Var lögsótt
Fyrirsætan var lögsótt af tískufyrirtæki fyrir notkun á skrásettu vörumerki þess, Rhode en það fyrirtæki var stofnað árið 2013. Stefnendur þess segja að Bieber hafi nálgast sig og reynt að eignast vörumerki þeirra en þær hafi hafnað tilboðinu. Konurnar sem stofnuðu upphaflega Rhode segjast harma það að þurfa að grípa til þess að kæra hana.
Eiginmaðurinn með lengri augnhár
„Eiginmaðurinn minn er með tíu sinnum lengri augnhár en ég og ég er mögulega smá afbrýðisöm út í það,“
segir hún um eiginmanninn sinn Justin Bieber. Hún segir genin hans vera áhugaverð og að öll hans systkini séu einnig með löng augnahár.
Vill styðja konur
Hailey hrósar Stormi Webber, fjögurra ára gamalli dóttur Kylie Jenner, fyrir vel hannaða samnefnda augnskugga pallettu sem hún notar í myndbandinu. Hún tekur það fram að hún vilji vera dugleg að hrósa vörumerkjum sem eru stofnuð að konum og hvað henni þykir vænt um að fá slíkan stuðning sjálf.
Ein af syndunum sjö
„Ég á erfitt með að fikta ekki í bólum“
segir hún. Hailey segir það hræðilegt þar sem það sé ein af syndunum sjö að fikta í húðinni. Þá segir hún bólulímmiða vera lífsbjörg.
Myndbandið má sjá í heild sinni hér að neðan: