Vinstri græn hafi sannað sig sem sú stjórnmálahreyfing sem getur vísað veginn Árni Sæberg skrifar 8. júní 2022 20:26 Orri Páll Jóhannsson er þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Vinstri grænna - græns framboðs sagði flokkinn hafa sannað sig að vera sú stjórnmálahreyfing sem hefur kjark til að takast á við áskoranir og verkefni, stjórnmálahreyfing sem hikar ekki við samstarf við aðra, sem getur verið í forystu og getur vísað veginn, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði að í stjórnartíð Katrínar Jakobsdóttur hafi ríkistjórnarflokkarnir þrír sýnt að sjónarmið ólíkra flokka, sem spanna hið pólitíska litróf, geta sameinast á breiðum grundvelli, landi og þjóð til heilla. Samfélagsleg sátt sé mikilvæg Orri Páll sagði að mikilvægi samfélagslegrar sáttar hafi verið honum hugleikið á þingvetrinum sem nú lýkur senn. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sé einmitt talað um mikilvægi hennar í samhengi samfélagslega mikilvægra þátta, til að mynda við breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem og í orkumálum. Í stjórnmálanum segir: ,,Sátt verður að ríkja um nýjar virkjanir til að byggja upp grænt og kolefnishlutlaust samfélag. Mestu skiptir að það verðir gert af varfærni gagnvart viðkvæmri náttúru landsins.“ „Við allar ákvarðanir er brýnt að við gætum að hagsmunum núverandi og komandi kynslóða, að við höfum sjálfbæra þróun að leiðarljósi þar sem jafnvægis á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta er gætt. Öðruvísi náum við ekki samfélagslegri sátt,“ sagði Orri Páll. Endurreisn hagkerfisins þurfi að vera græn Orri Páll sagði að efnahagsþrengingar í kjölfar þeirra ráðstafana sem þjóðir heims gripu til vegna heimsfaraldursins og innrásin í Úkraínu muni hafa áhrif á hagstjórn hér á landi. Hann sagði þjóðarbúskapinn búa vel að ákvörðunum sem teknar voru á síðasta kjörtímabili þegar útgjöld til samfélagslega mikilvægra innviða og málaflokka, til að mynda umhverfis- og loftlagsmála, félags- og heilbrigðismála, voru stóraukin frá því sem áður var. „Þó er það mikilvægt nú sem áður að nálgast verkefnið af kostgæfni. Það er skoðun okkar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði að endurreisn hagkerfisins í framhaldi af heimsfaraldri þurfi að vera græn og styðja við markmið og þróun kolefnishlutlauss hringrásarhagkerfis,“ sagði Orri Páll. Okkur beri skylda til þess að standa með fólki í viðkvæmri stöðu Orri Páll sagði að okkur bæri ber ærin skilda til þess að standa með fólki í viðkvæmri stöðu. „Það að vera friðarsinni felur síst í sér afskiptaleysi, en því er oft kastað fram sem höggstað á okkur sem aðhyllumst slíka stefnu. Sem friðarsinnum gefst okkur tækifæri til þess að berjast fyrir hugsjónum og friði með samúð og virðingu alls fólks að leiðarljósi. Ég stend fastar á því en fótunum að við vinnum ekki stríð með stríði,“ sagði hann í því samhengi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi þegar beitt sér fyrir móttöku viðkvæmra hópa, þar með talið einstæðum mæðrum og börnum þeirra frá Afganistan og fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra frá Úkraínu. Þá hafi félags- og vinnumarkaðsráðherra lagt til, og fengið samþykkt, að Ísland tæki sérstaklega á móti fjölskyldum ungra afganskra flóttamanna sem fengu vernd á Íslandi eftir átján ára aldur og áttu þess ekki kost að sækja um fjölskyldusameiningu vegna aldurs. Þá sagði hann að staða hinsegin fólks hafi stórbatnað á síðustu árum og það hafi verið sérstakt fagnaðarefni að sjá Ísland hækka um fimm sæti á Regnbogakorti ILGA Europe enda sé Ísland meðal fremstu þjóða Evrópu þegar kemur að lagalegri stöðu og réttindum hinsegin fólks. „Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur sannað sig að vera sú stjórnmálahreyfing sem hefur kjark til að takast á við áskoranir og verkefni, stjórnmálahreyfing sem hikar ekki við samstarf við aðra, sem getur verið í forystu og getur vísað veginn,“ sagði Orri Páll Jóhannsson í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis, sem má lesa í heild sinni hér að neðan: Virðulegi forseti, góðir landsmenn. Senn líður að lokum fyrsta þingvetrar annarrar ríkistjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Að baki eru fjögur viðburðarrík ár og hafa ríkistjórnarflokkarnir þrír sýnt að sjónarmið ólíkra flokka, sem spanna hið pólitíska litróf, geta sameinast á breiðum grundvelli landi og þjóð til heilla. Og það sem sameinar okkur öll hér á Alþingi er að við höfum vilja til þess að vinna að betra samfélagi. Grunnstoðir Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, umhverfisvernd, kvenfrelsi, alþjóðleg friðarhyggja og félagslegt réttlæti, eru góðar stoðir til að byggja framtíðina á. Þessar stoðir eiga alls staðar erindi. Mér hefur á þessum þingvetri verið hugleikið mikilvægi samfélagslegrar sáttar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er einmitt talað um mikilvægi hennar í samhengi samfélagslega mikilvægra þátta, t.a.m. við breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem og í orkumálum. Þar segir m.a., með leyfi forseta: ,,Sátt verður að ríkja um nýjar virkjanir til að byggja upp grænt og kolefnishlutlaust samfélag. Mestu skiptir að það verðir gert af varfærni gagnvart viðkvæmri náttúru landsins.“ Við allar ákvarðanir er brýnt að við gætum að hagsmunum núverandi og komandi kynslóða, að við höfum sjálfbæra þróun að leiðarljósi þar sem jafnvægis á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta er gætt. Öðruvísi náum við ekki samfélagslegri sátt. Undanfarin misseri, með heimsfaraldur kórónuveiru yfir og allt um kring, hafa sýnt okkur þá seiglu sem býr í íslensku þjóðinni. Við höfum verið lánsöm að hafa fólk í forystu sem tekur ákvarðanir út frá heildarhagsmunum þjóðarinnar. Árangur Íslands í baráttunni við heimfaraldurinn sýnir það að ákvarðanir sem byggja á bestu vísindalegu þekkingu eru farsælar ákvarðanir. En nú stöndum við frammi fyrir nýjum áskorunum. Sú grimmilega árás sem íbúar Úkraínu upplifa nú af hálfu rússneskra stjórnvalda byggir á 19. aldar hugmyndafræði, 20. aldar orðræðu með vopn 21. aldar í höndunum. Ekkert okkar getur ímyndað sér þær hörmungar sem íbúar Úkraínu upplifa. Fyrirséð er að innrásin í Úkraínu mun hafa áhrif um allan heim, þ.m.t. á efnahag þjóða. Það og efnahagsþrengingar í kjölfar þeirra ráðstafana sem þjóðir heims gripu til vegna heimsfaraldursins, auk þeirra stóru verkefna sem fyrir voru - og nefni ég þá helst sameiginlega baráttu þjóða heims við loftlagsbreytingar af mannavöldum - munu hafa áhrif á hagstjórn hér, sem og annarsstaðar. Þó hægi tímabundið á vexti ríkisútgjalda búum við vel að þeim ákvörðunum sem teknar voru á síðasta kjörtímabili þegar útgjöld til samfélagslega mikilvægra innviða og málaflokka, til að mynda umhverfis- og loftlagsmála, félags- og heilbrigðismála, voru stóraukin frá því sem áður var. Þó er það mikilvægt nú sem áður að nálgast verkefnið af kostgæfni. Það er skoðun okkar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði að endurreisn hagkerfisins í framhaldi af heimsfaraldri þurfi að vera græn og styðja við markmið og þróun kolefnishlutlauss hringrásarhagkerfis. Þrátt fyrir áskoranirnar er fullt tilefni til þess að líta björtum augum fram á veginn. Undirstöðugreinar og atvinnuhorfur hérlendis eru með besta móti og við sjáum að ferðamenn eru komnir á kreik sem aldrei fyrr, ólmir að skoða fjölda nýfriðlýstra svæða um land allt. Við búum nefnilega svo vel að eiga ríflega 40% af þeim ósnortnu víðernum sem eftir eru í Evrópu. Það er auður sem við verðum að gæta vel að, fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Virðulegi forseti, kæru landsmenn. Okkur ber ærin skylda til þess að standa með fólki í viðkvæmri stöðu. Það að vera friðarsinni felur síst í sér afskiptaleysi, en því er oft kastað fram sem höggstað á okkur sem aðhyllumst slíka stefnu. Sem friðarsinnum gefst okkur tækifæri til þess að berjast fyrir hugsjónum og friði með samúð og virðingu alls fólks að leiðarljósi. Ég stend fastar á því en fótunum að við vinnum ekki stríð með stríði. Þátttaka Íslands, sem her- og vopnlausrar þjóðar í alþjóðlegum átökum, grundvallast á því að tala fyrir friði og veita þeim skjól og vernd sem minnst mega sín. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur þegar beitt sér fyrir móttöku viðkvæmra hópa, þ.m.t. einstæðum mæðrum og börnum þeirra frá Afganistan og fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra frá Úkraínu. Þá lagði félags- og vinnumarkaðsráðherra til, og fékk samþykkt, að Ísland tæki sérstaklega á móti fjölskyldum ungra afganskra flóttamanna sem fengu vernd á Íslandi eftir 18 ára aldur og áttu þess ekki kost að sækja um fjölskyldusameiningu vegna aldurs. Fram undan er síðan stóra verkefnið að móta skýra og heildstæða stefnu í málefnum innflytjenda, en því fagna ég mjög enda auðgar fjölbreytni okkar samfélag. Þessar aðgerðir eru hluti af því félagslega réttlæti mín hreyfing kennir sig við og eru sömuleiðis grunnstoð í því fjölmenningarsamfélagi sem við viljum byggja; að hér á Íslandi séu öll velkomin. Á dagskrá þessara þingloka er til að mynda þingmál forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, sem lögfestir bann við mismunun fólks út frá kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu utan vinnumarkaðar. Sambærileg lög eru til staðar á vinnumarkaði og eru afurð sama ráðherra frá síðasta kjörtímabili. Staða hinsegin fólks á Íslandi hefur stórbatnað á síðustu árum og var það sérstakt fagnaðarefni að sjá Ísland hækka um fimm sæti á Regnbogakorti ILGA Europe enda Ísland meðal fremstu þjóða Evrópu þegar kemur að lagalegri stöðu og réttindum hinsegin fólks. Þessi árangur er m.a. afurð góðra verka á síðasta kjörtímabili og má þar nefna lög um kynrænt sjálfræði sem lögfestu rétt einstaklinga til að breyta kynskráningu sinni í samræmi við eigin upplifun. Þá hefur Alþingi til meðferðar þingsályktunartillögu forsætisráðherra um aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025sem inniber frekari réttarbætur til handa hinsegin fólki. Það að ríkisstjórnin standi að réttlátum breytingum í þessum málaflokkum eru skýr merki um áhrif Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Virðulegi forseti, kæru landsmenn. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur sannað sig að vera sú stjórnmálahreyfing sem hefur kjark til að takast á við áskoranir og verkefni, stjórnmálahreyfing sem hikar ekki við samstarf við aðra, sem getur verið í forystu og getur vísað veginn. Góðar stundir. Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði að í stjórnartíð Katrínar Jakobsdóttur hafi ríkistjórnarflokkarnir þrír sýnt að sjónarmið ólíkra flokka, sem spanna hið pólitíska litróf, geta sameinast á breiðum grundvelli, landi og þjóð til heilla. Samfélagsleg sátt sé mikilvæg Orri Páll sagði að mikilvægi samfélagslegrar sáttar hafi verið honum hugleikið á þingvetrinum sem nú lýkur senn. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sé einmitt talað um mikilvægi hennar í samhengi samfélagslega mikilvægra þátta, til að mynda við breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem og í orkumálum. Í stjórnmálanum segir: ,,Sátt verður að ríkja um nýjar virkjanir til að byggja upp grænt og kolefnishlutlaust samfélag. Mestu skiptir að það verðir gert af varfærni gagnvart viðkvæmri náttúru landsins.“ „Við allar ákvarðanir er brýnt að við gætum að hagsmunum núverandi og komandi kynslóða, að við höfum sjálfbæra þróun að leiðarljósi þar sem jafnvægis á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta er gætt. Öðruvísi náum við ekki samfélagslegri sátt,“ sagði Orri Páll. Endurreisn hagkerfisins þurfi að vera græn Orri Páll sagði að efnahagsþrengingar í kjölfar þeirra ráðstafana sem þjóðir heims gripu til vegna heimsfaraldursins og innrásin í Úkraínu muni hafa áhrif á hagstjórn hér á landi. Hann sagði þjóðarbúskapinn búa vel að ákvörðunum sem teknar voru á síðasta kjörtímabili þegar útgjöld til samfélagslega mikilvægra innviða og málaflokka, til að mynda umhverfis- og loftlagsmála, félags- og heilbrigðismála, voru stóraukin frá því sem áður var. „Þó er það mikilvægt nú sem áður að nálgast verkefnið af kostgæfni. Það er skoðun okkar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði að endurreisn hagkerfisins í framhaldi af heimsfaraldri þurfi að vera græn og styðja við markmið og þróun kolefnishlutlauss hringrásarhagkerfis,“ sagði Orri Páll. Okkur beri skylda til þess að standa með fólki í viðkvæmri stöðu Orri Páll sagði að okkur bæri ber ærin skilda til þess að standa með fólki í viðkvæmri stöðu. „Það að vera friðarsinni felur síst í sér afskiptaleysi, en því er oft kastað fram sem höggstað á okkur sem aðhyllumst slíka stefnu. Sem friðarsinnum gefst okkur tækifæri til þess að berjast fyrir hugsjónum og friði með samúð og virðingu alls fólks að leiðarljósi. Ég stend fastar á því en fótunum að við vinnum ekki stríð með stríði,“ sagði hann í því samhengi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi þegar beitt sér fyrir móttöku viðkvæmra hópa, þar með talið einstæðum mæðrum og börnum þeirra frá Afganistan og fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra frá Úkraínu. Þá hafi félags- og vinnumarkaðsráðherra lagt til, og fengið samþykkt, að Ísland tæki sérstaklega á móti fjölskyldum ungra afganskra flóttamanna sem fengu vernd á Íslandi eftir átján ára aldur og áttu þess ekki kost að sækja um fjölskyldusameiningu vegna aldurs. Þá sagði hann að staða hinsegin fólks hafi stórbatnað á síðustu árum og það hafi verið sérstakt fagnaðarefni að sjá Ísland hækka um fimm sæti á Regnbogakorti ILGA Europe enda sé Ísland meðal fremstu þjóða Evrópu þegar kemur að lagalegri stöðu og réttindum hinsegin fólks. „Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur sannað sig að vera sú stjórnmálahreyfing sem hefur kjark til að takast á við áskoranir og verkefni, stjórnmálahreyfing sem hikar ekki við samstarf við aðra, sem getur verið í forystu og getur vísað veginn,“ sagði Orri Páll Jóhannsson í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis, sem má lesa í heild sinni hér að neðan: Virðulegi forseti, góðir landsmenn. Senn líður að lokum fyrsta þingvetrar annarrar ríkistjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Að baki eru fjögur viðburðarrík ár og hafa ríkistjórnarflokkarnir þrír sýnt að sjónarmið ólíkra flokka, sem spanna hið pólitíska litróf, geta sameinast á breiðum grundvelli landi og þjóð til heilla. Og það sem sameinar okkur öll hér á Alþingi er að við höfum vilja til þess að vinna að betra samfélagi. Grunnstoðir Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, umhverfisvernd, kvenfrelsi, alþjóðleg friðarhyggja og félagslegt réttlæti, eru góðar stoðir til að byggja framtíðina á. Þessar stoðir eiga alls staðar erindi. Mér hefur á þessum þingvetri verið hugleikið mikilvægi samfélagslegrar sáttar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er einmitt talað um mikilvægi hennar í samhengi samfélagslega mikilvægra þátta, t.a.m. við breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem og í orkumálum. Þar segir m.a., með leyfi forseta: ,,Sátt verður að ríkja um nýjar virkjanir til að byggja upp grænt og kolefnishlutlaust samfélag. Mestu skiptir að það verðir gert af varfærni gagnvart viðkvæmri náttúru landsins.“ Við allar ákvarðanir er brýnt að við gætum að hagsmunum núverandi og komandi kynslóða, að við höfum sjálfbæra þróun að leiðarljósi þar sem jafnvægis á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta er gætt. Öðruvísi náum við ekki samfélagslegri sátt. Undanfarin misseri, með heimsfaraldur kórónuveiru yfir og allt um kring, hafa sýnt okkur þá seiglu sem býr í íslensku þjóðinni. Við höfum verið lánsöm að hafa fólk í forystu sem tekur ákvarðanir út frá heildarhagsmunum þjóðarinnar. Árangur Íslands í baráttunni við heimfaraldurinn sýnir það að ákvarðanir sem byggja á bestu vísindalegu þekkingu eru farsælar ákvarðanir. En nú stöndum við frammi fyrir nýjum áskorunum. Sú grimmilega árás sem íbúar Úkraínu upplifa nú af hálfu rússneskra stjórnvalda byggir á 19. aldar hugmyndafræði, 20. aldar orðræðu með vopn 21. aldar í höndunum. Ekkert okkar getur ímyndað sér þær hörmungar sem íbúar Úkraínu upplifa. Fyrirséð er að innrásin í Úkraínu mun hafa áhrif um allan heim, þ.m.t. á efnahag þjóða. Það og efnahagsþrengingar í kjölfar þeirra ráðstafana sem þjóðir heims gripu til vegna heimsfaraldursins, auk þeirra stóru verkefna sem fyrir voru - og nefni ég þá helst sameiginlega baráttu þjóða heims við loftlagsbreytingar af mannavöldum - munu hafa áhrif á hagstjórn hér, sem og annarsstaðar. Þó hægi tímabundið á vexti ríkisútgjalda búum við vel að þeim ákvörðunum sem teknar voru á síðasta kjörtímabili þegar útgjöld til samfélagslega mikilvægra innviða og málaflokka, til að mynda umhverfis- og loftlagsmála, félags- og heilbrigðismála, voru stóraukin frá því sem áður var. Þó er það mikilvægt nú sem áður að nálgast verkefnið af kostgæfni. Það er skoðun okkar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði að endurreisn hagkerfisins í framhaldi af heimsfaraldri þurfi að vera græn og styðja við markmið og þróun kolefnishlutlauss hringrásarhagkerfis. Þrátt fyrir áskoranirnar er fullt tilefni til þess að líta björtum augum fram á veginn. Undirstöðugreinar og atvinnuhorfur hérlendis eru með besta móti og við sjáum að ferðamenn eru komnir á kreik sem aldrei fyrr, ólmir að skoða fjölda nýfriðlýstra svæða um land allt. Við búum nefnilega svo vel að eiga ríflega 40% af þeim ósnortnu víðernum sem eftir eru í Evrópu. Það er auður sem við verðum að gæta vel að, fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Virðulegi forseti, kæru landsmenn. Okkur ber ærin skylda til þess að standa með fólki í viðkvæmri stöðu. Það að vera friðarsinni felur síst í sér afskiptaleysi, en því er oft kastað fram sem höggstað á okkur sem aðhyllumst slíka stefnu. Sem friðarsinnum gefst okkur tækifæri til þess að berjast fyrir hugsjónum og friði með samúð og virðingu alls fólks að leiðarljósi. Ég stend fastar á því en fótunum að við vinnum ekki stríð með stríði. Þátttaka Íslands, sem her- og vopnlausrar þjóðar í alþjóðlegum átökum, grundvallast á því að tala fyrir friði og veita þeim skjól og vernd sem minnst mega sín. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur þegar beitt sér fyrir móttöku viðkvæmra hópa, þ.m.t. einstæðum mæðrum og börnum þeirra frá Afganistan og fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra frá Úkraínu. Þá lagði félags- og vinnumarkaðsráðherra til, og fékk samþykkt, að Ísland tæki sérstaklega á móti fjölskyldum ungra afganskra flóttamanna sem fengu vernd á Íslandi eftir 18 ára aldur og áttu þess ekki kost að sækja um fjölskyldusameiningu vegna aldurs. Fram undan er síðan stóra verkefnið að móta skýra og heildstæða stefnu í málefnum innflytjenda, en því fagna ég mjög enda auðgar fjölbreytni okkar samfélag. Þessar aðgerðir eru hluti af því félagslega réttlæti mín hreyfing kennir sig við og eru sömuleiðis grunnstoð í því fjölmenningarsamfélagi sem við viljum byggja; að hér á Íslandi séu öll velkomin. Á dagskrá þessara þingloka er til að mynda þingmál forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, sem lögfestir bann við mismunun fólks út frá kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu utan vinnumarkaðar. Sambærileg lög eru til staðar á vinnumarkaði og eru afurð sama ráðherra frá síðasta kjörtímabili. Staða hinsegin fólks á Íslandi hefur stórbatnað á síðustu árum og var það sérstakt fagnaðarefni að sjá Ísland hækka um fimm sæti á Regnbogakorti ILGA Europe enda Ísland meðal fremstu þjóða Evrópu þegar kemur að lagalegri stöðu og réttindum hinsegin fólks. Þessi árangur er m.a. afurð góðra verka á síðasta kjörtímabili og má þar nefna lög um kynrænt sjálfræði sem lögfestu rétt einstaklinga til að breyta kynskráningu sinni í samræmi við eigin upplifun. Þá hefur Alþingi til meðferðar þingsályktunartillögu forsætisráðherra um aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025sem inniber frekari réttarbætur til handa hinsegin fólki. Það að ríkisstjórnin standi að réttlátum breytingum í þessum málaflokkum eru skýr merki um áhrif Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Virðulegi forseti, kæru landsmenn. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur sannað sig að vera sú stjórnmálahreyfing sem hefur kjark til að takast á við áskoranir og verkefni, stjórnmálahreyfing sem hikar ekki við samstarf við aðra, sem getur verið í forystu og getur vísað veginn. Góðar stundir.
Virðulegi forseti, góðir landsmenn. Senn líður að lokum fyrsta þingvetrar annarrar ríkistjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Að baki eru fjögur viðburðarrík ár og hafa ríkistjórnarflokkarnir þrír sýnt að sjónarmið ólíkra flokka, sem spanna hið pólitíska litróf, geta sameinast á breiðum grundvelli landi og þjóð til heilla. Og það sem sameinar okkur öll hér á Alþingi er að við höfum vilja til þess að vinna að betra samfélagi. Grunnstoðir Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, umhverfisvernd, kvenfrelsi, alþjóðleg friðarhyggja og félagslegt réttlæti, eru góðar stoðir til að byggja framtíðina á. Þessar stoðir eiga alls staðar erindi. Mér hefur á þessum þingvetri verið hugleikið mikilvægi samfélagslegrar sáttar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er einmitt talað um mikilvægi hennar í samhengi samfélagslega mikilvægra þátta, t.a.m. við breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem og í orkumálum. Þar segir m.a., með leyfi forseta: ,,Sátt verður að ríkja um nýjar virkjanir til að byggja upp grænt og kolefnishlutlaust samfélag. Mestu skiptir að það verðir gert af varfærni gagnvart viðkvæmri náttúru landsins.“ Við allar ákvarðanir er brýnt að við gætum að hagsmunum núverandi og komandi kynslóða, að við höfum sjálfbæra þróun að leiðarljósi þar sem jafnvægis á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta er gætt. Öðruvísi náum við ekki samfélagslegri sátt. Undanfarin misseri, með heimsfaraldur kórónuveiru yfir og allt um kring, hafa sýnt okkur þá seiglu sem býr í íslensku þjóðinni. Við höfum verið lánsöm að hafa fólk í forystu sem tekur ákvarðanir út frá heildarhagsmunum þjóðarinnar. Árangur Íslands í baráttunni við heimfaraldurinn sýnir það að ákvarðanir sem byggja á bestu vísindalegu þekkingu eru farsælar ákvarðanir. En nú stöndum við frammi fyrir nýjum áskorunum. Sú grimmilega árás sem íbúar Úkraínu upplifa nú af hálfu rússneskra stjórnvalda byggir á 19. aldar hugmyndafræði, 20. aldar orðræðu með vopn 21. aldar í höndunum. Ekkert okkar getur ímyndað sér þær hörmungar sem íbúar Úkraínu upplifa. Fyrirséð er að innrásin í Úkraínu mun hafa áhrif um allan heim, þ.m.t. á efnahag þjóða. Það og efnahagsþrengingar í kjölfar þeirra ráðstafana sem þjóðir heims gripu til vegna heimsfaraldursins, auk þeirra stóru verkefna sem fyrir voru - og nefni ég þá helst sameiginlega baráttu þjóða heims við loftlagsbreytingar af mannavöldum - munu hafa áhrif á hagstjórn hér, sem og annarsstaðar. Þó hægi tímabundið á vexti ríkisútgjalda búum við vel að þeim ákvörðunum sem teknar voru á síðasta kjörtímabili þegar útgjöld til samfélagslega mikilvægra innviða og málaflokka, til að mynda umhverfis- og loftlagsmála, félags- og heilbrigðismála, voru stóraukin frá því sem áður var. Þó er það mikilvægt nú sem áður að nálgast verkefnið af kostgæfni. Það er skoðun okkar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði að endurreisn hagkerfisins í framhaldi af heimsfaraldri þurfi að vera græn og styðja við markmið og þróun kolefnishlutlauss hringrásarhagkerfis. Þrátt fyrir áskoranirnar er fullt tilefni til þess að líta björtum augum fram á veginn. Undirstöðugreinar og atvinnuhorfur hérlendis eru með besta móti og við sjáum að ferðamenn eru komnir á kreik sem aldrei fyrr, ólmir að skoða fjölda nýfriðlýstra svæða um land allt. Við búum nefnilega svo vel að eiga ríflega 40% af þeim ósnortnu víðernum sem eftir eru í Evrópu. Það er auður sem við verðum að gæta vel að, fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Virðulegi forseti, kæru landsmenn. Okkur ber ærin skylda til þess að standa með fólki í viðkvæmri stöðu. Það að vera friðarsinni felur síst í sér afskiptaleysi, en því er oft kastað fram sem höggstað á okkur sem aðhyllumst slíka stefnu. Sem friðarsinnum gefst okkur tækifæri til þess að berjast fyrir hugsjónum og friði með samúð og virðingu alls fólks að leiðarljósi. Ég stend fastar á því en fótunum að við vinnum ekki stríð með stríði. Þátttaka Íslands, sem her- og vopnlausrar þjóðar í alþjóðlegum átökum, grundvallast á því að tala fyrir friði og veita þeim skjól og vernd sem minnst mega sín. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur þegar beitt sér fyrir móttöku viðkvæmra hópa, þ.m.t. einstæðum mæðrum og börnum þeirra frá Afganistan og fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra frá Úkraínu. Þá lagði félags- og vinnumarkaðsráðherra til, og fékk samþykkt, að Ísland tæki sérstaklega á móti fjölskyldum ungra afganskra flóttamanna sem fengu vernd á Íslandi eftir 18 ára aldur og áttu þess ekki kost að sækja um fjölskyldusameiningu vegna aldurs. Fram undan er síðan stóra verkefnið að móta skýra og heildstæða stefnu í málefnum innflytjenda, en því fagna ég mjög enda auðgar fjölbreytni okkar samfélag. Þessar aðgerðir eru hluti af því félagslega réttlæti mín hreyfing kennir sig við og eru sömuleiðis grunnstoð í því fjölmenningarsamfélagi sem við viljum byggja; að hér á Íslandi séu öll velkomin. Á dagskrá þessara þingloka er til að mynda þingmál forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, sem lögfestir bann við mismunun fólks út frá kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu utan vinnumarkaðar. Sambærileg lög eru til staðar á vinnumarkaði og eru afurð sama ráðherra frá síðasta kjörtímabili. Staða hinsegin fólks á Íslandi hefur stórbatnað á síðustu árum og var það sérstakt fagnaðarefni að sjá Ísland hækka um fimm sæti á Regnbogakorti ILGA Europe enda Ísland meðal fremstu þjóða Evrópu þegar kemur að lagalegri stöðu og réttindum hinsegin fólks. Þessi árangur er m.a. afurð góðra verka á síðasta kjörtímabili og má þar nefna lög um kynrænt sjálfræði sem lögfestu rétt einstaklinga til að breyta kynskráningu sinni í samræmi við eigin upplifun. Þá hefur Alþingi til meðferðar þingsályktunartillögu forsætisráðherra um aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025sem inniber frekari réttarbætur til handa hinsegin fólki. Það að ríkisstjórnin standi að réttlátum breytingum í þessum málaflokkum eru skýr merki um áhrif Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Virðulegi forseti, kæru landsmenn. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur sannað sig að vera sú stjórnmálahreyfing sem hefur kjark til að takast á við áskoranir og verkefni, stjórnmálahreyfing sem hikar ekki við samstarf við aðra, sem getur verið í forystu og getur vísað veginn. Góðar stundir.
Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira