Líst ekkert á vefsöluna og vill skerpa á lögum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júní 2022 11:51 Bjarkey segist viss um að Vinstri græn séu ekki ein á báti innan þingsins þegar kemur að andstöðu gegn vefverslun með áfengi. vísir/vilhelm Þingmaður Vinstri grænna segir flokkinn mótfallinn því að heimila vefsölu með áfengi. Réttara væri að herða löggjöfina til að koma í veg fyrir að Íslendingar geti stofnað fyrirtæki erlendis og selt áfengi inn á íslenskan markað. Það vakti mikla athygli þegar Heimkaup fór af stað með vefsölu á áfengi í gær. Það gerir fyrirtækið í gegn um danskt fyrirtæki, Heimkaup ApS sem er innan sömu samsteypu, en samkvæmt lögum mega íslensk fyrirtæki ekki selja áfengi í vefsölu. Vefverslunum, sem eru skráðar erlendis en stíla inn á íslenskan markað, hefur fjölgað mjög á síðasta ári. „Mér líst náttúrulega ekkert sérstaklega vel á það og mér finnst þetta vera gat í löggjöfinni sem við þurfum alvarlega að velta fyrir okkur hvort við getum náð eitthvað utan um. Þannig að það eru kannski svona fyrstu viðbrögðin við þessu. En mér finnst þetta ekki gott,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þessi þróun kallaði á breytingu á áfengislögum. Heimila þyrfti vefsölu á Íslandi til að jafna samkeppnisgrundvöll. Hún taldi sátt vera að myndast um það í þinginu. Því er Bjarkey ósammála. Vinstri græn hafi verið mótfallin vefsölu í gegn um tíðina. „Ég held að við séum alls ekki ein á móti þessu. Ég held að við eigum okkur nú liðsmenn innan þingsins eins og hinir sem vilja ná þessu fram. En það hefur ekkert reynt á það hvort það sé meirihluti fyrir þessu eða ekki,“ segir Bjarkey. Málið sé fyrst og fremst lýðheilsumál. Rannsóknir sýni að með auknu framboði og aðgengi að áfengi aukist neyslan. „Það leiðir af sér alls konar vesen og það hefur auðvitað margoft komið fram í þessari umræðu í gegn um árin þegar að þessi mál hafa verið á dagskrá. Þannig að eins og ég segi... Ég tel ekki þörf á því að við séum að bæta eitthvað við þetta,“ segir Bjarkey. Hún telur mikilvægt að þingið taki þessi mál fyrir strax í haust vegna fjölgunar vefverslana með áfengi á íslenskum markaði. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Verslun Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. 29. júní 2022 23:02 Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18 ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar Heimkaup fór af stað með vefsölu á áfengi í gær. Það gerir fyrirtækið í gegn um danskt fyrirtæki, Heimkaup ApS sem er innan sömu samsteypu, en samkvæmt lögum mega íslensk fyrirtæki ekki selja áfengi í vefsölu. Vefverslunum, sem eru skráðar erlendis en stíla inn á íslenskan markað, hefur fjölgað mjög á síðasta ári. „Mér líst náttúrulega ekkert sérstaklega vel á það og mér finnst þetta vera gat í löggjöfinni sem við þurfum alvarlega að velta fyrir okkur hvort við getum náð eitthvað utan um. Þannig að það eru kannski svona fyrstu viðbrögðin við þessu. En mér finnst þetta ekki gott,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þessi þróun kallaði á breytingu á áfengislögum. Heimila þyrfti vefsölu á Íslandi til að jafna samkeppnisgrundvöll. Hún taldi sátt vera að myndast um það í þinginu. Því er Bjarkey ósammála. Vinstri græn hafi verið mótfallin vefsölu í gegn um tíðina. „Ég held að við séum alls ekki ein á móti þessu. Ég held að við eigum okkur nú liðsmenn innan þingsins eins og hinir sem vilja ná þessu fram. En það hefur ekkert reynt á það hvort það sé meirihluti fyrir þessu eða ekki,“ segir Bjarkey. Málið sé fyrst og fremst lýðheilsumál. Rannsóknir sýni að með auknu framboði og aðgengi að áfengi aukist neyslan. „Það leiðir af sér alls konar vesen og það hefur auðvitað margoft komið fram í þessari umræðu í gegn um árin þegar að þessi mál hafa verið á dagskrá. Þannig að eins og ég segi... Ég tel ekki þörf á því að við séum að bæta eitthvað við þetta,“ segir Bjarkey. Hún telur mikilvægt að þingið taki þessi mál fyrir strax í haust vegna fjölgunar vefverslana með áfengi á íslenskum markaði.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Verslun Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. 29. júní 2022 23:02 Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18 ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Sjá meira
Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. 29. júní 2022 23:02
Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18
ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49