Vill ekki skipta sér opinberlega af máli Assange Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2022 12:20 Borði til stuðnings Julian Assange í Sydney. AP/Mark Baker Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu ætlar ekki að óska þess opinberlega að Bandaríkjastjórn láti mál sitt gegn Ástralanum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, niður falla. Bresk stjórnvöld eru tilbúin að framselja hann vestur um haf. Þrýst hefur verið á áströlsku ríkisstjórnina að grípa inn í eftir að innanríkisráðherra Bretlands skipaði fyrir um að Assange skyldi framseldur til Bandaríkjanna í síðustu viku. Anthony Albanese, nýr forsætisráðherra, vill ekki gefa upp hvort hann hafi rætt við Joe Biden Bandaríkjaforseta um mál Assange. „Ég ætla mér að leiða ríkisstjórn sem á í háttvísum og viðeigandi samskiptum við bandamenn okkar,“ sagði Albanese við fréttamenn, að sögn AP-fréttastofunnar. Dóms- og utanríkisráðherra áströlsku stjórnarinnar segja mál Assange hafa dregist of mikið á langinn að það ætti að leiða til lykta. Assange er ákærður fyrir brot á njósnalögum í Bandaríkjunum. Hann hafi lagt á ráðin um tölvuinnbrot með Chelsea Manning, sem þá var greinandi fyrir leyniþjónustu Bandaríkjahers, þar sem fjöldi sendiráðsskjala var stolið. Skjölin voru svo birt á Wikileaks án þess að nöfn fólk væru fjarlægð en það segja saksóknarar að hafi sett hundruð manna í lífshættu, þar á meðal fólk sem aðstoðaði Bandaríkjaher í Írak og Afganistan. Einhverjir þeirra hafi horfið eftir uppljóstranir Wikileaks. Fjölmiðlar sem unnu í fyrstu með Wikileaks að birtingu gagnanna birtu ekki nöfn fólksins. Assange brenndi fljótt flestar brýr að baki sér í samskiptum við fjölmiðlana. Lögmenn Assange ætla að kæra ákvörðun breska innanríkisráðherrans um að framselja hann. Stella Assange, eiginkona hans, segir að hann sé sóttur til saka fyrir að afhjúpa stríðsglæpi. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, mildaði refsingu Chelsea Manning rétt áður en hann yfirgaf embættið árið 2017. Mál Julians Assange Ástralía Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir að Assange muni áfrýja: „Þessi slagur heldur áfram“ Innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Ritstjóri Wikileaks segir um pólitískar ofsóknir að ræða og málinu sé ekki lokið fyrir dómstólum. 17. júní 2022 11:36 Innanríkisráðherra Bretlands gefur grænt ljós á framsal Assange Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 17. júní 2022 09:33 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þrýst hefur verið á áströlsku ríkisstjórnina að grípa inn í eftir að innanríkisráðherra Bretlands skipaði fyrir um að Assange skyldi framseldur til Bandaríkjanna í síðustu viku. Anthony Albanese, nýr forsætisráðherra, vill ekki gefa upp hvort hann hafi rætt við Joe Biden Bandaríkjaforseta um mál Assange. „Ég ætla mér að leiða ríkisstjórn sem á í háttvísum og viðeigandi samskiptum við bandamenn okkar,“ sagði Albanese við fréttamenn, að sögn AP-fréttastofunnar. Dóms- og utanríkisráðherra áströlsku stjórnarinnar segja mál Assange hafa dregist of mikið á langinn að það ætti að leiða til lykta. Assange er ákærður fyrir brot á njósnalögum í Bandaríkjunum. Hann hafi lagt á ráðin um tölvuinnbrot með Chelsea Manning, sem þá var greinandi fyrir leyniþjónustu Bandaríkjahers, þar sem fjöldi sendiráðsskjala var stolið. Skjölin voru svo birt á Wikileaks án þess að nöfn fólk væru fjarlægð en það segja saksóknarar að hafi sett hundruð manna í lífshættu, þar á meðal fólk sem aðstoðaði Bandaríkjaher í Írak og Afganistan. Einhverjir þeirra hafi horfið eftir uppljóstranir Wikileaks. Fjölmiðlar sem unnu í fyrstu með Wikileaks að birtingu gagnanna birtu ekki nöfn fólksins. Assange brenndi fljótt flestar brýr að baki sér í samskiptum við fjölmiðlana. Lögmenn Assange ætla að kæra ákvörðun breska innanríkisráðherrans um að framselja hann. Stella Assange, eiginkona hans, segir að hann sé sóttur til saka fyrir að afhjúpa stríðsglæpi. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, mildaði refsingu Chelsea Manning rétt áður en hann yfirgaf embættið árið 2017.
Mál Julians Assange Ástralía Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir að Assange muni áfrýja: „Þessi slagur heldur áfram“ Innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Ritstjóri Wikileaks segir um pólitískar ofsóknir að ræða og málinu sé ekki lokið fyrir dómstólum. 17. júní 2022 11:36 Innanríkisráðherra Bretlands gefur grænt ljós á framsal Assange Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 17. júní 2022 09:33 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Segir að Assange muni áfrýja: „Þessi slagur heldur áfram“ Innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Ritstjóri Wikileaks segir um pólitískar ofsóknir að ræða og málinu sé ekki lokið fyrir dómstólum. 17. júní 2022 11:36
Innanríkisráðherra Bretlands gefur grænt ljós á framsal Assange Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 17. júní 2022 09:33