Geta ekki útlendingar lært íslensku? Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar 2. júlí 2022 07:01 Áslaug Arna og Eiríkur Rögnvaldsson stönguðust hornum nýlega um auglýsingu frá hinu opinbera varðandi þess efnis að hún mestmegnis var á ensku og íslenska útgáfan skrifuð í molum. Var að auglýsa starf fyrir tölfræðing og að mati Áslaugar var engin þörf fyrir íslenskukunnáttu þ.s. starfið faldist í ,,tölum en ekki tungumálanotkun." Tók hún einnig fram að með því að heimta íslenskukunnáttu væri verið að útskúfa hinum 50.000 erlendis ríkisborgurum á Íslandi frá störfum í hinu opinbera. Eiríkur svaraði þessu með að einungis væri að ræða um hreint ,,pólitíkusar svar" þ.s. hún svaraði ekki um lögbrot að hans mati og vísaði til ,,61/2011 umstöðu íslenskrar tungu og táknmáls. " Þetta mál birtist mér einsog hjá mörgum öðrum landsmönnum í fréttaveitum landsins og vakti ýmsar tilfinningar hjá ýmsu fólki. Hjá sumum landsmönnum vakti það reiði, hjá öðrum sorg en aðrir brúkuðu engar tilfiningar til þess háttar hugsunar og gekku til dags síns bundnir hversdagsleikanum hugsandi ,,ekki mitt vandamál." Sumir langdvala erlendis ríkisborgarar höfðu svipuð viðbrögð: Hjá sumum vaknaði reiði, öðrum sorg eða afskiptaleysi þ.s. þetta hljómaði einsog hversdags hjal í eyrum einstaklings sem hugsar ,,ekki mitt mál." Þegar fréttin blasti við mér með aðra grein um bakslag íslenskrar tungu þá kíkti ég á hana forvitninnar vegna þó að slíkt var mér fyrir löngu hætt að vera frétt. Skrollandi niður greinina áður en ég las hana stangaðist í augun mín ,,Would you like to work for the government?"( Viltu vera ríkisstarfsmaður?) Og vissi þá að tungumála hrörnunin sem ég hafði séð svo lengi á vinnumarkaðnum í hinum fjölbreyttu störfum landsins hafði loks sígst inn til ríkistjórnarinnar. En slíkt gat ekki gert mig hissa þ.s. ríkið, þ.e. þjóðin, speglar það sem stjórnmálamenn okkar hugsa og gera og íslenskuleysi á vinnumarkaði er athæfi lagaleysis og stjórnleysis þeirra. Áslaug Arna með athugasemd sína um starf tölfræðingsins og Eiríkur Rögnvaldsson með nýju bók sína ,,Alls konar íslenska" eru bæði aðdráttarafl í því sem varðar þróun mála gagnvart íslensku einsog er. Áslaug Arna að sínu mati reynir að vera hagsýn gagnvart starfi tölfræðingsins og skellir syndina á íslenskuna með að gefa í skyn að hún haldi hinum 50.000 erlendis ríkisborgurum til baka í skefjum og er sem einbert kúgunar tól. Eiríkur Rögnvaldsson með sína nýju bók ,,Alls konar Íslenska" talar um léttleika í máli og frjálslynda tungumálanotkun. Slík tungumálanotkun er brúkuð milli manna dags daglega og þarf ekki mikla kennslu en þar er ýjað á vana margra landsmanna að leiðrétta í slíkt tal að óþörfu. Ekki þarf þó að taka til mála að gott mál er einkum notað við réttar aðstæður í flestum tungumálum og er íslenska engin undantekning í því, með ensku sér við hlið. Gott dæmi væri á ensku með dags daglegu setninguna ,,How ya'll/youse doin'?" Og hið formlega ,,How are you all doing?" Bæði eru útlagt sem ,,Hvað segið þið gott?" Sem í dags daglega máli okkar væri ,,Hva' seiji'ði gott?" Einnig á spænsku hið formlega ,,¿Para mi? Eða hið óformlega ,,¿Pa' mi?" Sem þýða bæði ,,Fyrir mig?" sem í dags daglegu máli landsmanna hljómar oftast sem ,,Fyri'mig?" Dæmin eru endalaus og snúast sem jörðin um eyru mannana en eru gott dæmi um formlegt og óformlegt mál sem er brúkað á sitthvoru sviðum hins daglega lífs. Hefur Eiríkur helgað sér að brúa einhverjar brýr á milli slíkra mála og hefur lítið að gera með íslensku sem tungumál en tungumál almennt eða er til vakningar að tungumál í ræðu er ekki hið sama og í kaffitíma. Að dómi margra er þó slík umræða áfram haldandi þróun eða hnignun á málum einsog er gagnvart íslenskunni eða uppgjör íslensku málfræðings, hver dæmir sinn dóm í því. Orðin, þótt minni séu hjá Áslaugu Örnu í garð íslenskunnar spegla djúpstætt viðhorf margra íslendinga til erlenda ríkisborgara þ.s. hún segir ,,Á Íslandi séu yfir 50 þúsund erlendir ríkisborgarar. „Og ég skil ekki af hverju þau eiga ekki að hafa aðgengi að störfum hjá hinu opinbera,“ Í þessari frásögn sinni uppvísir hún ekki einungis um eigin fordóma gagnvart erlendu fólki sem starfar á Íslandi en fordóma þjóðarinnar yfir höfuð. Fyrir marga landsmenn er það nýjung að erlendis ríkisborgarar tali ríkismál landsins og þeim að ósekju hefur verið borað í höfuð á ungdóms árum að íslenskan væri ótrúlega erfitt mál og nánast ólæranleg. Er þetta viðhorf innbyggt í þjóðinni og heyrt getur maður ungmenni sagt að ,,íslenskan er erfiðasta tungumálið í heimi." Sem er hjákátlegt svar í sér sjálfu þ.s. fyrst og fremst skiftir máli hvaða tungumál hver einstaklingur talar. Eru þessu viðhorf íslendinga tekin oftar sem sagt af enskumælandi fólki, einkum bandarísku sem er oftast í minni samskiftum við önnur tungumál í sínu víðstóra landi en við gengur í Evrópu. Bretinn á sinn hátt er einangraður á sinni eyju og gegnum sitt tungumál sem er litið á sem ,,heimsmál" að þeirra hálfu og önnur tungumál eru einungis val eða gamm lært af forvitni. Hissa verða margir enskumælandi á ,,tungumálakunnáttu" norðurlandabúa og skilja ekki hvernig þeir geta talað ,,reiprennandi ensku." Er spurningunni létt svarað með viðhorf fólks til veðráttu á norðurlöndunum og peninga eign manna á þeim slóðum að flestir hafa sjónvarp, tölvuleikjarstöð og eyða miklum tíma inni hjá sér heima og þar af horfa á mikið enskt efni(þ.s. einungis er talsett.) Og spila enskumælandi tölvuleiki, þetta allt frá ungaaldri býr til form óeðlilegs-tvítyngis(tungan er ekki lærð af foreldrum og töluð sem móðurmál.) sem er ekki fullkomið á neinn hátt og speglar oft þær kvikmyndir og sjónvarpsefni sem þeir sömu einstaklingar hafa horft á. Þá segja margir enskumælandi að ,,norðurlandamálin eru svo frábrugðin(er finnska ekki talin með), einkum íslenskan að þetta er ótrúlegt." Hægt er að svara þessu svo að þessi tungumál eru fyrst og fremst náskyld. Enska er vestur germanskt tungumál með þýsku, hollensku, frísnesku og skosku( sumir telja skoska-ensku sér tungumál.). Íslenska er norður germanskt tungumál með norsku, færeysku, sænsku, dönsku og elfdælsku( áður talin sænsk mállýska.) Og eru þessi mál af sömu rót sprotin með forn germönsku sem upprunan sinn þegar eitt hið sama mál var talað milli ættbálka germana. Hægt væri að tala um áhrifin sem þessi mál hafa haft á hvort annað gegnum aldirnar og séð tengslin þar en einkum gegnum ,,ómenguð" stofn-orð. Þegar talað er um norðurlandamálin er íslenska talin