Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2022 09:35 Starfsfólk heilsugæslustöðvar Planned Parenthood í Los Angeles sýna stuðning við mótmæli gegn hæstaréttardómi sem afnam rétt kvenna til þungunarrofs í gær. Þungunarrof verður enn löglegt í Kaliforníu en verður bannað eða takmarkað verulega í um helmingi Bandaríkjanna. Vísir/EPA Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. Sex íhaldssamir dómarar Hæstaréttar sneru við tæplega hálfrar aldar gömlu fordæmi sem kennt er við Roe gegn Wade um að konu hafi stjórnarskrábundinn rétt til þungunarrofs þegar þeir leyfðu lögum frá Mississippi um bann eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa. Afar fátítt er að dómafordæmi sé snúið við. Fjöldi ríkja þar sem repúblikanar eru við völd voru undir þennan dag búinn. Þar eru í gildi lög sem kveða á um bann eða takmarkanir við þungunarrofi sem virkjuðust um leið og Hæstirétturinn kvað upp dóm sinn. Heilsugæslusamtökin Planned Parenthood telja að 36 milljónir kvenna á barnseignaaldri missi aðgang að þungunarrofi í heimaríkjum sínum eftir dóminn, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Slík lög hafa þegar verið vikjuð í Kentucky, Lúisíana, Arkansas, Suður-Dakóta, Missouri, Oklahoma og Alabama. Í Mississippi og Norður-Dakóta þarf dómsmálaráðherran að samþykkja gildistöku laganna. Í Idaho, Tennessee og Texas taka lögin gildi eftir þrjátíu daga en í Wyoming eftir fimm daga. Í Utah þarf þingnefnd að samþykkja bannið. Frjálslyndari ríki eins og Kalifornía, Washington og Oregon hafa þegar gefið það út að þau muni veita konum sem leita þangað í þungunarrof vernd. Joe Biden forseti sagðist í gær ætla að tryggja að ríki sem banna þungunarrof gætu ekki komið í veg fyrir að konur sæktu sér meðferðina í ríkjum þar sem það er löglegt. Ákvörðunni var mótmælt víða í gær og búist er við því að mótmælin haldi áfram í dag. President Joe Biden said the U.S. Supreme Court decision to overturn the constitutional right to abortion was a sad day that will deny women in America control of their own destiny https://t.co/Z5gMGntJEG pic.twitter.com/2Uow0cYQW7— Reuters (@Reuters) June 25, 2022 Hróp gerð að skjólstæðingum heilsugæslustöðvar Dyrum heilsugæslustöðvar sem gerði þungunarrof í Little Rock í Arkansas var læst um leið og dómur hæstaréttar var birtur á netinu í gær. Hringt var í konur til að láta þær vita að tímabókunum þeirra hefði verið aflýst. „Að þurfa að hringja í sjúklinga og segja þeim að Roe gegn Wade hefði verið snúið við var átakanlegt,“ sagði Ashli Hunt, hjúkrunarfræðingur við stöðina, við BBC. Andstæðingar þungunarrofs fögnuðu fyrir utan heilsugæslustöðina og gerðu hróp að fólki sem lagði bílum sínum fyrir utan og hafði ekki heyrt tíðindin. „Ég legg til að þið snúið við og yfirgefið þetta syndabæli, þennan stað óréttlætis, þennan illa stað,“ hrópaði mótmælandi á skjólstæðinga stöðvarinnar. Í New Orleans í Lúisíana var einni af þremur heilsugæslustöðvum ríkisins sem gera þungunarrof strax lokað í gær. Lind Kocher, sjálfboðaliði sem fylgir konum í gegnum þvögu mótmælenda þar, sagði BBC að ríkar konur ætti enn eftir að geta farið í þungunarrof í öðrum ríkjum en þær fátæku sætu eftir í súpunni og neyddust til að leita uppi ólöglegt þungunarrof í skúmaskotum líkt og fyrir tíma Roe gegn Wade. Síðustu heilsugæslustöðinni sem gerði þungunarrof í Jackson í Mississippi verður lokað á næstu dögum. Mikill atgangur mótmælenda þungunarrofs var þar fyrir utan í gær. Eigandi og forstöðumaður Pink House-stöðvarinnar staðfesti að hún yrði opnuð að nýju í Las Cruces í Nýju-Mexíkó. Stöðin verður ein sú næsta fyrir konur í Mississippi eftir að þungunarrof verður bannað þar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Til þess að komast þangað þarf þó að keyra í gegnum tvö ríki, þar á meðal Texas sem er eitt víðfeðmasta ríki Bandaríkjanna. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Trúmál Þungunarrof Tengdar fréttir Lofa starfsfólki að þau muni greiða fyrir þungunarrof Fjöldi fyrirtækja býðst til þess að greiða fyrir ferðakostnað starfsmanna sem þurfi að sækja sér þungunarrofsþjónustu utan eigin ríkismarka. 24. júní 2022 23:59 Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum. 24. júní 2022 21:30 Biden segir þetta sorglegan dag fyrir bandarísku þjóðina Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína rétt í þessu vegna ákvörðunar Hæstaréttar um að hafna rétti kvenna til þungunarrofs. Hann segir daginn vera sorglegan fyrir Hæstarétt og þjóðina alla. 24. júní 2022 17:30 Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Sex íhaldssamir dómarar Hæstaréttar sneru við tæplega hálfrar aldar gömlu fordæmi sem kennt er við Roe gegn Wade um að konu hafi stjórnarskrábundinn rétt til þungunarrofs þegar þeir leyfðu lögum frá Mississippi um bann eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa. Afar fátítt er að dómafordæmi sé snúið við. Fjöldi ríkja þar sem repúblikanar eru við völd voru undir þennan dag búinn. Þar eru í gildi lög sem kveða á um bann eða takmarkanir við þungunarrofi sem virkjuðust um leið og Hæstirétturinn kvað upp dóm sinn. Heilsugæslusamtökin Planned Parenthood telja að 36 milljónir kvenna á barnseignaaldri missi aðgang að þungunarrofi í heimaríkjum sínum eftir dóminn, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Slík lög hafa þegar verið vikjuð í Kentucky, Lúisíana, Arkansas, Suður-Dakóta, Missouri, Oklahoma og Alabama. Í Mississippi og Norður-Dakóta þarf dómsmálaráðherran að samþykkja gildistöku laganna. Í Idaho, Tennessee og Texas taka lögin gildi eftir þrjátíu daga en í Wyoming eftir fimm daga. Í Utah þarf þingnefnd að samþykkja bannið. Frjálslyndari ríki eins og Kalifornía, Washington og Oregon hafa þegar gefið það út að þau muni veita konum sem leita þangað í þungunarrof vernd. Joe Biden forseti sagðist í gær ætla að tryggja að ríki sem banna þungunarrof gætu ekki komið í veg fyrir að konur sæktu sér meðferðina í ríkjum þar sem það er löglegt. Ákvörðunni var mótmælt víða í gær og búist er við því að mótmælin haldi áfram í dag. President Joe Biden said the U.S. Supreme Court decision to overturn the constitutional right to abortion was a sad day that will deny women in America control of their own destiny https://t.co/Z5gMGntJEG pic.twitter.com/2Uow0cYQW7— Reuters (@Reuters) June 25, 2022 Hróp gerð að skjólstæðingum heilsugæslustöðvar Dyrum heilsugæslustöðvar sem gerði þungunarrof í Little Rock í Arkansas var læst um leið og dómur hæstaréttar var birtur á netinu í gær. Hringt var í konur til að láta þær vita að tímabókunum þeirra hefði verið aflýst. „Að þurfa að hringja í sjúklinga og segja þeim að Roe gegn Wade hefði verið snúið við var átakanlegt,“ sagði Ashli Hunt, hjúkrunarfræðingur við stöðina, við BBC. Andstæðingar þungunarrofs fögnuðu fyrir utan heilsugæslustöðina og gerðu hróp að fólki sem lagði bílum sínum fyrir utan og hafði ekki heyrt tíðindin. „Ég legg til að þið snúið við og yfirgefið þetta syndabæli, þennan stað óréttlætis, þennan illa stað,“ hrópaði mótmælandi á skjólstæðinga stöðvarinnar. Í New Orleans í Lúisíana var einni af þremur heilsugæslustöðvum ríkisins sem gera þungunarrof strax lokað í gær. Lind Kocher, sjálfboðaliði sem fylgir konum í gegnum þvögu mótmælenda þar, sagði BBC að ríkar konur ætti enn eftir að geta farið í þungunarrof í öðrum ríkjum en þær fátæku sætu eftir í súpunni og neyddust til að leita uppi ólöglegt þungunarrof í skúmaskotum líkt og fyrir tíma Roe gegn Wade. Síðustu heilsugæslustöðinni sem gerði þungunarrof í Jackson í Mississippi verður lokað á næstu dögum. Mikill atgangur mótmælenda þungunarrofs var þar fyrir utan í gær. Eigandi og forstöðumaður Pink House-stöðvarinnar staðfesti að hún yrði opnuð að nýju í Las Cruces í Nýju-Mexíkó. Stöðin verður ein sú næsta fyrir konur í Mississippi eftir að þungunarrof verður bannað þar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Til þess að komast þangað þarf þó að keyra í gegnum tvö ríki, þar á meðal Texas sem er eitt víðfeðmasta ríki Bandaríkjanna.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Trúmál Þungunarrof Tengdar fréttir Lofa starfsfólki að þau muni greiða fyrir þungunarrof Fjöldi fyrirtækja býðst til þess að greiða fyrir ferðakostnað starfsmanna sem þurfi að sækja sér þungunarrofsþjónustu utan eigin ríkismarka. 24. júní 2022 23:59 Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum. 24. júní 2022 21:30 Biden segir þetta sorglegan dag fyrir bandarísku þjóðina Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína rétt í þessu vegna ákvörðunar Hæstaréttar um að hafna rétti kvenna til þungunarrofs. Hann segir daginn vera sorglegan fyrir Hæstarétt og þjóðina alla. 24. júní 2022 17:30 Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Lofa starfsfólki að þau muni greiða fyrir þungunarrof Fjöldi fyrirtækja býðst til þess að greiða fyrir ferðakostnað starfsmanna sem þurfi að sækja sér þungunarrofsþjónustu utan eigin ríkismarka. 24. júní 2022 23:59
Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum. 24. júní 2022 21:30
Biden segir þetta sorglegan dag fyrir bandarísku þjóðina Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína rétt í þessu vegna ákvörðunar Hæstaréttar um að hafna rétti kvenna til þungunarrofs. Hann segir daginn vera sorglegan fyrir Hæstarétt og þjóðina alla. 24. júní 2022 17:30
Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47
Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23