Atli Sigurjónsson: Við gefum þeim mörkin Sverrir Mar Smárason skrifar 23. júní 2022 21:57 Atli Sigurjónsson í leiknum í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Atli Sigurjónsson, sóknarmaður KR, var ansi svekktur eftir 4-0 tap gegn Blikum í Kópavogi í kvöld. KR-ingar byrjuðu vel en voru svo sjálfum sér verstir þegar leið á. „Þetta er auðvitað bara mjög erfitt að fá svona stóran skell. Okkur leið ágætlega til að byrja með en svo gefum við þeim þessi tvö mörk og þá er þetta bara erfitt eftir það. Við gefum þeim mörkin, nýtum ekki sénsana okkar og það er mjög erfitt að vera að tala eitthvað jákvætt um okkar leik hérna, allavega í fjölmiðlum. Við tökum upp jákvæðu hlutina kannski inni í klefa frekar. Það eru engar afsakanir fyrir þessu,“ sagði Atli. Staðan var 2-0 í hálfleik og í upphafi síðari hálfleiks stýrðu Blikar leiknum áður en þeir komust svo í 4-0 eftir um klukkutíma leik. „Við ætluðum bara að nýta okkar sénsa og koma í veg fyrir þessi klaufamistök eins og hægt er að koma í veg fyrir mistök, þau gerast bara. Þetta fór ekki vel af stað í seinni og eftir það er bara mikið basl og erfitt að gera eitthvað úr þeirri stöðu sem við vorum komnir í,“ sagði Atli. Undirrituðum fannst sóknarleikur KR í kvöld vera tilviljanakenndur og sömuleiðis þegar leið á þá virkaði Atli eini KR-ingurinn sem hafði trú og vilja til þess að skapa færi. „Þetta lítur oft illa út þegar mörkin detta svo öðru megin, án þess að taka neitt af blikum, mörk breyta leikjum og hefðum við náð að pota inn einu áður en við gefum þessi mörk í byrjun þá lítur þetta öðruvísi við en eins og ég sagði áðan að þá eftir að hafa tapað 4-0 getum við ekki verið að setja út á eitt eða neitt. Þetta var lélegt.“ „Það er mjög erfið spurning fyrir mig að svara og ég get ekki verið sammála því [að hann sé eini leikmaður KR með trú]. Ég held það séu fleiri að reyna. Augljóslega í dag gekk það mjög illa en við erum allir að reyna og þetta er fyrsti tapleikurinn í nokkuð mörgum leikjum þannig að við rífum okkur bara strax í gang fyrir næsta leik. Bikarleikur fyrst og síðan höldum við áfram að reyna að safna stigum í deildinni,“ sagði Atli. Í bikarnum leikur KR gegn 2. deildarliði Njarðvíkur sem trónir taplaust á toppi 2.deildar og unnu m.a. 6-0 sigur á liðinu sem er að elta þá í gær. Atli telur það verða hörku leik. „Þetta verður bara mjög erfiður leikur, útileikur, þeir á „rönni“ og við að koma úr svona tapleik. Það er búið að vera mikið af leikjum svo við þurfum að ná góðri endurheimt og bara rífa okkur allverulega í gang því þetta verður mjög erfiður leikur,“ sagði Atli að lokum um bikarleikinn. Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik KR Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-KR 4-0 | Toppliðið vann stórsigur gegn gamla stórveldinu Breiðablik er nú með 11 stiga forskot á toppi Bestu-deildar karla eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2022 22:43 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Sjá meira
„Þetta er auðvitað bara mjög erfitt að fá svona stóran skell. Okkur leið ágætlega til að byrja með en svo gefum við þeim þessi tvö mörk og þá er þetta bara erfitt eftir það. Við gefum þeim mörkin, nýtum ekki sénsana okkar og það er mjög erfitt að vera að tala eitthvað jákvætt um okkar leik hérna, allavega í fjölmiðlum. Við tökum upp jákvæðu hlutina kannski inni í klefa frekar. Það eru engar afsakanir fyrir þessu,“ sagði Atli. Staðan var 2-0 í hálfleik og í upphafi síðari hálfleiks stýrðu Blikar leiknum áður en þeir komust svo í 4-0 eftir um klukkutíma leik. „Við ætluðum bara að nýta okkar sénsa og koma í veg fyrir þessi klaufamistök eins og hægt er að koma í veg fyrir mistök, þau gerast bara. Þetta fór ekki vel af stað í seinni og eftir það er bara mikið basl og erfitt að gera eitthvað úr þeirri stöðu sem við vorum komnir í,“ sagði Atli. Undirrituðum fannst sóknarleikur KR í kvöld vera tilviljanakenndur og sömuleiðis þegar leið á þá virkaði Atli eini KR-ingurinn sem hafði trú og vilja til þess að skapa færi. „Þetta lítur oft illa út þegar mörkin detta svo öðru megin, án þess að taka neitt af blikum, mörk breyta leikjum og hefðum við náð að pota inn einu áður en við gefum þessi mörk í byrjun þá lítur þetta öðruvísi við en eins og ég sagði áðan að þá eftir að hafa tapað 4-0 getum við ekki verið að setja út á eitt eða neitt. Þetta var lélegt.“ „Það er mjög erfið spurning fyrir mig að svara og ég get ekki verið sammála því [að hann sé eini leikmaður KR með trú]. Ég held það séu fleiri að reyna. Augljóslega í dag gekk það mjög illa en við erum allir að reyna og þetta er fyrsti tapleikurinn í nokkuð mörgum leikjum þannig að við rífum okkur bara strax í gang fyrir næsta leik. Bikarleikur fyrst og síðan höldum við áfram að reyna að safna stigum í deildinni,“ sagði Atli. Í bikarnum leikur KR gegn 2. deildarliði Njarðvíkur sem trónir taplaust á toppi 2.deildar og unnu m.a. 6-0 sigur á liðinu sem er að elta þá í gær. Atli telur það verða hörku leik. „Þetta verður bara mjög erfiður leikur, útileikur, þeir á „rönni“ og við að koma úr svona tapleik. Það er búið að vera mikið af leikjum svo við þurfum að ná góðri endurheimt og bara rífa okkur allverulega í gang því þetta verður mjög erfiður leikur,“ sagði Atli að lokum um bikarleikinn.
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik KR Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-KR 4-0 | Toppliðið vann stórsigur gegn gamla stórveldinu Breiðablik er nú með 11 stiga forskot á toppi Bestu-deildar karla eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2022 22:43 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik-KR 4-0 | Toppliðið vann stórsigur gegn gamla stórveldinu Breiðablik er nú með 11 stiga forskot á toppi Bestu-deildar karla eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2022 22:43