Samskipti Sigurðar Inga við borgina orðin mun betri Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. júní 2022 16:01 Sigurður Ingi hefur skipað starfshóp til að fara yfir það hvort uppbygging í hinum svokallaða Nýja Skerfjafirði ógni flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. vísir/vilhelm Reykjavíkurborg hefur fallist á að fresta áformum sínum um úthlutun lóða fyrir nýja byggð í Skerjafirði á meðan starfshópur innviðaráðuneytis skoðar áhrif hennar á flugöryggi. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir vont að málið fresti uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Innviðaráðherra hefur nú skipað starfshóp til að greina það hvort uppbygging nýja hverfisins í Skerjafirði ógni flugöryggi eins og Isavia og ráðuneytið hafa haldið fram. Hingað til hefur borgin þvertekið fyrir að það sé rétt. „Við teljum þau áhrif ekki hafa mjög mikil áhrif á flugvöllinn þannig að... en það er rétt að taka þátt í starfi þessa hóps,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og starfandi borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sem er í sumarfríi, hefur hingað til verið mjög ósammála innviðaráðherra um rétta borgarinnar til að ráðast í uppbyggingu á svæðinu. Framsókn nú beggja vegna borðsins Það að borgin sé nú tilbúin að fresta uppbyggingunni á meðan málið er rannsakað frekar telur ráðherrann marka kaflaskipti í samskiptum ríkis og borgar. Hans flokkur er enda kominn í borgarstjórn. Þakkar ráðherrann honum þessa viðhorfsbreytingu? „Eigum við ekki bara að segja að þau samskipti sem við eigum núna milli ríkis og borgar eru talsvert breytt frá því sem stundum hefur verið áður og það er til bóta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Er það vegna þess að Framsóknarflokkurinn er beggja vegna borðsins? „Ég skal ekkert segja um það en þetta er allavega eðlilegt samstarf milli höfuðborgarinnar, sem hýsir aðalinnanlandsflugvöll landsins, og ríkisins sem hefur auðvitað ábyrgð og áhyggjur af því að það sama innanlandsflug geti starfað í landinu,“ segir Sigurður Ingi. Ekki góð töf á uppbyggingu félagslegs húsnæðis Framsókn í borginni telur málið þó óheppilega seinkun á byggingu húsnæðis. „Þetta hefur þau áhrif að þetta tefst allt um þennan tíma. Og það er náttúrulega ekki gott vegna þess að það skiptir miklu máli að hraða allri byggingu íbúðarhúsnæðis og sérstaklega fyrir þessa hópa sem um ræðir; þetta er félagsstofnun stúdenta, þetta er Bjarg og sú uppbygging sem fellur undir hagkvæmt húsnæði,“ segir Einar Þorsteinsson. Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknar í Reykjavík.vísir/vilhelm Ráðherrann er sammála honum þar. „Sem ráðherra húsnæðismála þá hvet ég auðvitað til sem mestrar uppbyggingar og sem hraðastrar. En það má hins vegar ekki verða á kostnað grunninnviða í samgöngukerfi landsins,“ segir Sigurður Ingi. Þannig þú ert ekki á móti áformunum um nýjan Skerjafjörð sem slíkum? „Ég hvet nú heldur til húsbyggingar eins og hægt er. En eins og ég segi þá má hún ekki hafa áhrif á grundvallar innviði eins og megininnanlandsflugvöll okkar Íslendinga,“ segir hann. Hann vonar að starfshópurinn, sem á að skila af sér niðurstöðum 1. október næstkomandi finni leið til uppbyggingar án þess að hún ógni flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Framsóknarflokkurinn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
Innviðaráðherra hefur nú skipað starfshóp til að greina það hvort uppbygging nýja hverfisins í Skerjafirði ógni flugöryggi eins og Isavia og ráðuneytið hafa haldið fram. Hingað til hefur borgin þvertekið fyrir að það sé rétt. „Við teljum þau áhrif ekki hafa mjög mikil áhrif á flugvöllinn þannig að... en það er rétt að taka þátt í starfi þessa hóps,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og starfandi borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sem er í sumarfríi, hefur hingað til verið mjög ósammála innviðaráðherra um rétta borgarinnar til að ráðast í uppbyggingu á svæðinu. Framsókn nú beggja vegna borðsins Það að borgin sé nú tilbúin að fresta uppbyggingunni á meðan málið er rannsakað frekar telur ráðherrann marka kaflaskipti í samskiptum ríkis og borgar. Hans flokkur er enda kominn í borgarstjórn. Þakkar ráðherrann honum þessa viðhorfsbreytingu? „Eigum við ekki bara að segja að þau samskipti sem við eigum núna milli ríkis og borgar eru talsvert breytt frá því sem stundum hefur verið áður og það er til bóta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Er það vegna þess að Framsóknarflokkurinn er beggja vegna borðsins? „Ég skal ekkert segja um það en þetta er allavega eðlilegt samstarf milli höfuðborgarinnar, sem hýsir aðalinnanlandsflugvöll landsins, og ríkisins sem hefur auðvitað ábyrgð og áhyggjur af því að það sama innanlandsflug geti starfað í landinu,“ segir Sigurður Ingi. Ekki góð töf á uppbyggingu félagslegs húsnæðis Framsókn í borginni telur málið þó óheppilega seinkun á byggingu húsnæðis. „Þetta hefur þau áhrif að þetta tefst allt um þennan tíma. Og það er náttúrulega ekki gott vegna þess að það skiptir miklu máli að hraða allri byggingu íbúðarhúsnæðis og sérstaklega fyrir þessa hópa sem um ræðir; þetta er félagsstofnun stúdenta, þetta er Bjarg og sú uppbygging sem fellur undir hagkvæmt húsnæði,“ segir Einar Þorsteinsson. Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknar í Reykjavík.vísir/vilhelm Ráðherrann er sammála honum þar. „Sem ráðherra húsnæðismála þá hvet ég auðvitað til sem mestrar uppbyggingar og sem hraðastrar. En það má hins vegar ekki verða á kostnað grunninnviða í samgöngukerfi landsins,“ segir Sigurður Ingi. Þannig þú ert ekki á móti áformunum um nýjan Skerjafjörð sem slíkum? „Ég hvet nú heldur til húsbyggingar eins og hægt er. En eins og ég segi þá má hún ekki hafa áhrif á grundvallar innviði eins og megininnanlandsflugvöll okkar Íslendinga,“ segir hann. Hann vonar að starfshópurinn, sem á að skila af sér niðurstöðum 1. október næstkomandi finni leið til uppbyggingar án þess að hún ógni flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli.
Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Framsóknarflokkurinn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira