Hvernig vill fullorðna fólkið hafa Laugardalinn? Ævar Harðarson skrifar 9. júní 2022 09:30 Kæru íbúar í Laugardal. Viljið þið taka þátt í netkönnun um hvernig hægt er að gera borgarhlutann ykkar enn betri? Netkönnunin er hluti af hluti af hugmynda- og upplýsingaöflun vegna vinnu við hverfisskipulag í ykkar borgarhluta, sem nær til hverfanna Laugarnes, Langholt og Voga. Innan þessara hverfa eru hverfiseiningar eins og Tún, Teigar, Lækir, Laugarás, Sund, Langholt, Heimar og Voga ásamt nýjum hverfishlutum við Kirkjusand og í nýju Vogabyggðinni. Útivistar- og Íþróttasvæðið í Laugardalnum tengist þessari vinnu órjúfanlegum böndum sem mikilvægt almenningsrými fyrir íbúa í þessum hverfum sem og allra borgarbúa. Börnin hugmyndarík Hugmyndasöfnun vegna hverfisskipulags byrjað í mars með opnu húsi sem stóð dagana 28. mars til 3. apríl undir stúkunni á Laugardalsvellinum. Þá komu í heimsókn um 1.300 nemendur úr öllum fjórum skólunum í borgarhlutanum og um 250 fullorðnir íbúar. Gestir á opna húsinu lögðu fram um 4.800 ábendingar og hugmyndir. Samtímis fór fram netkönnun um ferðaleiðir og nýtingu á almenningsrýmum í Laugardalnum sem um 400 manns tók þátt í. Mikið af þeim hugmyndum sem hafa safnast snúa að því hvernig bæta megi þjónustu í hverfunum og gera þau öruggara sérstaklega fyrir börn. Fjöldi hugmynda fjalla um málefni íþrótta- og útvistarsvæðisins í Laugardal og hvernig mengi bæta íþrótta- og leikaðstöðu fyrir börn og ungmenni. Laugardalurinn úr lofti.Mats Wibe Lund Byggt á öllum þessum hugmyndum, sérstaklega frá börnunum, verður hægt að þróa mjög góðar skipulagstillögur um hvernig gera má hverfin í Laugardal afbragðs góð fyrir börn. Og góð hverfi fyrir börn er góð fyrir alla. Í vinnu við hverfisskipulag þarf líka að taka mið af þörfum og sjónarmiðum hinna fullorðnu. Þess vegna leitum við nú til ykkar kæru íbúar eftir hugmyndum um hvernig bæta megi hverfið. Það getið þið gert með því að taka þátt í netkönnun okkar hér: Borgarhluti 4 – Laugardalur. Ný torg og borgargötur Netkönnunin verður opin i tvær viku. Niðurstöður úr henni ásamt hugmyndum frá börnum verð notaðar til þess að þróa vinnutillögur hverfisskipulags fyrir Laugardalinn sem verða kynntar fyrir íbúum og hagsmunaaðilum í haust. Þetta verður gert með sérstakri sýningu og kynningarsíðu þar sem leitað verður álits íbúa enn á ný en samráð og þátttaka íbúa er afar mikilvægur hluti af vinnu við hverfisskipulag. Allar upplýsingar um vinnu við hverfisskipulagið í Laugardal og netkönnunina er hægt finna á sérstakri kynningarsíðu sjá hér. Leggið ykkar af mörkum og hjálpið okkur við að vinna gott hverfisskipualg fyrir ykkar hverfi. Þið vitið best hvað vantar í þar: Hvernig og hvar þarf að bæta samgöngur til að gera þær öruggari og betri fyrir akandi, hjólandi og fótgangandi. Hvar á að leggja borgargötur og byggja upp hverfistorg. Hvernig bæta má verslun og þjónustu og byggja upp atvinnutækifæri innan hverfana. Hvar best er að bæta og styrkja aðstöðu til útivistar, leikja og íþrótta og hvar má byggja nýjar íbúðir sem mikill skortu er á í borginni um þessar mundir. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ævar Harðarson Reykjavík Skipulag Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Kæru íbúar í Laugardal. Viljið þið taka þátt í netkönnun um hvernig hægt er að gera borgarhlutann ykkar enn betri? Netkönnunin er hluti af hluti af hugmynda- og upplýsingaöflun vegna vinnu við hverfisskipulag í ykkar borgarhluta, sem nær til hverfanna Laugarnes, Langholt og Voga. Innan þessara hverfa eru hverfiseiningar eins og Tún, Teigar, Lækir, Laugarás, Sund, Langholt, Heimar og Voga ásamt nýjum hverfishlutum við Kirkjusand og í nýju Vogabyggðinni. Útivistar- og Íþróttasvæðið í Laugardalnum tengist þessari vinnu órjúfanlegum böndum sem mikilvægt almenningsrými fyrir íbúa í þessum hverfum sem og allra borgarbúa. Börnin hugmyndarík Hugmyndasöfnun vegna hverfisskipulags byrjað í mars með opnu húsi sem stóð dagana 28. mars til 3. apríl undir stúkunni á Laugardalsvellinum. Þá komu í heimsókn um 1.300 nemendur úr öllum fjórum skólunum í borgarhlutanum og um 250 fullorðnir íbúar. Gestir á opna húsinu lögðu fram um 4.800 ábendingar og hugmyndir. Samtímis fór fram netkönnun um ferðaleiðir og nýtingu á almenningsrýmum í Laugardalnum sem um 400 manns tók þátt í. Mikið af þeim hugmyndum sem hafa safnast snúa að því hvernig bæta megi þjónustu í hverfunum og gera þau öruggara sérstaklega fyrir börn. Fjöldi hugmynda fjalla um málefni íþrótta- og útvistarsvæðisins í Laugardal og hvernig mengi bæta íþrótta- og leikaðstöðu fyrir börn og ungmenni. Laugardalurinn úr lofti.Mats Wibe Lund Byggt á öllum þessum hugmyndum, sérstaklega frá börnunum, verður hægt að þróa mjög góðar skipulagstillögur um hvernig gera má hverfin í Laugardal afbragðs góð fyrir börn. Og góð hverfi fyrir börn er góð fyrir alla. Í vinnu við hverfisskipulag þarf líka að taka mið af þörfum og sjónarmiðum hinna fullorðnu. Þess vegna leitum við nú til ykkar kæru íbúar eftir hugmyndum um hvernig bæta megi hverfið. Það getið þið gert með því að taka þátt í netkönnun okkar hér: Borgarhluti 4 – Laugardalur. Ný torg og borgargötur Netkönnunin verður opin i tvær viku. Niðurstöður úr henni ásamt hugmyndum frá börnum verð notaðar til þess að þróa vinnutillögur hverfisskipulags fyrir Laugardalinn sem verða kynntar fyrir íbúum og hagsmunaaðilum í haust. Þetta verður gert með sérstakri sýningu og kynningarsíðu þar sem leitað verður álits íbúa enn á ný en samráð og þátttaka íbúa er afar mikilvægur hluti af vinnu við hverfisskipulag. Allar upplýsingar um vinnu við hverfisskipulagið í Laugardal og netkönnunina er hægt finna á sérstakri kynningarsíðu sjá hér. Leggið ykkar af mörkum og hjálpið okkur við að vinna gott hverfisskipualg fyrir ykkar hverfi. Þið vitið best hvað vantar í þar: Hvernig og hvar þarf að bæta samgöngur til að gera þær öruggari og betri fyrir akandi, hjólandi og fótgangandi. Hvar á að leggja borgargötur og byggja upp hverfistorg. Hvernig bæta má verslun og þjónustu og byggja upp atvinnutækifæri innan hverfana. Hvar best er að bæta og styrkja aðstöðu til útivistar, leikja og íþrótta og hvar má byggja nýjar íbúðir sem mikill skortu er á í borginni um þessar mundir. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar