raiders endaði í 5. sæti AFC-deildarinnar á síðustu leiktíð með 10 sigra og 7 sigra. Raiders tapaði svo fyrir Cincinnati Bengals í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Tímamót Bandaríkin Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira