Umhverfisvæn orkuöflun og orkunýting til húshitunar og orkuskiptin Eyjólfur Ármannsson skrifar 16. júní 2022 10:30 Fyrir Alþingi hefur legið frumvarp til breytingar á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Í frumvarpinu er lagt til að styrkir verði í formi eingreiðslu til íbúðareigenda sem fjárfesta í tækjabúnaði er leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og bættrar orkunýtingar við húshitun. Styrkurinn tekur mið af kostnaði við kaup á tækjabúnaði og uppsetningu utan dyra og er þar sérstaklega horft til varmadælna. Styrkurinn skal samkvæmt frumvarpinu jafngilda helmingi kostnaðar við kaup á tækjabúnaði, sem leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun, að hámarki 1 millj. kr. Styrkirnir eru samningsbundnir til 15 ára á viðkomandi húseign. Atvinnuveganefnd lagði til hækkun á hámarki í 1,3 milljónir kr. Samkvæmt athugun Orkustofnunar fer kostnaður slíks tækjabúnaður almennt ekki yfir 2 milljónir króna. Þetta er vanáætlað, kostnaðurinn er nær 2,6 – 3 milljónir króna. Hér er mikið hagsmunamál fyrir íbúa landsbyggðarinnar sem nýta raforku til húshitunar á köldum svæðum landsins, þar sem nýting jarðhita er ekki möguleg. Málið er liður í orkuskiptum og það bæði eykur tekjur ríkissjóðs og sparar ríkinu töluverð útgjöld til lengri tíma. Með varmadælu og öðrum orkusparandi búnaði er gert ráð fyrir að hægt verði að losa um allt að 110 GWst í aðra notkun. Það samsvarar raforkunotkun 50 þúsund rafbíla. Þessar 110 GWst sem fara í aðra notkun munu við það færast úr 11% virðisaukaskatti fyrir rafhitun í 24% virðisaukaskatt fyrir aðra raforkunotkun. Það mun auka tekjur ríkissjóðs verulega. Aukin notkun á tækjabúnaði til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun mun einnig lækka útgjaldaþörf ríkisins til niðurgreiðslna vegna húshitunar til lengri tíma. Ríkið sparar í formi lægri útgjalda. Íbúðareigendur, sem fjárfesta í umhverfisvænni orkuöflun og bættri orkunýtingu, eiga að njóta góðs af auknum tekjum og sparnaði ríkisins af fjárfestingum sínum. Í ljósi þess hve mikilvægt er að stuðla að orkuskiptum og í ljósi þess að umræddir styrkir munu til lengri tíma litið lækka útgjald ríkisin,s ætti að hækka styrkina í úr helmingi kostnaðar í þrjá fjórðu (75%) hluta kostnaðar og að hámark styrkja verði 1,5 millj. kr. Frumvarpið gerir ráð fyrir að hækkun útgjalda verði fjármögnuð með auknu 50 milljón króna árlegu útgjaldasvigrúmi á málefnasviði 15 Orkumál frá og með 2023 og það sem eftir stendur með ráðstöfun fjárheimilda af málefnasviði 17 Umhverfismál sem ætlaðar eru til orkuskipta. Lögfesting frumvarpsins mun því ekki hafa nein fjárhagsáhrif á ríkissjóð. Hækkun styrks úr helmingi (50%) í þrjá fjórðu (75%) kostnaðar íbúðareiganda við tækjakaup leiðir líka til að hlutfallslegrar hækkunar á ofangreindu árlegu útgjaldasvigrúmi um 25 milljónir króna. Í frumvarpinu kemur fram að losa þarf raforku til nauðsynlegra orkuskipta á næstu árum og að með aukinni notkun varmadælna við húshitun í stað rafhitunar sparast mikil raforka sem þá er hægt að nýta á annan hátt, t.d. til orkuskipta í samgöngum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er mikið talað um orkuskipti. Þar kemur fram að leggja eigi áherslu á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Orkuskipti á að verða ríkur þáttur í framlagi Íslands til að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána samhliða því að styrkja efnahagslega stöðu landsins og verða í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu. Styðja á orkuskipti á landsvísu með áherslu á að horfa til orkutengdra verkefna og grænnar orkuframleiðslu. Byggðaáætlun á að styðja við græn umskipti um allt land. Þetta eru háleit markmið um orkuskipti í landinu þar sem hraða á orkuskiptum á öllum sviðum og ná fullum orkuskiptum fyrir árið 2040 og verða þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Ísland á að vera í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu og kveða á um þau í byggðaáætlun. Meini ríkisstjórnin eitthvað með yfirlýsingum sínum í stjórnarsáttmálanum um orkuskipti, er ljóst að íbúðareigendur sem fjárfesta tækjabúnaði sem leiðir til umhverfisvænni orkuöflunar og bættrar orkunýtingar eiga að njóta góðs af auknum tekjum og sparnaði ríkisins. Það verður ekki gert með því að íbúðareigendur á landsbyggðinni stofni til mikilla útgjalda við kaup á tækjabúnaði sem gerir þau möguleg. Það eru útgjöld sem nema um 1,3 – 1,5 milljón króna með helmingsstyrk og með 75% styrk 650 – 750 þúsund krónur. Mikilvægt er því að þessi mikilvægi styrkur verði aukinn frekar en kveðið nú er ætlunin. Með því væri settur kraftur í umhverfisvænni orkuöflunar og bætta orkunýtingu á landsbyggðinni. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Orkuskipti Orkumál Alþingi Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi hefur legið frumvarp til breytingar á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Í frumvarpinu er lagt til að styrkir verði í formi eingreiðslu til íbúðareigenda sem fjárfesta í tækjabúnaði er leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og bættrar orkunýtingar við húshitun. Styrkurinn tekur mið af kostnaði við kaup á tækjabúnaði og uppsetningu utan dyra og er þar sérstaklega horft til varmadælna. Styrkurinn skal samkvæmt frumvarpinu jafngilda helmingi kostnaðar við kaup á tækjabúnaði, sem leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun, að hámarki 1 millj. kr. Styrkirnir eru samningsbundnir til 15 ára á viðkomandi húseign. Atvinnuveganefnd lagði til hækkun á hámarki í 1,3 milljónir kr. Samkvæmt athugun Orkustofnunar fer kostnaður slíks tækjabúnaður almennt ekki yfir 2 milljónir króna. Þetta er vanáætlað, kostnaðurinn er nær 2,6 – 3 milljónir króna. Hér er mikið hagsmunamál fyrir íbúa landsbyggðarinnar sem nýta raforku til húshitunar á köldum svæðum landsins, þar sem nýting jarðhita er ekki möguleg. Málið er liður í orkuskiptum og það bæði eykur tekjur ríkissjóðs og sparar ríkinu töluverð útgjöld til lengri tíma. Með varmadælu og öðrum orkusparandi búnaði er gert ráð fyrir að hægt verði að losa um allt að 110 GWst í aðra notkun. Það samsvarar raforkunotkun 50 þúsund rafbíla. Þessar 110 GWst sem fara í aðra notkun munu við það færast úr 11% virðisaukaskatti fyrir rafhitun í 24% virðisaukaskatt fyrir aðra raforkunotkun. Það mun auka tekjur ríkissjóðs verulega. Aukin notkun á tækjabúnaði til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun mun einnig lækka útgjaldaþörf ríkisins til niðurgreiðslna vegna húshitunar til lengri tíma. Ríkið sparar í formi lægri útgjalda. Íbúðareigendur, sem fjárfesta í umhverfisvænni orkuöflun og bættri orkunýtingu, eiga að njóta góðs af auknum tekjum og sparnaði ríkisins af fjárfestingum sínum. Í ljósi þess hve mikilvægt er að stuðla að orkuskiptum og í ljósi þess að umræddir styrkir munu til lengri tíma litið lækka útgjald ríkisin,s ætti að hækka styrkina í úr helmingi kostnaðar í þrjá fjórðu (75%) hluta kostnaðar og að hámark styrkja verði 1,5 millj. kr. Frumvarpið gerir ráð fyrir að hækkun útgjalda verði fjármögnuð með auknu 50 milljón króna árlegu útgjaldasvigrúmi á málefnasviði 15 Orkumál frá og með 2023 og það sem eftir stendur með ráðstöfun fjárheimilda af málefnasviði 17 Umhverfismál sem ætlaðar eru til orkuskipta. Lögfesting frumvarpsins mun því ekki hafa nein fjárhagsáhrif á ríkissjóð. Hækkun styrks úr helmingi (50%) í þrjá fjórðu (75%) kostnaðar íbúðareiganda við tækjakaup leiðir líka til að hlutfallslegrar hækkunar á ofangreindu árlegu útgjaldasvigrúmi um 25 milljónir króna. Í frumvarpinu kemur fram að losa þarf raforku til nauðsynlegra orkuskipta á næstu árum og að með aukinni notkun varmadælna við húshitun í stað rafhitunar sparast mikil raforka sem þá er hægt að nýta á annan hátt, t.d. til orkuskipta í samgöngum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er mikið talað um orkuskipti. Þar kemur fram að leggja eigi áherslu á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Orkuskipti á að verða ríkur þáttur í framlagi Íslands til að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána samhliða því að styrkja efnahagslega stöðu landsins og verða í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu. Styðja á orkuskipti á landsvísu með áherslu á að horfa til orkutengdra verkefna og grænnar orkuframleiðslu. Byggðaáætlun á að styðja við græn umskipti um allt land. Þetta eru háleit markmið um orkuskipti í landinu þar sem hraða á orkuskiptum á öllum sviðum og ná fullum orkuskiptum fyrir árið 2040 og verða þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Ísland á að vera í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu og kveða á um þau í byggðaáætlun. Meini ríkisstjórnin eitthvað með yfirlýsingum sínum í stjórnarsáttmálanum um orkuskipti, er ljóst að íbúðareigendur sem fjárfesta tækjabúnaði sem leiðir til umhverfisvænni orkuöflunar og bættrar orkunýtingar eiga að njóta góðs af auknum tekjum og sparnaði ríkisins. Það verður ekki gert með því að íbúðareigendur á landsbyggðinni stofni til mikilla útgjalda við kaup á tækjabúnaði sem gerir þau möguleg. Það eru útgjöld sem nema um 1,3 – 1,5 milljón króna með helmingsstyrk og með 75% styrk 650 – 750 þúsund krónur. Mikilvægt er því að þessi mikilvægi styrkur verði aukinn frekar en kveðið nú er ætlunin. Með því væri settur kraftur í umhverfisvænni orkuöflunar og bætta orkunýtingu á landsbyggðinni. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar