Íhugaði að gera aðra skotárás í öðrum bæ Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2022 22:44 Robert E. Crimo mætti í dómsal í gegnum fjarfundarbúnað í dag og var beiðni hans um lausn gegn tryggingu hafnað. Ap Robert E. Crimo, sem hefur játað við yfirheyrslur að skjóta sjö manns til bana á skrúðgöngu í Highland Park á mánudaginn, íhugaði alvarlega að gera aðra skotárás í öðru ríki. Hann var vopnaður og með tuga skota en hætti við. Higland Park er úthverfi Chicago í Illinois en eftir árásina dulbjó Crimo sig sem konu og flúði meðal almennings. Hann skildi hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni Smith & Wesson M&P15 eftir á þakinu sem hann hóf skothríðina en var með annan sambærilegan riffil í bíl sínum og um sextíu skot. Frá þakinu skaut Crimo 83 skotum en auk þeirra sjö sem dóu eru rúmlega þrjátíu sagðir hafa særst og þar af eru einhverjir enn í alvarlegu ástandi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Játar og á yfir höfði sér lífstíðardóm Lögreglan segir mögulegt að fjöldi látinna muni hækka og þykir sömuleiðis líklegt að Crimo standi frammi fyrir fleiri ákærum. Meðal annars hafa saksóknarar sagt að hann verði ákærður fyrir morðtilraunir og árásir vegna allra þeirra sem særðust eða slösuðust. „Það eru mun, mun fleiri ákærur á leiðinni,“ hefur AP eftir Eric Rinehart, saksóknara í Lake-sýslu. Kom að öðrum viðburði og íhugaði árás Lögreglan segir Crimo hafa keyrt til Wisconsin eftir árásina í Highland Park og þar hafi hann íhugað að gera aðra skotárás á viðburð sem verið var að halda í bænum Middleton vegna þjóðhátíðardags Bandaríkjanna. Talsmaður lögreglunnar segir Crimo hafa viðurkennt að hann hefði „íhugað það alvarlega“ en hætt við þar sem hann hefði ekkert getað undirbúið sig. Hann sneri því aftur til Illinois þar sem lögregluþjónn sá hann og var Crimo handtekinn eftir stutta eftirför. Í gær sagðist lögmaður ætla að verja Crimo og að hann myndi lýsa yfir sakleysi sínu. Sá lögmaður hætti þó við í dag og var Crimo útvegaður verjandi. Eins og áður segir hefur lögreglan gefið út að Crimo hafi játað brot sín við yfirheyrslu. Hótaði að „drepa alla“ Crimo átti fimm skotvopn og hafði hann keypt þau með löglegum hætti á undanförnu ári. Spurningar eru uppi um hvernig það megi vera, miðað við það að árið 2019 voru lögregluþjónar kallaðir að heimil Crimo og foreldra hans eftir að fjölskyldumeðlimur hringdi á lögregluna. Sá sagði Crimo hafa hótað því að „drepa alla“. Lögregluþjónar gerðu sextán hnífa upptæka, auk eins rýtings og sverðs. Hann er ekki talinn hafa átt skotvopn á þeim tíma en þetta var í september 2019. Fyrr sama ár voru lögregluþjónar kallaðir til vegna sjálfsvígstilraunar Crimo. Það var svo í desember 2019 sem Crimo sótti um skotvopnaleyfi, með stuðningi föður síns. Lögreglan segir að á þeim tíma hafi ekki þótt tilefni til að hafna umsókninni. Þetta er eitt af nokkrum tilfellum þar sem ungir menn sem sýndu skýr ummerki vandræða með geðheilsu, gátu keypt sér riffla og framið fjöldamorð í Bandaríkjunum. Rinehart segir að vel komi til greina að ákæra foreldra Crimo en það muni velta á framgangi rannsóknar lögreglunnar. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var. Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins ABC7 Chicago um þá sem dóu í árásinni. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Búið að handtaka árásarmanninn Lögregluþjónar í Highland Park, úthverfi Chicago í Bandaríkjunum, hafa handtekið manninn sem hóf skothríð á skrúðgöngu í bænum í dag. Maðurinn skaut minnst sex til bana og særði 24. 4. júlí 2022 23:50 Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Higland Park er úthverfi Chicago í Illinois en eftir árásina dulbjó Crimo sig sem konu og flúði meðal almennings. Hann skildi hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni Smith & Wesson M&P15 eftir á þakinu sem hann hóf skothríðina en var með annan sambærilegan riffil í bíl sínum og um sextíu skot. Frá þakinu skaut Crimo 83 skotum en auk þeirra sjö sem dóu eru rúmlega þrjátíu sagðir hafa særst og þar af eru einhverjir enn í alvarlegu ástandi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Játar og á yfir höfði sér lífstíðardóm Lögreglan segir mögulegt að fjöldi látinna muni hækka og þykir sömuleiðis líklegt að Crimo standi frammi fyrir fleiri ákærum. Meðal annars hafa saksóknarar sagt að hann verði ákærður fyrir morðtilraunir og árásir vegna allra þeirra sem særðust eða slösuðust. „Það eru mun, mun fleiri ákærur á leiðinni,“ hefur AP eftir Eric Rinehart, saksóknara í Lake-sýslu. Kom að öðrum viðburði og íhugaði árás Lögreglan segir Crimo hafa keyrt til Wisconsin eftir árásina í Highland Park og þar hafi hann íhugað að gera aðra skotárás á viðburð sem verið var að halda í bænum Middleton vegna þjóðhátíðardags Bandaríkjanna. Talsmaður lögreglunnar segir Crimo hafa viðurkennt að hann hefði „íhugað það alvarlega“ en hætt við þar sem hann hefði ekkert getað undirbúið sig. Hann sneri því aftur til Illinois þar sem lögregluþjónn sá hann og var Crimo handtekinn eftir stutta eftirför. Í gær sagðist lögmaður ætla að verja Crimo og að hann myndi lýsa yfir sakleysi sínu. Sá lögmaður hætti þó við í dag og var Crimo útvegaður verjandi. Eins og áður segir hefur lögreglan gefið út að Crimo hafi játað brot sín við yfirheyrslu. Hótaði að „drepa alla“ Crimo átti fimm skotvopn og hafði hann keypt þau með löglegum hætti á undanförnu ári. Spurningar eru uppi um hvernig það megi vera, miðað við það að árið 2019 voru lögregluþjónar kallaðir að heimil Crimo og foreldra hans eftir að fjölskyldumeðlimur hringdi á lögregluna. Sá sagði Crimo hafa hótað því að „drepa alla“. Lögregluþjónar gerðu sextán hnífa upptæka, auk eins rýtings og sverðs. Hann er ekki talinn hafa átt skotvopn á þeim tíma en þetta var í september 2019. Fyrr sama ár voru lögregluþjónar kallaðir til vegna sjálfsvígstilraunar Crimo. Það var svo í desember 2019 sem Crimo sótti um skotvopnaleyfi, með stuðningi föður síns. Lögreglan segir að á þeim tíma hafi ekki þótt tilefni til að hafna umsókninni. Þetta er eitt af nokkrum tilfellum þar sem ungir menn sem sýndu skýr ummerki vandræða með geðheilsu, gátu keypt sér riffla og framið fjöldamorð í Bandaríkjunum. Rinehart segir að vel komi til greina að ákæra foreldra Crimo en það muni velta á framgangi rannsóknar lögreglunnar. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var. Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins ABC7 Chicago um þá sem dóu í árásinni.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Búið að handtaka árásarmanninn Lögregluþjónar í Highland Park, úthverfi Chicago í Bandaríkjunum, hafa handtekið manninn sem hóf skothríð á skrúðgöngu í bænum í dag. Maðurinn skaut minnst sex til bana og særði 24. 4. júlí 2022 23:50 Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Búið að handtaka árásarmanninn Lögregluþjónar í Highland Park, úthverfi Chicago í Bandaríkjunum, hafa handtekið manninn sem hóf skothríð á skrúðgöngu í bænum í dag. Maðurinn skaut minnst sex til bana og særði 24. 4. júlí 2022 23:50
Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent