Staðráðnir í að halda Eurovision í Úkraínu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2022 14:21 Úkraínska hljómsveitin Kalush Orchestra sigruðu keppnina í ár. getty Úkraínsk yfirvöld fordæma ákvörðun Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva að leyfa Úkraínumönnum ekki að halda Eurovision-söngvakeppnina á næsta ári. Í gær komust skipuleggjendur Eurovision-söngvakeppninnar að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að tryggja öryggi keppninnar í Úkraínu, auk þess að landið uppfyllti ekki ströng skilyrði sambandsins til að halda keppnina. Þess í stað hafa skipuleggjendur beðið Breta um að halda keppnina í samstarfi við Úkraínumenn en Bretar áttu góðu gengi að fagna í keppninni í ár og enduðu í öðru sæti, aldrei þessu vant. Talsmenn BBC hafa tekið vel í þessa hugmynd, en ef svo færi að Bretar héldu keppnina yrði það í fyrsta sinn sem land í öðru sæti heldur keppnina ári síðar. Þessi áform Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva hefur þó ekki fallið jafn vel í yfirvöld í Úkraínu sem krefjast þess að fá tækifæri til að halda keppnina. Boris Johnson vonast einnig til þess að keppnin verði haldin í Úkraínu. "Úkraínumenn unnu keppnina. Ég veit að við áttum frábært framlag og það væri gaman að halda keppnina hér í Bretlandi. En staðreyndin er sú að Úkraínumenn unnu og þeir eiga skilið að halda keppnina. Ég trúi því að þeir geti haldið keppnina og að þeir eigi að fá að halda hana,“ sagði Johnson í samtali við Sky. Oleksandr Tkachenko, menningarmálaráðherra Úkraínu vill að skipuleggjendur setjist við samningaborðið og ræði möguleikann á að halda keppnina í Úkraínu árið 2023. „Við krefjumst þess að þessi ákvörðun verði dregin til baka, því við teljum að við munum geta staðið við allar okkar skuldbindingar,“ sagði Tkachenko. Oleksandr Tkachenko, menningamálaráðhera Úkraínu.getty Eurovision Úkraína Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
Í gær komust skipuleggjendur Eurovision-söngvakeppninnar að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að tryggja öryggi keppninnar í Úkraínu, auk þess að landið uppfyllti ekki ströng skilyrði sambandsins til að halda keppnina. Þess í stað hafa skipuleggjendur beðið Breta um að halda keppnina í samstarfi við Úkraínumenn en Bretar áttu góðu gengi að fagna í keppninni í ár og enduðu í öðru sæti, aldrei þessu vant. Talsmenn BBC hafa tekið vel í þessa hugmynd, en ef svo færi að Bretar héldu keppnina yrði það í fyrsta sinn sem land í öðru sæti heldur keppnina ári síðar. Þessi áform Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva hefur þó ekki fallið jafn vel í yfirvöld í Úkraínu sem krefjast þess að fá tækifæri til að halda keppnina. Boris Johnson vonast einnig til þess að keppnin verði haldin í Úkraínu. "Úkraínumenn unnu keppnina. Ég veit að við áttum frábært framlag og það væri gaman að halda keppnina hér í Bretlandi. En staðreyndin er sú að Úkraínumenn unnu og þeir eiga skilið að halda keppnina. Ég trúi því að þeir geti haldið keppnina og að þeir eigi að fá að halda hana,“ sagði Johnson í samtali við Sky. Oleksandr Tkachenko, menningarmálaráðherra Úkraínu vill að skipuleggjendur setjist við samningaborðið og ræði möguleikann á að halda keppnina í Úkraínu árið 2023. „Við krefjumst þess að þessi ákvörðun verði dregin til baka, því við teljum að við munum geta staðið við allar okkar skuldbindingar,“ sagði Tkachenko. Oleksandr Tkachenko, menningamálaráðhera Úkraínu.getty
Eurovision Úkraína Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58