Nú hefur hún deilt mynd af parinu saman og skrifaði Rebel við myndina: „Ég hélt að ég væri að leita að Disney prins en kannski vantaði mig allan tímann Disney prinsessu.“
Samkvæmt People segja vinir leikkonunnar að hún hafi aldrei verið jafn hamingjusöm og núna. Í viðtali fyrir skömmu síðan sagðist Rebel hafa kynnst nýju ástinni í gegnum sameiginlegan vin.
„Við töluðum saman í síma í margar vikur áður en við hittumst og það var góð leið til þess að kynnast,“
sagði hún og fannst það rómantískt. Hún sagði það líka vera góða tilbreytingu að vera í virkilega heilbrigðu sambandi og ekki að sætta sig við eitthvað sem hún vildi ekki. Rebel var síðast í sambandi með Jacob Busch en þau hættu saman í lok síðasta árs.