Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2022 15:52 Umfangsmiklar kröfugöngur fóru fram víðsvegar um Bandaríkin í gær þar sem fólk krafðist aðgerða vegna mannskæðra skotárása í Bandaríkjunum. AP/Keith Birmingham Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. Washington Post segir samkomulagið fela í sér að ríki verða hvött til að taka upp svokölluð „Red flag“ lög en þau fela í sér að yfirvöld geti tekið skotvopn af fólki sem talið er geta ógnað sjálfu sér eða öðrum. það felur einnig í sér að þegar 18 til 21 árs gamalt fólk reynir að kaupa hálfsjálfvirka riffla, megi skoða refsisögu þeirra í heild sinni. Hingað til hefur ekki mátt skoða gögn frá því ungir byssukaupendur voru táningar. Samkomulagið felur ekki í sér að ungu fólki verið alfarið meinað að kaupa riffla sem þessa fyrir 21 árs aldur. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, þingmenn Demókrataflokksins og nokkrir Repúblikanar hafa lýst yfir stuðningi við slíkar reglur en þær eru þegar í gildi varðandi skammbyssukaup. Í langflestum mannskæðum skotárásum Bandaríkjanna undanfarin ár hafa hálfsjálfvirkir rifflar verið notaðir og þá oft með magasínum sem geta geymt þrjátíu skot eða jafnvel fleiri. Samkomulagið felur ekki í sér að banna slík magasín. Samkvæmt samkomulaginu gætu yfirvöld Bandaríkjanna einnig aukið fjárútlát til geðheilbrigðismála og sömuleiðis aukið fjárútlát vegna öryggisgæslu á skólalóðum. Fólk sem hefur verið dæmt fyrir heimilisofbeldi eða verið beitt nálgunarbanni, myndi samkvæmt samkomualginu hafa takmarkaðan aðgang að skotvopnum. NEW Gun deal is out. pic.twitter.com/wufZ9RcdFb— Jake Sherman (@JakeSherman) June 12, 2022 Öldungadeildarþingmennirnir Chris Murphy og Kyrsten Sinema frá Demókrataflokknum og John Cornyn og Thom Tillis frá Repúblikanaflokknum komu að samkomulaginu fyrir hönd flokkanna. Ef og þegar lagafrumvarp verðu samið, mun það þurfa atkvæði sextíu þingmanna af hundrað til að verða samþykkt en öldungadeildin skiptist jafnt milli flokka, 50-50. Tíu þingmenn Repúblikanaflokksins skrifa undir samkomulagið svo það virðist líklegt að verði skrifað frumvarp, muni það njóta stuðnings nægilega margra þingmanna. Í frétt Politico segir að frumvarpsskrif gætu tekið nokkurn tíma. Til að mynda hafi það tekið rúmar sex vikur eftir viðræður flokkanna um innviðafrumvarp sem fór í gegnum þingið í fyrra. Frumvarpið þyrfti einnig að fara í gegnum fulltrúadeildina þar sem Demókratar eru í meirihluta. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði fyrir helgi að hún myndi styðja hvaða frumvarp sem kæmist í gegnum öldungadeildina. Það væri sama þó Demókratar næðu ekki fram sínum helstu áherslum, svo lengi sem frumvarpið hjálpaði við að bjarga mannslífum. Vill skrifa undir sem fyrst Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir í yfirlýsingu að hann vilji skrifa undir lagafrumvarp sem fyrst. Jafnvel þó það muni ekki innihalda allt sem hann vilji ná fram yrði frumvarp á grunni þessa samkomulags það umfangsmesta sem færi gegnum þingið í áratugi. „Með þverpólitískum stuðningi er engin afsökun fyrir töfum, og engin ástæða fyrir því að það geti ekki farið hratt í gegnum þingið. Hvern dag sem ekkert gerisit deyja fleiri börn í þessu landi: Því fyrr sem frumvarpið lendir á mínu borði, því fyrr get ég skrifað undir það og því fyrr getum við notað þessar aðgerðir til að bjarga mannslífum,“ er haft eftir Biden í yfirlýsingu Hvíta hússins. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Krafðist aðgerða í tilfinningaþrunginni einræðu Bandaríski leikarinn Matthew McConaughey hélt tilfinningaþrungna ræðu á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær, þar sem hann grátbað þingmenn um að herða skotvopnalöggjöf í landinu. Hann sýndi blaðamönnum græna skó sem meðal annars voru notaðir til að bera kennsl á eitt fórnarlamba skotárásinnar í Uvalde. 8. júní 2022 12:30 Telja sig nær því en áður að ná saman um viðbrögð við skotárásum Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi sem vinnur að tillögum til að bregðast við mannskæðum skotárásum síðustu vikna telur sig nú hafa meiri meðbyr en eftir fyrri slíka harmleiki. Hugmyndirnar sem eru til umræðu gagna mun skemur en Joe Biden forseti kallaði eftir á dögunum. 6. júní 2022 12:16 Þingmaður sýndi vopnabúrið á fundi um skotvopnalöggjöf Greg Steube, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, sýndi vopnabúr sitt er hann þótt þátt í nefndarstörfum dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar í gær, þar sem frumvarp um hert aðgengi að skotvopnum og tengdum vörum var til umræðu. 3. júní 2022 13:30 Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Kallaði eftir banni gegn árásarskotvopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í gær eftir banni gegn árásarskotvopnum eftir röð skotárása í Bandaríkjunum. Forsetinn ávarpaði þjóðina og spurði meðal annars að því hversu mikið blóðbað Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að sætta sig við. 3. júní 2022 07:55 Leitaði uppi lækni vegna bakverkja og skaut hann Maður sem skaut skurðlækni sinn og þrjá aðra til bana í Tulsa í Bandaríkjunum í gærkvöldi, kenndi lækninum um sársauka sem hann fann fyrir eftir aðgerð á baki. Maðurinn keypti sér hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni AR-15 nokkrum klukkustundum fyrir ódæðið. 2. júní 2022 23:31 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Washington Post segir samkomulagið fela í sér að ríki verða hvött til að taka upp svokölluð „Red flag“ lög en þau fela í sér að yfirvöld geti tekið skotvopn af fólki sem talið er geta ógnað sjálfu sér eða öðrum. það felur einnig í sér að þegar 18 til 21 árs gamalt fólk reynir að kaupa hálfsjálfvirka riffla, megi skoða refsisögu þeirra í heild sinni. Hingað til hefur ekki mátt skoða gögn frá því ungir byssukaupendur voru táningar. Samkomulagið felur ekki í sér að ungu fólki verið alfarið meinað að kaupa riffla sem þessa fyrir 21 árs aldur. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, þingmenn Demókrataflokksins og nokkrir Repúblikanar hafa lýst yfir stuðningi við slíkar reglur en þær eru þegar í gildi varðandi skammbyssukaup. Í langflestum mannskæðum skotárásum Bandaríkjanna undanfarin ár hafa hálfsjálfvirkir rifflar verið notaðir og þá oft með magasínum sem geta geymt þrjátíu skot eða jafnvel fleiri. Samkomulagið felur ekki í sér að banna slík magasín. Samkvæmt samkomulaginu gætu yfirvöld Bandaríkjanna einnig aukið fjárútlát til geðheilbrigðismála og sömuleiðis aukið fjárútlát vegna öryggisgæslu á skólalóðum. Fólk sem hefur verið dæmt fyrir heimilisofbeldi eða verið beitt nálgunarbanni, myndi samkvæmt samkomualginu hafa takmarkaðan aðgang að skotvopnum. NEW Gun deal is out. pic.twitter.com/wufZ9RcdFb— Jake Sherman (@JakeSherman) June 12, 2022 Öldungadeildarþingmennirnir Chris Murphy og Kyrsten Sinema frá Demókrataflokknum og John Cornyn og Thom Tillis frá Repúblikanaflokknum komu að samkomulaginu fyrir hönd flokkanna. Ef og þegar lagafrumvarp verðu samið, mun það þurfa atkvæði sextíu þingmanna af hundrað til að verða samþykkt en öldungadeildin skiptist jafnt milli flokka, 50-50. Tíu þingmenn Repúblikanaflokksins skrifa undir samkomulagið svo það virðist líklegt að verði skrifað frumvarp, muni það njóta stuðnings nægilega margra þingmanna. Í frétt Politico segir að frumvarpsskrif gætu tekið nokkurn tíma. Til að mynda hafi það tekið rúmar sex vikur eftir viðræður flokkanna um innviðafrumvarp sem fór í gegnum þingið í fyrra. Frumvarpið þyrfti einnig að fara í gegnum fulltrúadeildina þar sem Demókratar eru í meirihluta. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði fyrir helgi að hún myndi styðja hvaða frumvarp sem kæmist í gegnum öldungadeildina. Það væri sama þó Demókratar næðu ekki fram sínum helstu áherslum, svo lengi sem frumvarpið hjálpaði við að bjarga mannslífum. Vill skrifa undir sem fyrst Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir í yfirlýsingu að hann vilji skrifa undir lagafrumvarp sem fyrst. Jafnvel þó það muni ekki innihalda allt sem hann vilji ná fram yrði frumvarp á grunni þessa samkomulags það umfangsmesta sem færi gegnum þingið í áratugi. „Með þverpólitískum stuðningi er engin afsökun fyrir töfum, og engin ástæða fyrir því að það geti ekki farið hratt í gegnum þingið. Hvern dag sem ekkert gerisit deyja fleiri börn í þessu landi: Því fyrr sem frumvarpið lendir á mínu borði, því fyrr get ég skrifað undir það og því fyrr getum við notað þessar aðgerðir til að bjarga mannslífum,“ er haft eftir Biden í yfirlýsingu Hvíta hússins.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Krafðist aðgerða í tilfinningaþrunginni einræðu Bandaríski leikarinn Matthew McConaughey hélt tilfinningaþrungna ræðu á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær, þar sem hann grátbað þingmenn um að herða skotvopnalöggjöf í landinu. Hann sýndi blaðamönnum græna skó sem meðal annars voru notaðir til að bera kennsl á eitt fórnarlamba skotárásinnar í Uvalde. 8. júní 2022 12:30 Telja sig nær því en áður að ná saman um viðbrögð við skotárásum Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi sem vinnur að tillögum til að bregðast við mannskæðum skotárásum síðustu vikna telur sig nú hafa meiri meðbyr en eftir fyrri slíka harmleiki. Hugmyndirnar sem eru til umræðu gagna mun skemur en Joe Biden forseti kallaði eftir á dögunum. 6. júní 2022 12:16 Þingmaður sýndi vopnabúrið á fundi um skotvopnalöggjöf Greg Steube, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, sýndi vopnabúr sitt er hann þótt þátt í nefndarstörfum dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar í gær, þar sem frumvarp um hert aðgengi að skotvopnum og tengdum vörum var til umræðu. 3. júní 2022 13:30 Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Kallaði eftir banni gegn árásarskotvopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í gær eftir banni gegn árásarskotvopnum eftir röð skotárása í Bandaríkjunum. Forsetinn ávarpaði þjóðina og spurði meðal annars að því hversu mikið blóðbað Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að sætta sig við. 3. júní 2022 07:55 Leitaði uppi lækni vegna bakverkja og skaut hann Maður sem skaut skurðlækni sinn og þrjá aðra til bana í Tulsa í Bandaríkjunum í gærkvöldi, kenndi lækninum um sársauka sem hann fann fyrir eftir aðgerð á baki. Maðurinn keypti sér hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni AR-15 nokkrum klukkustundum fyrir ódæðið. 2. júní 2022 23:31 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Krafðist aðgerða í tilfinningaþrunginni einræðu Bandaríski leikarinn Matthew McConaughey hélt tilfinningaþrungna ræðu á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær, þar sem hann grátbað þingmenn um að herða skotvopnalöggjöf í landinu. Hann sýndi blaðamönnum græna skó sem meðal annars voru notaðir til að bera kennsl á eitt fórnarlamba skotárásinnar í Uvalde. 8. júní 2022 12:30
Telja sig nær því en áður að ná saman um viðbrögð við skotárásum Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi sem vinnur að tillögum til að bregðast við mannskæðum skotárásum síðustu vikna telur sig nú hafa meiri meðbyr en eftir fyrri slíka harmleiki. Hugmyndirnar sem eru til umræðu gagna mun skemur en Joe Biden forseti kallaði eftir á dögunum. 6. júní 2022 12:16
Þingmaður sýndi vopnabúrið á fundi um skotvopnalöggjöf Greg Steube, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, sýndi vopnabúr sitt er hann þótt þátt í nefndarstörfum dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar í gær, þar sem frumvarp um hert aðgengi að skotvopnum og tengdum vörum var til umræðu. 3. júní 2022 13:30
Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15
Kallaði eftir banni gegn árásarskotvopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í gær eftir banni gegn árásarskotvopnum eftir röð skotárása í Bandaríkjunum. Forsetinn ávarpaði þjóðina og spurði meðal annars að því hversu mikið blóðbað Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að sætta sig við. 3. júní 2022 07:55
Leitaði uppi lækni vegna bakverkja og skaut hann Maður sem skaut skurðlækni sinn og þrjá aðra til bana í Tulsa í Bandaríkjunum í gærkvöldi, kenndi lækninum um sársauka sem hann fann fyrir eftir aðgerð á baki. Maðurinn keypti sér hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni AR-15 nokkrum klukkustundum fyrir ódæðið. 2. júní 2022 23:31
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent