Sandra Douglass Morgan sú fyrsta í sögunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2022 22:30 Sandra Douglass Morgan er forseti Las Vegas Raiders. NFL Sandra Douglass Morgan skráði sig á spjöld sögunnar er hún varð fyrsta svarta konan til að gegna stöðu forseta hjá NFL-liði. Las Vegas Raiders réð Söndru Douglass Morgan í stöðu forseta en frá þessu var greint í öllum helstu fjölmiðlum vestanhafs. Hún segir að ef hún geti verið fyrirmynd fyrir aðrar konur eða stelpur þá sé hún ánægð. „Ég hef áður verið fyrst. Ég vill allavega ekki vera sú síðasta og ég vil komast á það stig að það sé engin sem verður fyrst. Ég tek hatt minn ofan fyrir öllum þeim konum sem komu á undan mér. Ef ég get verið fyrirmynd og hjálpað að opna dyr fyrir aðrar konur eða stelpur þá væri það gríðarlegt afrek fyrir mig.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Raiders brýtur blað í sögunni en félagið gerði það einnig árið 1989 og svo árið 1997. Art Shell var ráðinn aðalþjálfari Raiders árið 1989 en hann varð þá fyrsti svarti maðurinn til að gegna starfi aðalþjálfara liðs í NFL-deildinni. Árið 1997 var Amy Trask ráðin framkvæmdastjóri félagsins en hún varð þar með fyrsta konan til að gegna því starfi. Nú, árið 2022, er komið að Morgan. Hún sagðist vita að NFL væri karllægur vinnustaður „en við þurfum að halda áfram að brjóta niður veggi.“ Sandra Douglass Morgan is breaking barriers as the first Black woman president in NFL history. pic.twitter.com/sBV9c4c6R2— NFL (@NFL) July 7, 2022 Mark Davis, eigandi Las Vegas Raiders, sagði að frá því hann hefði fyrst hitt Morgan þá vissi hann að þarna væri einstaklega öflugur einstaklingur á ferð. „Við erum heppin að hafa hana við stjórnvölin,“ sagði Davis um ráðningu Morgan. Las Vegas Raiders endaði í 5. sæti AFC-deildarinnar á síðustu leiktíð með 10 sigra og 7 sigra. Raiders tapaði svo fyrir Cincinnati Bengals í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Tímamót Bandaríkin Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Sjá meira
Las Vegas Raiders réð Söndru Douglass Morgan í stöðu forseta en frá þessu var greint í öllum helstu fjölmiðlum vestanhafs. Hún segir að ef hún geti verið fyrirmynd fyrir aðrar konur eða stelpur þá sé hún ánægð. „Ég hef áður verið fyrst. Ég vill allavega ekki vera sú síðasta og ég vil komast á það stig að það sé engin sem verður fyrst. Ég tek hatt minn ofan fyrir öllum þeim konum sem komu á undan mér. Ef ég get verið fyrirmynd og hjálpað að opna dyr fyrir aðrar konur eða stelpur þá væri það gríðarlegt afrek fyrir mig.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Raiders brýtur blað í sögunni en félagið gerði það einnig árið 1989 og svo árið 1997. Art Shell var ráðinn aðalþjálfari Raiders árið 1989 en hann varð þá fyrsti svarti maðurinn til að gegna starfi aðalþjálfara liðs í NFL-deildinni. Árið 1997 var Amy Trask ráðin framkvæmdastjóri félagsins en hún varð þar með fyrsta konan til að gegna því starfi. Nú, árið 2022, er komið að Morgan. Hún sagðist vita að NFL væri karllægur vinnustaður „en við þurfum að halda áfram að brjóta niður veggi.“ Sandra Douglass Morgan is breaking barriers as the first Black woman president in NFL history. pic.twitter.com/sBV9c4c6R2— NFL (@NFL) July 7, 2022 Mark Davis, eigandi Las Vegas Raiders, sagði að frá því hann hefði fyrst hitt Morgan þá vissi hann að þarna væri einstaklega öflugur einstaklingur á ferð. „Við erum heppin að hafa hana við stjórnvölin,“ sagði Davis um ráðningu Morgan. Las Vegas Raiders endaði í 5. sæti AFC-deildarinnar á síðustu leiktíð með 10 sigra og 7 sigra. Raiders tapaði svo fyrir Cincinnati Bengals í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Tímamót Bandaríkin Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Sjá meira