mest frábrugðin ensku en ef litið er vel að er íslenskan ef til vill líkast henni með stofn-orðin sín þ.s. líkindi við hin norðurlanda málin eru tengd við latnesku skotnu orðin úr ensku. Ef litið er til að ,,hafa" á hinum norðurlandamálunum er ,,har" víðast sagt en íslenska orðið svipar enn meir til enskunnar ,,have". Hið mest áberandi en þó ei hið augljósasta er ,,th" hljóðið í ensku sem er einnig í íslensku sem ,,þ" og ,,ð" en er ei til staðar í hinum norðurlandamálunum(nema elfdælsku). Einstaklingar flestir í heiminum vita ekkert um þessi tengsl og vita ekki að enska er í neinnri tungumálafjölskyldu hvað þá germanskt og meira að segja enskumælendur sjálfir eru oftast óvísir um þetta efni þ.s. orðið ,,germanskt" vekur frekar mynd um eitthvað þýskt(german) og tungumálum sem líkjast því s.s. norðurlandamálin. Erlendir aðilar sem koma til Íslands eru flestir þess háttar hugar og líta á íslensku sem stakmál þó að oftast eru þeir vísir um íslensku sem náskylt norðurlandamálunum og kjánaleg orð s.s. ,,víkinga mál" eru borin framm þótt að Eistar fóru sjálfir á víking í fornöld með sitt óskylda úralska mál. En skyldleikar við ensku eru sjaldan þekktir af erlendu ríkisborgurunum og einnig íslendingum sjálfum sem líta á ensku sem fullkomlega ,,óbeyganlegt mál" frálítandi því að öll fornöfn í ensku eru beygð ,,I/me" ,,he/him", ,,her/she", ,,we/us", og ,,they/them" og meðan á því er gengið er gott að nefna að einungis eignarfallið er notað í spænsku í fyrstu persónu ,,mi/mio" en hin fornöfnin eru óbeygð nema að ,,de" er sett fyrir framan þau sem tákna eignarfallið. Tungumálakunnátta útlendinga er oft dæmd frá viðhorfi landsmanna( einsog áður sagt) frá fordæmdum hugsunum þeirra um tungumála getu enskumælandi. Engin furða er á þessum fordómum landsmanna þ.s. Ísland er eyja í vesturevrópu þ.s. flest tungumál beygjast einungis í sögnum og fornöfnum og öll önnur föll hafa dáið út, en aðeins lengra á bauginn í austur evrópu finnst og þrífst sama beygingarkerfið og viðgengst hér á landi og oftast með fleiri fallbeyingar. Ber þó að nefna oftast án tiltekin greinir sem er ríkjandi í íslenskunni. Landsmenn halda þó enn í sína hjátrú um hið ,,gullna mál" sem er erfitt að ná eða finna einsog fjagralaufa smára eða gull lampa Aladíns. Tungumálageta kemur aðeins frá því að ,,speak-a" svo að ,,prata", eftir á að ,,tosa" þar til að maður byrjar að ,,tala." Þ.e. segja að getan kemur frá því að gera, að tala kemur frá því að skylja og að skylja kemur frá því að læra og hringsólast það þannig að sá lærir sem einungis talar og talar. Snýst þetta aftur til Áslaugu Örnu að með að segja að 50.000 starfsmenn sem eru erlendir ríkisborgarar eru útilokaðir frá hinu opinbera þ.s. þeir tala ekki íslensku ,,að hennar sögn" þá fordæmir hún alla þá 50.000 erlenda ríkisborgara að vera mállausa í íslensku eða frá því að hafa þá fyrir hugsun að þau tali ekki íslensku einungis út frá því að þau eru erlend og ekki íslensk. Ekki gerandi sér grein fyrir því að einstaklingur þarf ekki að vera íslenskur t.þ. að tala íslensku eða t.þ. að hafa lært hana. Að bestu getu frá að dæma væri Áslaug Arna sú manneskja sem myndi svara erlendum starfsmanni á ensku þótt að hann talaði við hana á íslensku eða hrósa slíkum manni með barnalegu hrósi s.s. ,,vel gert", ,,gott hjá þér" og ,,að sjá þig." Virðist vera frá hennar sjónarhorni að dæma að til þess að tala íslensku verðurðu að vera Íslendingur. Reynslan mín eftir að hafa verið með fasta búsetu í Bandaríkjunum frá árinu 2005- 2014 og að hafa komið til baka til landsins í þeirri von að aðlagast heimalandi mínu og tungumáli(sem ég hætti aldrei að tala) á ný var örðuglegt að fyrstu þ.s. á allskyns vinnustöðum sem ég starfaði var ,,bjagmælt enska" ríkjandi og þeir starfsmenn sem töluðu slíka "ensku" höfðu flestir búið í áratug á Íslandi og vægt til orða tekið var íslenskan þeim ,,tilgangslaus og andstyggileg" að þeirra eigin sögn. Var ég vel var við eintyngda spænskumælendi innflytjendur í Bandaríkjunum við dvöl mína þar en þeir eru í allt öðruvísi stöðu en Shengen innflytjendur Íslands og oftast kennnutölulausir og þar af réttindalausir sem er þveröfugt við flesta innlytjendur þjóðar vorar sem eru flestir tvítyngdir og þrítyngdir. Menn eru einnig með miklu meiri réttindi( og réttindi yfir höfuð) til að fara í námskeið eftir vinnu og eru flestir með bíl. Ég á mínum fyrstu árum var í spænskunámskeiði og fór þar eftir erfiða daga í vinnunni bíllaus í gegnum strætó og er altalandi á spænsku einsog er og hef aldrei búið í spænskumælandi landi. Pólverjar, Litháar og Fillippseyjamenn(og allir aðrir aðfluttir íslendingar einsog það er kallað) búa á Íslandi og hafa þau réttindi kleyft að þeir geta lært íslensku. En engin er viljinn ef neins staðar er töluð íslenska. Ég hef heyrt hjákátlega dóma eins Pólsks drengs um Ísland og Íslendinga eftir rúmmlega 5 mánaða dvöl hans á landinu og sagði hann að ,,Enska er aðal málið á Íslandi og að allir landsmenn eru latir." Ég gat einungis brosið við slíkri fá sinnu og fá viti og gaf það einungis í skyn að ástæður væru eins og þær væru fyrir því afhverju að eitt eða annað byggingsrsvæði höfðu enga Íslenska verkamenn. Eftir núna rúmmlega 8 ára dvöl mína á Íslandi get ég sagt að vinnumarkaður Íslands er einsog stór skóli í frímínútum og hver krakki er eitt fyrirtæki eða verkstjóri. Ef einn krakki er leiðinlegur við krakkana í kring eða við vini sína þá láta aðrir krakkar hann í friði og halda sig í fjarlægð og sá krakki verður einn og útundan og engin vill vera í liði með honum. Segjum svo að aðrir krakkar sem eru óþekktir skólanum og öðrum krökkum þar koma til sama skólans og í sömu frímínútur þá hugsa þeir ekkert um hver þessi eini krakki er og fara með honum í lið og leika við hann, þar til að þau fatta einsog hin að hann er ekki skemmtileg mannvera og láta hann í friði og með komu nýs hóps af krökkum heldur þetta áfram. Sama er með Íslenska vinnumarkaðinn, eitt fyrirtæki eða yfirmaður stendur án Íslenskra starfsmanna og eru ástæðurnar þær að annaðhvort er fyrirtækið komið með slæmt mannorð(þ.s. Ísland er lítið land og ástæðurnar létt skildar) eða að svipuð fyrirtæki(meira enn eitt) eru með slæmt mannorð. Við komu mína heim var ég með Bandaríska hugarfarið um að ,,vinna væri bara vinna" og þar af tekur maður hvaða starf sem er. Andlegi skaðinn sem slíkt hugarfar getur leitt menn í er misjafnt þ.s. ,,vinna er ekki bara vinna." Vondur eða slæmur vinnustaður getur farið illa með marga karla og konur og afleiðingarnar dugað þeim í mörg ár, ef ekki ævilangt. Þeir sem komast aldrei á leiðinlegt starf á lífs leiðinni lifa í forréttinda heimi hugar síns og eru að besta lagi ,,heppnir" þótt að starfið gæti verið krefjandi, þrátt fyrir það eru þeir í vissri ,,búbblu" og bergmála ,,vinna er bara vinna" og eru pabbastrákar og pabbastelpur líkust til þess að lifa í þessari búbblu þ.s. eftir er ævinn, aldrei skiljandi neinn nema sjálfan sig. Útlenskir starfsmenn eru þar með undir mestri hættu við slíkt þ.s. þeir taka fyrsta starfið sem gefst þeim og læra svo á landið, vinnu- og leigumarkað hægt og bítandi. Myndi ég ráðleggja hverjum útlendingi sem tekur sér til að starfa á Íslandi að spurja hvort að íslenska sé töluð á vinnustaðnum í viðtalinu og ef því er svarað neitandi þá getur hann gert sér hugmynd um hverskonar starf þetta mun verða, ekki væri það starf af góðu gerðinni vægt til orða tekið. Flestir spyrlar í viðtali munu þó halda að íslenska gæti verið fælandi og svarað neitandi, þá þarf frekar að spurja ,,Starfa íslendingar hér?" Og ef því er svarað neitandi þá er spurt ,,Er þó töluð íslenska hér?"(og gá að hvernig spyrillinn svarar). Annað þó er að flestir( já, flestir) atvinnurekendur(sem eru íslenskir) vilja ekki að starfsmenn þeirra læri íslensku og fari svo í eitthvað betra starf. Þeir vilja hafa þá mállausa( einnig ef þeir tala bara ensku), ekki skiljandi þegar þeir tala um þá í einkaræðum á íslensku fyrir framan þá, og gera þá minna líklega t.þ. að fara til önnur fyrirtæki þ.s. tækifærin eru fá við tungumálaleysið. Enskan hjá þeim verður aldrei góð þ.s. hún er ekki móðurmál landsmanna og þeir veltast í sama sora fyrirtæki og verknaði þar til þeir láta til skarar skríða og læra íslensku og taka við þeim tækifærum sem bjóðast þá. Hitt þó er að í öllum eldri en 25(eða þrítugt) er innbyggð sú hugsun að einungis Íslendingar tala íslensku og þar af munu margir vinnuráðendur sjá nöfnin Pawel, Marchin, Juan( sem eru ekki íslendingar af erlendu bergi brotnir) og sjá að við tungumálakunnáttu stendur: Íslenska. Þeir munu margir þó hugsa ,,Hann talar þó ekki góða íslensku þ.s. hann er útlenskur" og ráða einhvern Íslenskan í staðinn. Þrjú af yngri systkinum mínum nema eitt voru flest mállaus í íslensku þegar þau fluttu til landsins einungis brúkandi sína Bandaríska ensku sem er flestum torskild og hljómar ekki einsog í bíó ef svo má til orða taka. Þau lærðu þó á eigin spýtum íslensku í vinnunni(þ.s. þau störfuðu í þjónustu.). Hitt var þó þegar tvö af þeim vildu fara í íslensku námskeið var því hafnað af fyrirtækinu eða atvinnurekenda þ.s. þau ,,töluðu nóg og mikla íslensku." Hið síðasta varðandi upplifun mína á heimaslóðum er að flestir erlendis ríkisborgarar hafa skipað mér í vinnunni að tala ensku. Eitt dæmi var í byggingarvinnu þ.s. ég var að tala ensku og að sinna starfinu með einum Litháa og samskipti okkar fór gegnum það mál nema frá vanþekkingu sinni á ensku sem hann trúði að hann talaði þá reiddist hann og ávítaði mig fyrir að tala ,,amerísku" og sagði á "ensku": ,,This is Iceland we don't speak American!" Ég svaraði í sömu mynt jafnóðan ,,Your right, this is Iceland and we speak Icelandic." Hann glottaði bara við þessu og sinnti ekki svarinu. Fannst mér hegðun hans sýna einhverskonar minnimáttarkennd gagnvart enskunni. Mér fannst örðugt að skilja hvernig karlinn gat hugsað þannig þ.s. hann bjó á Íslandi en ekki Bretlandi. Hann talaði einnig enga íslensku eftir 10 ár dvöl sína hér á landi og ég tek framm enskan var hrykarleg en svo fattaði ég eitt: Allt vinnusvæðið var Lithaískt og Pólskt og/eða afbrigði af rússnesku og ensku töluð manna á milli og ég hugsaði ,,þegar þessir menn fara heim þá er fjölskyldan eða vinir samlandar þeirra og íslenska er ólifandi tungumál í þeirra máls og tilveru heimi. Íslenska heyrist rétt á götum en ekkert svo þ.s. landsmenn eru gangandi í miðbæ eða í verslunar kjörnum en samt ekkert svo. Flestir landsmenn keyra og þá á endanum verða einu Íslendingar sem þessir karlar og konur hitta nokkrir verkamenn á sama vinnusvæði frá öðru fyrirtæki eða verkstjórinn eða fullur Íslendingur í miðbæ. Byrjaði ég sjálfur að upplifa þetta þ.s. einungis enska er oftast töluð í búðum( oftast skipar erlenda starfólkið manni að tala "ensku") og vinnu svæðið var oftast einungis enskt eða meiri partinn enskt og þegar ég kom heim talaði ég við systkinin mín á ensku og við eiginkonu mína á öðru máli. Chromecast tengir mann við sjónvarpsveitur, youtube eða hvað sem er og lítið sem ekkert íslenskt efni er að finna og ef maður fer á Rúv og sýnt er kvikmyndir eða heimildarmyndir eru þær nánast allar á ensku og ekki talsettar(nema nýlega nokkrar BBC heimildarmyndir). Íslenskur texti er til staðar en stæðsti partur máls er að heyra það talað en ekki að sjá það. Er skrifuð íslenska einnig fjarri augum fólks og af því sem virðist falin af ferðamannaiðnaðinum. En einungis skrifað mál samsvarar dauðu máli þ.s. nóg er af latínu í dómshúsum og merkilegum byggingum heims. Íslenska gæti nánast þá ekki verið til. Fannst mér erfitt að aðlagast íslensku samfélagi fyrst og ég hugsaði ,,Ef mér finnst það erfitt og tala þjóðtunguna hvernig væri þá þetta fyrir mállausa innflytjendann?" Erlendir starfsmenn, einnig Pólverjar sjá þetta ekki eins vel og við sem tölum ekki pólsku þ.s. mörg af þeim tala pólsku liðlangan daginn og aðeins á ensku við viðskiftavini og nokkra íslenska samstarfsmenn. Þegar allt þetta er nefnt og kallað framm til atvinnurekendur, stór fyrirtæki eða sjálfstæð fyrirtæki þá segja þau öll hið sama ,,Það er ekki hægt að ráða Íslendinga í vinnu!", ,,Íslendingar eru latir!" og sumir ,,Ég ræð útlendinga og þeir kvarta ekkert. Íslendingurinn er alltaf að kvarta um þetta og hitt. Útlendingurinn kvartar ekkert, bara gerir!" Fyrst og fremst er slíkt tal andstyggilegt og væri augljóslega svo ef við myndum skifta orðið íslendingur fyrir blökkuman og um væri að ræða blökkumann að tala um aðra blökkumenn: ,,Það er ekki hægt að fá blökkumenn í vinnu!", ,,blökkumenn eru latir!", ,,Ég ræð útlendinga og þeir kvarta ekkert. Blökkumaðurinn er alltaf að kvarta um þetta og hitt. Útlendingurinn kvartar ekkert, bara gerir!" Gef ég það fram að slík andstyggileg orðræða er algeng í Bandaríkjunum hjá atvinnurekendum, sem myndu frekar ráða Rómanskan Ameríkana en Bandaríkjamann og segja þetta hið sama, og aðrir blökkumenn segja þetta um eigin húðlitabræður sína en þetta er augljóslega séð innbyrgð kynþáttarhyggja þótt að hún skáist á eigin landsmenn. Ef að Íslendingar eru ekki að starfa hjá fyrirtæki þessra manna sem segja slíkt þá er ástæða fyrir því þ.s. fyrirtæki slíkra manna er ekki gott og þeir vilja ekki hafa starfsmenn að starfa hjá sér en þræla. Hitt er líka það að ríkið ber það fram að það vill hafa helling af ótalandi útlendingum í skíta störfum t.þ. að vinna og starfa sem hljóðar maskínur sem aðlagast aldrei en starfa bara og atvinnurekendurnir spegla það þ.s. Ísland er lítið land og þessir karlar og stjórnmálamenn landsins gætu ef til vill verið skyldir. Það hentar þessum mönnum(atvinnurekendum) að fólkið kann ekki íslensku og það breytir voða litlu ef það lærir ensku á Íslandi þ.s. þau ná flest aldrei gott tak á henni þ.s. hún er ekki mál landsmanna. Þau ná frekar tök á ,,ís-ensku" sem er ekkert alvörunni tungumál og er íslensku skotin enska. Réttindin eiga að vera á málum flestra en það búa ekki allir tungumála talendur heims á Íslandi. Áður en tæknin getur það þá mun engin túlka Sjerósku( Cherokee, Tsa-la-gi) vinnuréttindabók fyrir þann eina eintyngda mann á því máli í sínu fyrirtæki( Flestir Sjerókar tala ensku nú til dags en margir tala einnig sjerósku.) eða á einhverju stakmáli frá Indlandi. Frálítandi þessum tungumálum þá bend ég á að þegar þessir áður nefndu starfsrekendur segja og einn frægur Íslenskur bensínstöðvarekandi sagði ,,Það talar engin íslensku því að Íslendingar fást ekki í þesss vinnu!" Þá er þessi sami maður að gefa í skyn að útlendingar ,,geta ekki" lært íslensku. Hnignun tungunar er raunsæileg staðreynd og er stjórnmálamönnum að kenna fyrir að ekki vernda málið einsog þeim ber. Öll tungumál eru vernduð, ríkismálin hjá risa þjóðum eru tryggð með lögum til þess að vera leiðandi mál þjóðar sinnar og er Ísland engin undantekning. Þótt að Bandaríkin er ekki með eina ,,þjóðtungu" skráða þá tryggja þeir með lögum að enskan verður þ.s. er kallað ,,de facto" mál og tryggð á öllum sviðum þjóðlífs. Þá verður að segja að ef ríkið styður ekki þjóðtunguna þá er tungumál þjóðarinnar í hættu. Góður forvari um framtíð þjóðarinnar ef sama hátterni er gengið til enda eru örlög norræna tungumálsins í Hjaltlandseyjum og Orkneyjum, tungumálið Norn. Líktist nefnt tungumál mest færeysku og norsku. Þetta tungumál dó út 1850 vegna auðsveipsháttar eyjaskeggja. Hjaltland og Orkneyjar urðu partur af Skotlandi og enskan dreyfðist þar hægt og rólega. Nútíma landsmenn á Íslandi finna sig undir sama þrýstingi(hægt en bítandi) og Hjaltlendingar forðum þar sem þjóðin er í Atlandshafsbandalaginu(NATO) sem hefur þörf á að allar þjóðir verða enskumælandi til að taka þátt í hernaðarstarfsemi þeirra. Eru örlög Vestur Íslendinga einig góð áminning um komandi örlög okkar ef við þegjum við steðjandi hættu eða göngum villigötu trúgirnis, ef svo má til orða taka. Einnig hegur mikið hefur verið talað um að íslenska má ekki vera notuð t.þ. að kúga eða að skipa fólki að tala íslensku, en ég í flestum vinnum á landinu(síðan ég kom heim) hef verið skipaður að tala ensku dags daglega og það í þessu eina landi þ.s. ég ætti að geta talað mál mitt, móðurmál mitt, tungumál afa og ömmu og forfeðra minna. Einsog Navahó maðurinn getur einungis talað navahósku( Dine Biizad) á sínu verndarsvæði( Rezervation), samleiðis ætti ég að geta talað íslensku í mínu landi þ.s. tungumálið á að vera verndað samkvæmt lögum íslenskum. Einnig samkvæmt íslenskum lögum eru flest fyrirtæki brotlegg í þeim efnum sem varðar tunguna: 1. gr. Þjóðtunga – opinbert mál. Íslenska er þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. 2. gr. Íslenskt mál. Þjóðtungan er sameiginlegt mál landsmanna. Stjórnvöld skulu tryggja að unnt verði að nota hana á öllum sviðum íslensks þjóðlífs. Allir sem eru búsettir hér á landi skulu eiga þess kost að læra og nota íslensku til almennrar þátttöku í íslensku þjóðlífi svo sem nánar er mælt fyrir um í sérlögum. Íslenskan er það sem bindir erlend fólk sem flytur til landsins okkar saman í samfélaginu okkar en ekki hrognakennd útgáfa af ensku, skiftir ekki máli hve vel sú útgáfa er töluð. Það eina sem er verið að fæða með þessari þróun er aðskylnaðarstefna þ.s. einungis Íslendingar sér meiga tala íslensku og haldið er útlendingunum utan við með ensku og það er það sem blasir við landsmönnum í dag, þetta er raunveruleikinn. Það þarf skipulögð lög um íslensku og tungumálastefnu sem ríkið vill fara eftir, því einsog hvernig gangurinn er nú gengin er þjóðin líkust stefnulausum báti í brimfullum sæ í þeim málefnum. Hef ég nokkur ŕað til handa: 1.Öllum erlendum starfsmönnum eftir 3 mánuði í starfi verða skráðir á íslenskunámskeið á kostnað fyrirtækis og verður tungumálanámskeið tengt starfi hvers mans. Úrsögn úr íslenskunámskeiði samsvarar uppsögn. 2.Verður íslenskuskylda á öllum starfssviðum nema fyrir starfsmenn sem koma og starfa tímabundið og hafa samning t.þ. að sýna upp á það eða eru háskólanemar með tímabundnavist. Er þetta einungis tillaga mín um svonefnt skipulag sem varðar tunguna en ríkið verður að gera skyldur sínar til þjóðtungu landsmanna skýr og einnig að gera skyldu sína gagnvart tungumálinu yfir höfuð. Ekki er einungis nóg að gera íslenska Alexa eða Sírí, það þarf að tryggja íslensku sem tungumál vinnumarkaðins. Er mér einnig umhugað þegar ég var eitt sinn í Bónus og ein kona um fimmtugt sem virtist vera Fillippeysk var að rífast við ungan svartan starfsmann á íslensku og hann svaraði henni með stælum á ensku ,,Why can't you just say it in english?"(Afhverju geturðu ekki bara sagt það á ensku?) Og hún svaraði á íslensku hátt ,,Ég tala ekki ensku!" Blökkumaðurinn sagði ,,Ó" við því og leit konan til mín og vonaðist t.þ. að ég myndi segja eitthvað en ég gekk framhjá henni, út úr búðinni og í vinnuna. Ég hugsaði eftir á að ég hefði átt að segja eitthvað þ.s. tungumálið er mér umhugarvert og leiddi þetta hug minn að því að réttindi erlendis ríkisborgara sem hafa lært íslensku og tala enga ensku eru minna metin en hjá þeim sem tala enga íslensku en ensku í staðinn. Ég hugsaði um það í dáldin tíma og leið jafnóðan aftur einsog ég hefði átt að segja eitthvað. Ég er þó allavega að segja eitthvað núna. Ef íslenskukunnátta þarfnast ekki í starf tölfræðingsins hjá hinu opinbera þar sem starffræði er ,,alþjóðlegt mál." Þá má Áslaug Arna standa við orð sín og ráða eintyngdan mandarísku/kantónísku mælandi Kínverja sem talar enga íslensku eða ensku og sanna mál sitt. En því miður getur hann ekki lesið auglýsinguna þ.s. hún er bara á ensku og mismunar honum þannig. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Áslaug Arna og Eiríkur Rögnvaldsson stönguðust hornum nýlega um auglýsingu frá hinu opinbera varðandi þess efnis að hún mestmegnis var á ensku og íslenska útgáfan skrifuð í molum. Var að auglýsa starf fyrir tölfræðing og að mati Áslaugar var engin þörf fyrir íslenskukunnáttu þ.s. starfið faldist í ,,tölum en ekki tungumálanotkun." Tók hún einnig fram að með því að heimta íslenskukunnáttu væri verið að útskúfa hinum 50.000 erlendis ríkisborgurum á Íslandi frá störfum í hinu opinbera. Eiríkur svaraði þessu með að einungis væri að ræða um hreint ,,pólitíkusar svar" þ.s. hún svaraði ekki um lögbrot að hans mati og vísaði til ,,61/2011 umstöðu íslenskrar tungu og táknmáls. " Þetta mál birtist mér einsog hjá mörgum öðrum landsmönnum í fréttaveitum landsins og vakti ýmsar tilfinningar hjá ýmsu fólki. Hjá sumum landsmönnum vakti það reiði, hjá öðrum sorg en aðrir brúkuðu engar tilfiningar til þess háttar hugsunar og gekku til dags síns bundnir hversdagsleikanum hugsandi ,,ekki mitt vandamál." Sumir langdvala erlendis ríkisborgarar höfðu svipuð viðbrögð: Hjá sumum vaknaði reiði, öðrum sorg eða afskiptaleysi þ.s. þetta hljómaði einsog hversdags hjal í eyrum einstaklings sem hugsar ,,ekki mitt mál." Þegar fréttin blasti við mér með aðra grein um bakslag íslenskrar tungu þá kíkti ég á hana forvitninnar vegna þó að slíkt var mér fyrir löngu hætt að vera frétt. Skrollandi niður greinina áður en ég las hana stangaðist í augun mín ,,Would you like to work for the government?"( Viltu vera ríkisstarfsmaður?) Og vissi þá að tungumála hrörnunin sem ég hafði séð svo lengi á vinnumarkaðnum í hinum fjölbreyttu störfum landsins hafði loks sígst inn til ríkistjórnarinnar. En slíkt gat ekki gert mig hissa þ.s. ríkið, þ.e. þjóðin, speglar það sem stjórnmálamenn okkar hugsa og gera og íslenskuleysi á vinnumarkaði er athæfi lagaleysis og stjórnleysis þeirra. Áslaug Arna með athugasemd sína um starf tölfræðingsins og Eiríkur Rögnvaldsson með nýju bók sína ,,Alls konar íslenska" eru bæði aðdráttarafl í því sem varðar þróun mála gagnvart íslensku einsog er. Áslaug Arna að sínu mati reynir að vera hagsýn gagnvart starfi tölfræðingsins og skellir syndina á íslenskuna með að gefa í skyn að hún haldi hinum 50.000 erlendis ríkisborgurum til baka í skefjum og er sem einbert kúgunar tól. Eiríkur Rögnvaldsson með sína nýju bók ,,Alls konar Íslenska" talar um léttleika í máli og frjálslynda tungumálanotkun. Slík tungumálanotkun er brúkuð milli manna dags daglega og þarf ekki mikla kennslu en þar er ýjað á vana margra landsmanna að leiðrétta í slíkt tal að óþörfu. Ekki þarf þó að taka til mála að gott mál er einkum notað við réttar aðstæður í flestum tungumálum og er íslenska engin undantekning í því, með ensku sér við hlið. Gott dæmi væri á ensku með dags daglegu setninguna ,,How ya'll/youse doin'?" Og hið formlega ,,How are you all doing?" Bæði eru útlagt sem ,,Hvað segið þið gott?" Sem í dags daglega máli okkar væri ,,Hva' seiji'ði gott?" Einnig á spænsku hið formlega ,,¿Para mi? Eða hið óformlega ,,¿Pa' mi?" Sem þýða bæði ,,Fyrir mig?" sem í dags daglegu máli landsmanna hljómar oftast sem ,,Fyri'mig?" Dæmin eru endalaus og snúast sem jörðin um eyru mannana en eru gott dæmi um formlegt og óformlegt mál sem er brúkað á sitthvoru sviðum hins daglega lífs. Hefur Eiríkur helgað sér að brúa einhverjar brýr á milli slíkra mála og hefur lítið að gera með íslensku sem tungumál en tungumál almennt eða er til vakningar að tungumál í ræðu er ekki hið sama og í kaffitíma. Að dómi margra er þó slík umræða áfram haldandi þróun eða hnignun á málum einsog er gagnvart íslenskunni eða uppgjör íslensku málfræðings, hver dæmir sinn dóm í því. Orðin, þótt minni séu hjá Áslaugu Örnu í garð íslenskunnar spegla djúpstætt viðhorf margra íslendinga til erlenda ríkisborgara þ.s. hún segir ,,Á Íslandi séu yfir 50 þúsund erlendir ríkisborgarar. „Og ég skil ekki af hverju þau eiga ekki að hafa aðgengi að störfum hjá hinu opinbera,“ Í þessari frásögn sinni uppvísir hún ekki einungis um eigin fordóma gagnvart erlendu fólki sem starfar á Íslandi en fordóma þjóðarinnar yfir höfuð. Fyrir marga landsmenn er það nýjung að erlendis ríkisborgarar tali ríkismál landsins og þeim að ósekju hefur verið borað í höfuð á ungdóms árum að íslenskan væri ótrúlega erfitt mál og nánast ólæranleg. Er þetta viðhorf innbyggt í þjóðinni og heyrt getur maður ungmenni sagt að ,,íslenskan er erfiðasta tungumálið í heimi." Sem er hjákátlegt svar í sér sjálfu þ.s. fyrst og fremst skiftir máli hvaða tungumál hver einstaklingur talar. Eru þessu viðhorf íslendinga tekin oftar sem sagt af enskumælandi fólki, einkum bandarísku sem er oftast í minni samskiftum við önnur tungumál í sínu víðstóra landi en við gengur í Evrópu. Bretinn á sinn hátt er einangraður á sinni eyju og gegnum sitt tungumál sem er litið á sem ,,heimsmál" að þeirra hálfu og önnur tungumál eru einungis val eða gamm lært af forvitni. Hissa verða margir enskumælandi á ,,tungumálakunnáttu" norðurlandabúa og skilja ekki hvernig þeir geta talað ,,reiprennandi ensku." Er spurningunni létt svarað með viðhorf fólks til veðráttu á norðurlöndunum og peninga eign manna á þeim slóðum að flestir hafa sjónvarp, tölvuleikjarstöð og eyða miklum tíma inni hjá sér heima og þar af horfa á mikið enskt efni(þ.s. einungis er talsett.) Og spila enskumælandi tölvuleiki, þetta allt frá ungaaldri býr til form óeðlilegs-tvítyngis(tungan er ekki lærð af foreldrum og töluð sem móðurmál.) sem er ekki fullkomið á neinn hátt og speglar oft þær kvikmyndir og sjónvarpsefni sem þeir sömu einstaklingar hafa horft á. Þá segja margir enskumælandi að ,,norðurlandamálin eru svo frábrugðin(er finnska ekki talin með), einkum íslenskan að þetta er ótrúlegt." Hægt er að svara þessu svo að þessi tungumál eru fyrst og fremst náskyld. Enska er vestur germanskt tungumál með þýsku, hollensku, frísnesku og skosku( sumir telja skoska-ensku sér tungumál.). Íslenska er norður germanskt tungumál með norsku, færeysku, sænsku, dönsku og elfdælsku( áður talin sænsk mállýska.) Og eru þessi mál af sömu rót sprotin með forn germönsku sem upprunan sinn þegar eitt hið sama mál var talað milli ættbálka germana. Hægt væri að tala um áhrifin sem þessi mál hafa haft á hvort annað gegnum aldirnar og séð tengslin þar en einkum gegnum ,,ómenguð" stofn-orð. Þegar talað er um norðurlandamálin er íslenska talin mest frábrugðin ensku en ef litið er vel að er íslenskan ef til vill líkast henni með stofn-orðin sín þ.s. líkindi við hin norðurlanda málin eru tengd við latnesku skotnu orðin úr ensku. Ef litið er til að ,,hafa" á hinum norðurlandamálunum er ,,har" víðast sagt en íslenska orðið svipar enn meir til enskunnar ,,have". Hið mest áberandi en þó ei hið augljósasta er ,,th" hljóðið í ensku sem er einnig í íslensku sem ,,þ" og ,,ð" en er ei til staðar í hinum norðurlandamálunum(nema elfdælsku). Einstaklingar flestir í heiminum vita ekkert um þessi tengsl og vita ekki að enska er í neinnri tungumálafjölskyldu hvað þá germanskt og meira að segja enskumælendur sjálfir eru oftast óvísir um þetta efni þ.s. orðið ,,germanskt" vekur frekar mynd um eitthvað þýskt(german) og tungumálum sem líkjast því s.s. norðurlandamálin. Erlendir aðilar sem koma til Íslands eru flestir þess háttar hugar og líta á íslensku sem stakmál þó að oftast eru þeir vísir um íslensku sem náskylt norðurlandamálunum og kjánaleg orð s.s. ,,víkinga mál" eru borin framm þótt að Eistar fóru sjálfir á víking í fornöld með sitt óskylda úralska mál. En skyldleikar við ensku eru sjaldan þekktir af erlendu ríkisborgurunum og einnig íslendingum sjálfum sem líta á ensku sem fullkomlega ,,óbeyganlegt mál" frálítandi því að öll fornöfn í ensku eru beygð ,,I/me" ,,he/him", ,,her/she", ,,we/us", og ,,they/them" og meðan á því er gengið er gott að nefna að einungis eignarfallið er notað í spænsku í fyrstu persónu ,,mi/mio" en hin fornöfnin eru óbeygð nema að ,,de" er sett fyrir framan þau sem tákna eignarfallið. Tungumálakunnátta útlendinga er oft dæmd frá viðhorfi landsmanna( einsog áður sagt) frá fordæmdum hugsunum þeirra um tungumála getu enskumælandi. Engin furða er á þessum fordómum landsmanna þ.s. Ísland er eyja í vesturevrópu þ.s. flest tungumál beygjast einungis í sögnum og fornöfnum og öll önnur föll hafa dáið út, en aðeins lengra á bauginn í austur evrópu finnst og þrífst sama beygingarkerfið og viðgengst hér á landi og oftast með fleiri fallbeyingar. Ber þó að nefna oftast án tiltekin greinir sem er ríkjandi í íslenskunni. Landsmenn halda þó enn í sína hjátrú um hið ,,gullna mál" sem er erfitt að ná eða finna einsog fjagralaufa smára eða gull lampa Aladíns. Tungumálageta kemur aðeins frá því að ,,speak-a" svo að ,,prata", eftir á að ,,tosa" þar til að maður byrjar að ,,tala." Þ.e. segja að getan kemur frá því að gera, að tala kemur frá því að skylja og að skylja kemur frá því að læra og hringsólast það þannig að sá lærir sem einungis talar og talar. Snýst þetta aftur til Áslaugu Örnu að með að segja að 50.000 starfsmenn sem eru erlendir ríkisborgarar eru útilokaðir frá hinu opinbera þ.s. þeir tala ekki íslensku ,,að hennar sögn" þá fordæmir hún alla þá 50.000 erlenda ríkisborgara að vera mállausa í íslensku eða frá því að hafa þá fyrir hugsun að þau tali ekki íslensku einungis út frá því að þau eru erlend og ekki íslensk. Ekki gerandi sér grein fyrir því að einstaklingur þarf ekki að vera íslenskur t.þ. að tala íslensku eða t.þ. að hafa lært hana. Að bestu getu frá að dæma væri Áslaug Arna sú manneskja sem myndi svara erlendum starfsmanni á ensku þótt að hann talaði við hana á íslensku eða hrósa slíkum manni með barnalegu hrósi s.s. ,,vel gert", ,,gott hjá þér" og ,,að sjá þig." Virðist vera frá hennar sjónarhorni að dæma að til þess að tala íslensku verðurðu að vera Íslendingur. Reynslan mín eftir að hafa verið með fasta búsetu í Bandaríkjunum frá árinu 2005- 2014 og að hafa komið til baka til landsins í þeirri von að aðlagast heimalandi mínu og tungumáli(sem ég hætti aldrei að tala) á ný var örðuglegt að fyrstu þ.s. á allskyns vinnustöðum sem ég starfaði var ,,bjagmælt enska" ríkjandi og þeir starfsmenn sem töluðu slíka "ensku" höfðu flestir búið í áratug á Íslandi og vægt til orða tekið var íslenskan þeim ,,tilgangslaus og andstyggileg" að þeirra eigin sögn. Var ég vel var við eintyngda spænskumælendi innflytjendur í Bandaríkjunum við dvöl mína þar en þeir eru í allt öðruvísi stöðu en Shengen innflytjendur Íslands og oftast kennnutölulausir og þar af réttindalausir sem er þveröfugt við flesta innlytjendur þjóðar vorar sem eru flestir tvítyngdir og þrítyngdir. Menn eru einnig með miklu meiri réttindi( og réttindi yfir höfuð) til að fara í námskeið eftir vinnu og eru flestir með bíl. Ég á mínum fyrstu árum var í spænskunámskeiði og fór þar eftir erfiða daga í vinnunni bíllaus í gegnum strætó og er altalandi á spænsku einsog er og hef aldrei búið í spænskumælandi landi. Pólverjar, Litháar og Fillippseyjamenn(og allir aðrir aðfluttir íslendingar einsog það er kallað) búa á Íslandi og hafa þau réttindi kleyft að þeir geta lært íslensku. En engin er viljinn ef neins staðar er töluð íslenska. Ég hef heyrt hjákátlega dóma eins Pólsks drengs um Ísland og Íslendinga eftir rúmmlega 5 mánaða dvöl hans á landinu og sagði hann að ,,Enska er aðal málið á Íslandi og að allir landsmenn eru latir." Ég gat einungis brosið við slíkri fá sinnu og fá viti og gaf það einungis í skyn að ástæður væru eins og þær væru fyrir því afhverju að eitt eða annað byggingsrsvæði höfðu enga Íslenska verkamenn. Eftir núna rúmmlega 8 ára dvöl mína á Íslandi get ég sagt að vinnumarkaður Íslands er einsog stór skóli í frímínútum og hver krakki er eitt fyrirtæki eða verkstjóri. Ef einn krakki er leiðinlegur við krakkana í kring eða við vini sína þá láta aðrir krakkar hann í friði og halda sig í fjarlægð og sá krakki verður einn og útundan og engin vill vera í liði með honum. Segjum svo að aðrir krakkar sem eru óþekktir skólanum og öðrum krökkum þar koma til sama skólans og í sömu frímínútur þá hugsa þeir ekkert um hver þessi eini krakki er og fara með honum í lið og leika við hann, þar til að þau fatta einsog hin að hann er ekki skemmtileg mannvera og láta hann í friði og með komu nýs hóps af krökkum heldur þetta áfram. Sama er með Íslenska vinnumarkaðinn, eitt fyrirtæki eða yfirmaður stendur án Íslenskra starfsmanna og eru ástæðurnar þær að annaðhvort er fyrirtækið komið með slæmt mannorð(þ.s. Ísland er lítið land og ástæðurnar létt skildar) eða að svipuð fyrirtæki(meira enn eitt) eru með slæmt mannorð. Við komu mína heim var ég með Bandaríska hugarfarið um að ,,vinna væri bara vinna" og þar af tekur maður hvaða starf sem er. Andlegi skaðinn sem slíkt hugarfar getur leitt menn í er misjafnt þ.s. ,,vinna er ekki bara vinna." Vondur eða slæmur vinnustaður getur farið illa með marga karla og konur og afleiðingarnar dugað þeim í mörg ár, ef ekki ævilangt. Þeir sem komast aldrei á leiðinlegt starf á lífs leiðinni lifa í forréttinda heimi hugar síns og eru að besta lagi ,,heppnir" þótt að starfið gæti verið krefjandi, þrátt fyrir það eru þeir í vissri ,,búbblu" og bergmála ,,vinna er bara vinna" og eru pabbastrákar og pabbastelpur líkust til þess að lifa í þessari búbblu þ.s. eftir er ævinn, aldrei skiljandi neinn nema sjálfan sig. Útlenskir starfsmenn eru þar með undir mestri hættu við slíkt þ.s. þeir taka fyrsta starfið sem gefst þeim og læra svo á landið, vinnu- og leigumarkað hægt og bítandi. Myndi ég ráðleggja hverjum útlendingi sem tekur sér til að starfa á Íslandi að spurja hvort að íslenska sé töluð á vinnustaðnum í viðtalinu og ef því er svarað neitandi þá getur hann gert sér hugmynd um hverskonar starf þetta mun verða, ekki væri það starf af góðu gerðinni vægt til orða tekið. Flestir spyrlar í viðtali munu þó halda að íslenska gæti verið fælandi og svarað neitandi, þá þarf frekar að spurja ,,Starfa íslendingar hér?" Og ef því er svarað neitandi þá er spurt ,,Er þó töluð íslenska hér?"(og gá að hvernig spyrillinn svarar). Annað þó er að flestir( já, flestir) atvinnurekendur(sem eru íslenskir) vilja ekki að starfsmenn þeirra læri íslensku og fari svo í eitthvað betra starf. Þeir vilja hafa þá mállausa( einnig ef þeir tala bara ensku), ekki skiljandi þegar þeir tala um þá í einkaræðum á íslensku fyrir framan þá, og gera þá minna líklega t.þ. að fara til önnur fyrirtæki þ.s. tækifærin eru fá við tungumálaleysið. Enskan hjá þeim verður aldrei góð þ.s. hún er ekki móðurmál landsmanna og þeir veltast í sama sora fyrirtæki og verknaði þar til þeir láta til skarar skríða og læra íslensku og taka við þeim tækifærum sem bjóðast þá. Hitt þó er að í öllum eldri en 25(eða þrítugt) er innbyggð sú hugsun að einungis Íslendingar tala íslensku og þar af munu margir vinnuráðendur sjá nöfnin Pawel, Marchin, Juan( sem eru ekki íslendingar af erlendu bergi brotnir) og sjá að við tungumálakunnáttu stendur: Íslenska. Þeir munu margir þó hugsa ,,Hann talar þó ekki góða íslensku þ.s. hann er útlenskur" og ráða einhvern Íslenskan í staðinn. Þrjú af yngri systkinum mínum nema eitt voru flest mállaus í íslensku þegar þau fluttu til landsins einungis brúkandi sína Bandaríska ensku sem er flestum torskild og hljómar ekki einsog í bíó ef svo má til orða taka. Þau lærðu þó á eigin spýtum íslensku í vinnunni(þ.s. þau störfuðu í þjónustu.). Hitt var þó þegar tvö af þeim vildu fara í íslensku námskeið var því hafnað af fyrirtækinu eða atvinnurekenda þ.s. þau ,,töluðu nóg og mikla íslensku." Hið síðasta varðandi upplifun mína á heimaslóðum er að flestir erlendis ríkisborgarar hafa skipað mér í vinnunni að tala ensku. Eitt dæmi var í byggingarvinnu þ.s. ég var að tala ensku og að sinna starfinu með einum Litháa og samskipti okkar fór gegnum það mál nema frá vanþekkingu sinni á ensku sem hann trúði að hann talaði þá reiddist hann og ávítaði mig fyrir að tala ,,amerísku" og sagði á "ensku": ,,This is Iceland we don't speak American!" Ég svaraði í sömu mynt jafnóðan ,,Your right, this is Iceland and we speak Icelandic." Hann glottaði bara við þessu og sinnti ekki svarinu. Fannst mér hegðun hans sýna einhverskonar minnimáttarkennd gagnvart enskunni. Mér fannst örðugt að skilja hvernig karlinn gat hugsað þannig þ.s. hann bjó á Íslandi en ekki Bretlandi. Hann talaði einnig enga íslensku eftir 10 ár dvöl sína hér á landi og ég tek framm enskan var hrykarleg en svo fattaði ég eitt: Allt vinnusvæðið var Lithaískt og Pólskt og/eða afbrigði af rússnesku og ensku töluð manna á milli og ég hugsaði ,,þegar þessir menn fara heim þá er fjölskyldan eða vinir samlandar þeirra og íslenska er ólifandi tungumál í þeirra máls og tilveru heimi. Íslenska heyrist rétt á götum en ekkert svo þ.s. landsmenn eru gangandi í miðbæ eða í verslunar kjörnum en samt ekkert svo. Flestir landsmenn keyra og þá á endanum verða einu Íslendingar sem þessir karlar og konur hitta nokkrir verkamenn á sama vinnusvæði frá öðru fyrirtæki eða verkstjórinn eða fullur Íslendingur í miðbæ. Byrjaði ég sjálfur að upplifa þetta þ.s. einungis enska er oftast töluð í búðum( oftast skipar erlenda starfólkið manni að tala "ensku") og vinnu svæðið var oftast einungis enskt eða meiri partinn enskt og þegar ég kom heim talaði ég við systkinin mín á ensku og við eiginkonu mína á öðru máli. Chromecast tengir mann við sjónvarpsveitur, youtube eða hvað sem er og lítið sem ekkert íslenskt efni er að finna og ef maður fer á Rúv og sýnt er kvikmyndir eða heimildarmyndir eru þær nánast allar á ensku og ekki talsettar(nema nýlega nokkrar BBC heimildarmyndir). Íslenskur texti er til staðar en stæðsti partur máls er að heyra það talað en ekki að sjá það. Er skrifuð íslenska einnig fjarri augum fólks og af því sem virðist falin af ferðamannaiðnaðinum. En einungis skrifað mál samsvarar dauðu máli þ.s. nóg er af latínu í dómshúsum og merkilegum byggingum heims. Íslenska gæti nánast þá ekki verið til. Fannst mér erfitt að aðlagast íslensku samfélagi fyrst og ég hugsaði ,,Ef mér finnst það erfitt og tala þjóðtunguna hvernig væri þá þetta fyrir mállausa innflytjendann?" Erlendir starfsmenn, einnig Pólverjar sjá þetta ekki eins vel og við sem tölum ekki pólsku þ.s. mörg af þeim tala pólsku liðlangan daginn og aðeins á ensku við viðskiftavini og nokkra íslenska samstarfsmenn. Þegar allt þetta er nefnt og kallað framm til atvinnurekendur, stór fyrirtæki eða sjálfstæð fyrirtæki þá segja þau öll hið sama ,,Það er ekki hægt að ráða Íslendinga í vinnu!", ,,Íslendingar eru latir!" og sumir ,,Ég ræð útlendinga og þeir kvarta ekkert. Íslendingurinn er alltaf að kvarta um þetta og hitt. Útlendingurinn kvartar ekkert, bara gerir!" Fyrst og fremst er slíkt tal andstyggilegt og væri augljóslega svo ef við myndum skifta orðið íslendingur fyrir blökkuman og um væri að ræða blökkumann að tala um aðra blökkumenn: ,,Það er ekki hægt að fá blökkumenn í vinnu!", ,,blökkumenn eru latir!", ,,Ég ræð útlendinga og þeir kvarta ekkert. Blökkumaðurinn er alltaf að kvarta um þetta og hitt. Útlendingurinn kvartar ekkert, bara gerir!" Gef ég það fram að slík andstyggileg orðræða er algeng í Bandaríkjunum hjá atvinnurekendum, sem myndu frekar ráða Rómanskan Ameríkana en Bandaríkjamann og segja þetta hið sama, og aðrir blökkumenn segja þetta um eigin húðlitabræður sína en þetta er augljóslega séð innbyrgð kynþáttarhyggja þótt að hún skáist á eigin landsmenn. Ef að Íslendingar eru ekki að starfa hjá fyrirtæki þessra manna sem segja slíkt þá er ástæða fyrir því þ.s. fyrirtæki slíkra manna er ekki gott og þeir vilja ekki hafa starfsmenn að starfa hjá sér en þræla. Hitt er líka það að ríkið ber það fram að það vill hafa helling af ótalandi útlendingum í skíta störfum t.þ. að vinna og starfa sem hljóðar maskínur sem aðlagast aldrei en starfa bara og atvinnurekendurnir spegla það þ.s. Ísland er lítið land og þessir karlar og stjórnmálamenn landsins gætu ef til vill verið skyldir. Það hentar þessum mönnum(atvinnurekendum) að fólkið kann ekki íslensku og það breytir voða litlu ef það lærir ensku á Íslandi þ.s. þau ná flest aldrei gott tak á henni þ.s. hún er ekki mál landsmanna. Þau ná frekar tök á ,,ís-ensku" sem er ekkert alvörunni tungumál og er íslensku skotin enska. Réttindin eiga að vera á málum flestra en það búa ekki allir tungumála talendur heims á Íslandi. Áður en tæknin getur það þá mun engin túlka Sjerósku( Cherokee, Tsa-la-gi) vinnuréttindabók fyrir þann eina eintyngda mann á því máli í sínu fyrirtæki( Flestir Sjerókar tala ensku nú til dags en margir tala einnig sjerósku.) eða á einhverju stakmáli frá Indlandi. Frálítandi þessum tungumálum þá bend ég á að þegar þessir áður nefndu starfsrekendur segja og einn frægur Íslenskur bensínstöðvarekandi sagði ,,Það talar engin íslensku því að Íslendingar fást ekki í þesss vinnu!" Þá er þessi sami maður að gefa í skyn að útlendingar ,,geta ekki" lært íslensku. Hnignun tungunar er raunsæileg staðreynd og er stjórnmálamönnum að kenna fyrir að ekki vernda málið einsog þeim ber. Öll tungumál eru vernduð, ríkismálin hjá risa þjóðum eru tryggð með lögum til þess að vera leiðandi mál þjóðar sinnar og er Ísland engin undantekning. Þótt að Bandaríkin er ekki með eina ,,þjóðtungu" skráða þá tryggja þeir með lögum að enskan verður þ.s. er kallað ,,de facto" mál og tryggð á öllum sviðum þjóðlífs. Þá verður að segja að ef ríkið styður ekki þjóðtunguna þá er tungumál þjóðarinnar í hættu. Góður forvari um framtíð þjóðarinnar ef sama hátterni er gengið til enda eru örlög norræna tungumálsins í Hjaltlandseyjum og Orkneyjum, tungumálið Norn. Líktist nefnt tungumál mest færeysku og norsku. Þetta tungumál dó út 1850 vegna auðsveipsháttar eyjaskeggja. Hjaltland og Orkneyjar urðu partur af Skotlandi og enskan dreyfðist þar hægt og rólega. Nútíma landsmenn á Íslandi finna sig undir sama þrýstingi(hægt en bítandi) og Hjaltlendingar forðum þar sem þjóðin er í Atlandshafsbandalaginu(NATO) sem hefur þörf á að allar þjóðir verða enskumælandi til að taka þátt í hernaðarstarfsemi þeirra. Eru örlög Vestur Íslendinga einig góð áminning um komandi örlög okkar ef við þegjum við steðjandi hættu eða göngum villigötu trúgirnis, ef svo má til orða taka. Einnig hegur mikið hefur verið talað um að íslenska má ekki vera notuð t.þ. að kúga eða að skipa fólki að tala íslensku, en ég í flestum vinnum á landinu(síðan ég kom heim) hef verið skipaður að tala ensku dags daglega og það í þessu eina landi þ.s. ég ætti að geta talað mál mitt, móðurmál mitt, tungumál afa og ömmu og forfeðra minna. Einsog Navahó maðurinn getur einungis talað navahósku( Dine Biizad) á sínu verndarsvæði( Rezervation), samleiðis ætti ég að geta talað íslensku í mínu landi þ.s. tungumálið á að vera verndað samkvæmt lögum íslenskum. Einnig samkvæmt íslenskum lögum eru flest fyrirtæki brotlegg í þeim efnum sem varðar tunguna: 1. gr. Þjóðtunga – opinbert mál. Íslenska er þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. 2. gr. Íslenskt mál. Þjóðtungan er sameiginlegt mál landsmanna. Stjórnvöld skulu tryggja að unnt verði að nota hana á öllum sviðum íslensks þjóðlífs. Allir sem eru búsettir hér á landi skulu eiga þess kost að læra og nota íslensku til almennrar þátttöku í íslensku þjóðlífi svo sem nánar er mælt fyrir um í sérlögum. Íslenskan er það sem bindir erlend fólk sem flytur til landsins okkar saman í samfélaginu okkar en ekki hrognakennd útgáfa af ensku, skiftir ekki máli hve vel sú útgáfa er töluð. Það eina sem er verið að fæða með þessari þróun er aðskylnaðarstefna þ.s. einungis Íslendingar sér meiga tala íslensku og haldið er útlendingunum utan við með ensku og það er það sem blasir við landsmönnum í dag, þetta er raunveruleikinn. Það þarf skipulögð lög um íslensku og tungumálastefnu sem ríkið vill fara eftir, því einsog hvernig gangurinn er nú gengin er þjóðin líkust stefnulausum báti í brimfullum sæ í þeim málefnum. Hef ég nokkur ŕað til handa: 1.Öllum erlendum starfsmönnum eftir 3 mánuði í starfi verða skráðir á íslenskunámskeið á kostnað fyrirtækis og verður tungumálanámskeið tengt starfi hvers mans. Úrsögn úr íslenskunámskeiði samsvarar uppsögn. 2.Verður íslenskuskylda á öllum starfssviðum nema fyrir starfsmenn sem koma og starfa tímabundið og hafa samning t.þ. að sýna upp á það eða eru háskólanemar með tímabundnavist. Er þetta einungis tillaga mín um svonefnt skipulag sem varðar tunguna en ríkið verður að gera skyldur sínar til þjóðtungu landsmanna skýr og einnig að gera skyldu sína gagnvart tungumálinu yfir höfuð. Ekki er einungis nóg að gera íslenska Alexa eða Sírí, það þarf að tryggja íslensku sem tungumál vinnumarkaðins. Er mér einnig umhugað þegar ég var eitt sinn í Bónus og ein kona um fimmtugt sem virtist vera Fillippeysk var að rífast við ungan svartan starfsmann á íslensku og hann svaraði henni með stælum á ensku ,,Why can't you just say it in english?"(Afhverju geturðu ekki bara sagt það á ensku?) Og hún svaraði á íslensku hátt ,,Ég tala ekki ensku!" Blökkumaðurinn sagði ,,Ó" við því og leit konan til mín og vonaðist t.þ. að ég myndi segja eitthvað en ég gekk framhjá henni, út úr búðinni og í vinnuna. Ég hugsaði eftir á að ég hefði átt að segja eitthvað þ.s. tungumálið er mér umhugarvert og leiddi þetta hug minn að því að réttindi erlendis ríkisborgara sem hafa lært íslensku og tala enga ensku eru minna metin en hjá þeim sem tala enga íslensku en ensku í staðinn. Ég hugsaði um það í dáldin tíma og leið jafnóðan aftur einsog ég hefði átt að segja eitthvað. Ég er þó allavega að segja eitthvað núna. Ef íslenskukunnátta þarfnast ekki í starf tölfræðingsins hjá hinu opinbera þar sem starffræði er ,,alþjóðlegt mál." Þá má Áslaug Arna standa við orð sín og ráða eintyngdan mandarísku/kantónísku mælandi Kínverja sem talar enga íslensku eða ensku og sanna mál sitt. En því miður getur hann ekki lesið auglýsinguna þ.s. hún er bara á ensku og mismunar honum þannig. Höfundur er rithöfundur.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun