Telur Íslendinga á undan öðrum þjóðum í greiningum á ADHD Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. júní 2022 19:01 Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD- samtakanna fagnar því að verið sé að gera rannsókn á tengslum lyfjanna og geðrofs og örlyndis. Vísir/Bjarni Formaður ADHD samtakanna fagnar því að rannsaka eigi tengsl geðrofa og örlyndis og örvandi ADHD-lyfja. Hann telur Íslendinga fimm árum á undan öðrum þjóðum þegar kemur að greiningum á ofvirkni og athyglisbresti. Yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans sagði frá því í vikunni að samfara gríðarlegri aukningu á ávísunum á örvandi ADHD-lyfjum síðustu ár hafi tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað. Nú sé hafin rannsókn á þessum tengslum. En samkvæmt upplýsingum frá Landlækni hefur einn af hverjum tíu Íslendingum einhvern tíma verið á ADHD lyfjum frá árinu 2003. En fleiri ungmenni fá slík lyf en árið 2020 fengu um 16% pilta á aldrinum 10-14 ára örvandi ADHD lyf samkvæmt Landlækni. Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD- samtakanna fagnar því að verið sé að gera rannsókn á tengslum lyfjanna og geðrofs og örlyndis. „Er fjölgun núna hjá geðdeildinni af því að það er eitthvað meira að gerast eða af því að það eru fleiri að fá þessi lyf? Við vitum þetta ekki og því fagna ég því að það sé verið að rannsaka þetta,“ segir hann. Fram kom í samtali við prófessor í sálfræði í gær að hann telur að of miklu sé ávísað af ADHD- lyfjum hér á landi. Hann benti á fleiri leiðir. Vilhjálmur segir mikilvægt að vinna að öðrum úrræðum meðfram lyfjagjöf. „Lyfjagjöfin hefur verið það eina sem hefur verið niðurgreitt. Ég segi alltaf í mínum lyfjafyrirlestrum, það er bannað að velja bara eitt. Ég segi vjð fólk sem fær ADHD-lyf, hugsaðu um rútínuna, svefninn og hreyfinguna og svo allt hitt. Ef þú hefur samtalsmeðferð, núvitund, HAM eða eitthvað annað líka þá gerir það gott miklu betra,“ segir Vilhjámur. Almennt er talið að algengi ADHD á hinum Norðurlöndunum sé um 3-5% samkvæmt upplýsingum frá Nomesco. En eins og fram hefur komið er það mun algengara hér. Vilhjálmur telur að Íslendinga á undan öðrum þjóðum. „Við erum aðeins á undan Skandinavíu og Evrópu í greiningum að hluta til því að sálfræðingar okkar og geðlæknar hafa verið að læra í Bandaríkjunum. Ef þú horfir frá tölur frá Skandinavíu þá er uppsveifla þar. Við erum bara fimm árum á undan,“ segir Vilhálmur. Landspítalinn Lyf Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
Yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans sagði frá því í vikunni að samfara gríðarlegri aukningu á ávísunum á örvandi ADHD-lyfjum síðustu ár hafi tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað. Nú sé hafin rannsókn á þessum tengslum. En samkvæmt upplýsingum frá Landlækni hefur einn af hverjum tíu Íslendingum einhvern tíma verið á ADHD lyfjum frá árinu 2003. En fleiri ungmenni fá slík lyf en árið 2020 fengu um 16% pilta á aldrinum 10-14 ára örvandi ADHD lyf samkvæmt Landlækni. Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD- samtakanna fagnar því að verið sé að gera rannsókn á tengslum lyfjanna og geðrofs og örlyndis. „Er fjölgun núna hjá geðdeildinni af því að það er eitthvað meira að gerast eða af því að það eru fleiri að fá þessi lyf? Við vitum þetta ekki og því fagna ég því að það sé verið að rannsaka þetta,“ segir hann. Fram kom í samtali við prófessor í sálfræði í gær að hann telur að of miklu sé ávísað af ADHD- lyfjum hér á landi. Hann benti á fleiri leiðir. Vilhjálmur segir mikilvægt að vinna að öðrum úrræðum meðfram lyfjagjöf. „Lyfjagjöfin hefur verið það eina sem hefur verið niðurgreitt. Ég segi alltaf í mínum lyfjafyrirlestrum, það er bannað að velja bara eitt. Ég segi vjð fólk sem fær ADHD-lyf, hugsaðu um rútínuna, svefninn og hreyfinguna og svo allt hitt. Ef þú hefur samtalsmeðferð, núvitund, HAM eða eitthvað annað líka þá gerir það gott miklu betra,“ segir Vilhjámur. Almennt er talið að algengi ADHD á hinum Norðurlöndunum sé um 3-5% samkvæmt upplýsingum frá Nomesco. En eins og fram hefur komið er það mun algengara hér. Vilhjálmur telur að Íslendinga á undan öðrum þjóðum. „Við erum aðeins á undan Skandinavíu og Evrópu í greiningum að hluta til því að sálfræðingar okkar og geðlæknar hafa verið að læra í Bandaríkjunum. Ef þú horfir frá tölur frá Skandinavíu þá er uppsveifla þar. Við erum bara fimm árum á undan,“ segir Vilhálmur.
Landspítalinn Lyf Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira