Samantha Jones snýr aftur Elísabet Hanna skrifar 8. júní 2022 13:30 Kim Cattrall, Kristin Davis, Sarah Jessica Parker og Cynthia Nixon. Getty/Ron Galella, Ltd. Michael Patrick King, þáttastjórnandi Sex and the City og þáttanna And Just Like That hefur gefið það út að Samntha Jones muni snúa aftur í næstu seríu af síðarnefnda þættinum. Var ekki í fyrstu seríunni Persónan Samantha Jones kom aðeins fram í fyrstu seríunni í gegnum skilaboð við Carrie Bradshaw, persónu Söru Jessica Parker. Leikkonan Kim Cattrall hefur verið harðorð um að vilja ekki snúa aftur til starfa sem Samantha og Michael Patrick hefur í kjölfarið sagt að dyrnar væru ekki opnar fyrir endurkomu hennar í þættina. View this post on Instagram A post shared by And Just Like That... (@justlikethatmax) Segir hana snúa aftur Þegar hann var nýlega spurður hvort að persóna Samönthu myndi birtast aftur í þáttaröð tvö, sem fékk grænt ljós í mars, svaraði hann því játandi. Hann var hikandi við að deila frekari upplýsingum um það hvernig hún myndi koma fyrir og sagði: „Ein af stóru reglunum mínum er að segja ekki frá hlutunum fyrr en þeir eru raunverulegir.“ Hann segir markmiðið vera að koma öllum persónunum saman svo þær séu ekki allar hver í sínu horni. Fyrsta serían hlaut mikla gagnrýni fyrir það að vera ekki eins og Sex and the City þættirnir voru. Þeir sem koma að þáttunum bentu á að tímarnir væru búnir að breytast og persónurnar búnar að þroskast eins og gerist í raunveruleikanum. Líkt og í fyrri seríunni munu leikkonurnar Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon og Kristin Davis allar snúa aftur. View this post on Instagram A post shared by And Just Like That... (@justlikethatmax) „Ég er ánægður og spenntur að segja fleiri sögur af þessum líflegu, djörfu persónum, leiknar af þessum kraftmiklu, mögnuðu leikurum,“ sagði Michael Patrick þegar seinni serían var tilkynnt. Erfið samskipti Fyrr í þessum mánuði opnaði Sarah Jessica Parker sig um rifrildi hennar við Kim Cattrall sem hefur verið áberandi í fjölmiðlum og viðurkenndi að það væri mjög erfitt að tala um ástandið. „Ég hef verið svo varkár í því að vilja aldrei segja neitt óþægilegt,“ sagði Sarah Jessica og segir það sárt að fólk tali um samskipti hennar og Kim sem rifrildi eða baráttu þar sem hún sé ekki búin að segja neitt á kostnað Kim. „Það hefur verið ein manneskja að tala. Og ég ætla ekki að segja henni að hún megi ekki gera það, eða neinum, svo það hefur líka verið frekar sársaukafullt fyrir mig." Kim sagði í viðtali árið 2017 að hún hafi ekki átt vináttu með hinum leikkonunum sem komu að þáttunum og sagði hinar konurnar aðeins vera samstarfsmenn en ekki vinkonur sínar. Hún sagði svo sérstaklega að Sarah Jessica hefði getað verið betri við sig og hún skildi ekki hvað málið með hana væri. View this post on Instagram A post shared by Kim Cattrall (@kimcattrall) Vottaði samúð sína Árið 2018 vottaði Sarah Jessica henni samúð sína eftir andlát bróður hennar með orðunum: „Elsku besta Kim, ást mín og samúðarkveðjur til þín og þinna og guðs kveðjur til ástkærs bróður þíns. Xx.“ og Kim tók ekki vel í það og birti eftirfarandi færslu í kjölfarið: View this post on Instagram A post shared by Kim Cattrall (@kimcattrall) Það verður því áhugavert að sjá hvernig persónan mun snúa aftur í þáttunum en Sarah Jessica hefur áður sagt að hún gæti ekki hugsað sér að nein önnur leikkona myndi taka við keflinu af Kim. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=MoEyTPo_fY8">watch on YouTube</a> Mikið gekk á Við tökur á fyrstu seríu And just like that var mikið sem gekk á. Leikarinn Willie Garson féll frá eftir baráttu við krabbamein en hann fór kostulega með hlutverk Stanford Blatch í gegnum árin og olli fráfall hans mikilli sorg. View this post on Instagram A post shared by SJP (@sarahjessicaparker) Eftir að þættirnir fóru í loftið komu fram ásakanir á hendur Chris North um kynferðislegt ofbeldi gegn tveimur konum en fram að því hafði hann farið með hlutverk Mr. Big í þáttunum. Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Brúðkaupsskór Hildar Björnsdóttur og Carrie Bradshaw fengu nýtt hlutverk Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var gestur í þáttunum Heimsókn hjá Sindra Sindrasyni á dögunum þar sem hann heimsótti heimili hennar í Vesturbænum og kíkti í fataskápinn. Á heimilinu býr hún ásamt eiginmanni sínum Jóni Skaftasyni og þremur börnum þeirra. 13. janúar 2022 11:30 Aðalleikonurnar úr Sex and the City lýsa yfir stuðningi við meinta þolendur Noth Aðalleikonurnar í Sex and the City og framhaldsþáttunum And Just Like That hafa birt yfirlýsingu á Twitter þar sem þær segjast afar daprar vegna ásakana á hendur meðleikara þeirra, Chris Noth, um meint kynferðisbrot. 21. desember 2021 07:46 Nýtt sýnishorn úr And Just Like That Nýr kafli í Sex and the City ævintýrinu hefst fljótlega, þegar HBO Max byrjar að sýna „spin-off“ þættina And Just Like That. Sautján ár eru síðan þættirnir hættu í sýningu og ellefu ár eru síðan seinni Sex and the City kvikmyndin kom út. 1. desember 2021 10:31 Carrie Bradshaw og vinkonur sameinaðar á ný Þessa dagana standa yfir tökur á þáttunum And Just Like That...! sem eru framhald af hinum geysivinsælu þáttum Sex and the City. Sautján ár eru síðan þættirnir hættu í sýningu og ellefu ár eru síðan seinni Sex and the City kvikmyndin kom út og því ríkir mikil eftirvænting eftir nýju þáttunum. 20. júlí 2021 12:00 Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Var ekki í fyrstu seríunni Persónan Samantha Jones kom aðeins fram í fyrstu seríunni í gegnum skilaboð við Carrie Bradshaw, persónu Söru Jessica Parker. Leikkonan Kim Cattrall hefur verið harðorð um að vilja ekki snúa aftur til starfa sem Samantha og Michael Patrick hefur í kjölfarið sagt að dyrnar væru ekki opnar fyrir endurkomu hennar í þættina. View this post on Instagram A post shared by And Just Like That... (@justlikethatmax) Segir hana snúa aftur Þegar hann var nýlega spurður hvort að persóna Samönthu myndi birtast aftur í þáttaröð tvö, sem fékk grænt ljós í mars, svaraði hann því játandi. Hann var hikandi við að deila frekari upplýsingum um það hvernig hún myndi koma fyrir og sagði: „Ein af stóru reglunum mínum er að segja ekki frá hlutunum fyrr en þeir eru raunverulegir.“ Hann segir markmiðið vera að koma öllum persónunum saman svo þær séu ekki allar hver í sínu horni. Fyrsta serían hlaut mikla gagnrýni fyrir það að vera ekki eins og Sex and the City þættirnir voru. Þeir sem koma að þáttunum bentu á að tímarnir væru búnir að breytast og persónurnar búnar að þroskast eins og gerist í raunveruleikanum. Líkt og í fyrri seríunni munu leikkonurnar Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon og Kristin Davis allar snúa aftur. View this post on Instagram A post shared by And Just Like That... (@justlikethatmax) „Ég er ánægður og spenntur að segja fleiri sögur af þessum líflegu, djörfu persónum, leiknar af þessum kraftmiklu, mögnuðu leikurum,“ sagði Michael Patrick þegar seinni serían var tilkynnt. Erfið samskipti Fyrr í þessum mánuði opnaði Sarah Jessica Parker sig um rifrildi hennar við Kim Cattrall sem hefur verið áberandi í fjölmiðlum og viðurkenndi að það væri mjög erfitt að tala um ástandið. „Ég hef verið svo varkár í því að vilja aldrei segja neitt óþægilegt,“ sagði Sarah Jessica og segir það sárt að fólk tali um samskipti hennar og Kim sem rifrildi eða baráttu þar sem hún sé ekki búin að segja neitt á kostnað Kim. „Það hefur verið ein manneskja að tala. Og ég ætla ekki að segja henni að hún megi ekki gera það, eða neinum, svo það hefur líka verið frekar sársaukafullt fyrir mig." Kim sagði í viðtali árið 2017 að hún hafi ekki átt vináttu með hinum leikkonunum sem komu að þáttunum og sagði hinar konurnar aðeins vera samstarfsmenn en ekki vinkonur sínar. Hún sagði svo sérstaklega að Sarah Jessica hefði getað verið betri við sig og hún skildi ekki hvað málið með hana væri. View this post on Instagram A post shared by Kim Cattrall (@kimcattrall) Vottaði samúð sína Árið 2018 vottaði Sarah Jessica henni samúð sína eftir andlát bróður hennar með orðunum: „Elsku besta Kim, ást mín og samúðarkveðjur til þín og þinna og guðs kveðjur til ástkærs bróður þíns. Xx.“ og Kim tók ekki vel í það og birti eftirfarandi færslu í kjölfarið: View this post on Instagram A post shared by Kim Cattrall (@kimcattrall) Það verður því áhugavert að sjá hvernig persónan mun snúa aftur í þáttunum en Sarah Jessica hefur áður sagt að hún gæti ekki hugsað sér að nein önnur leikkona myndi taka við keflinu af Kim. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=MoEyTPo_fY8">watch on YouTube</a> Mikið gekk á Við tökur á fyrstu seríu And just like that var mikið sem gekk á. Leikarinn Willie Garson féll frá eftir baráttu við krabbamein en hann fór kostulega með hlutverk Stanford Blatch í gegnum árin og olli fráfall hans mikilli sorg. View this post on Instagram A post shared by SJP (@sarahjessicaparker) Eftir að þættirnir fóru í loftið komu fram ásakanir á hendur Chris North um kynferðislegt ofbeldi gegn tveimur konum en fram að því hafði hann farið með hlutverk Mr. Big í þáttunum.
Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Brúðkaupsskór Hildar Björnsdóttur og Carrie Bradshaw fengu nýtt hlutverk Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var gestur í þáttunum Heimsókn hjá Sindra Sindrasyni á dögunum þar sem hann heimsótti heimili hennar í Vesturbænum og kíkti í fataskápinn. Á heimilinu býr hún ásamt eiginmanni sínum Jóni Skaftasyni og þremur börnum þeirra. 13. janúar 2022 11:30 Aðalleikonurnar úr Sex and the City lýsa yfir stuðningi við meinta þolendur Noth Aðalleikonurnar í Sex and the City og framhaldsþáttunum And Just Like That hafa birt yfirlýsingu á Twitter þar sem þær segjast afar daprar vegna ásakana á hendur meðleikara þeirra, Chris Noth, um meint kynferðisbrot. 21. desember 2021 07:46 Nýtt sýnishorn úr And Just Like That Nýr kafli í Sex and the City ævintýrinu hefst fljótlega, þegar HBO Max byrjar að sýna „spin-off“ þættina And Just Like That. Sautján ár eru síðan þættirnir hættu í sýningu og ellefu ár eru síðan seinni Sex and the City kvikmyndin kom út. 1. desember 2021 10:31 Carrie Bradshaw og vinkonur sameinaðar á ný Þessa dagana standa yfir tökur á þáttunum And Just Like That...! sem eru framhald af hinum geysivinsælu þáttum Sex and the City. Sautján ár eru síðan þættirnir hættu í sýningu og ellefu ár eru síðan seinni Sex and the City kvikmyndin kom út og því ríkir mikil eftirvænting eftir nýju þáttunum. 20. júlí 2021 12:00 Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Brúðkaupsskór Hildar Björnsdóttur og Carrie Bradshaw fengu nýtt hlutverk Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var gestur í þáttunum Heimsókn hjá Sindra Sindrasyni á dögunum þar sem hann heimsótti heimili hennar í Vesturbænum og kíkti í fataskápinn. Á heimilinu býr hún ásamt eiginmanni sínum Jóni Skaftasyni og þremur börnum þeirra. 13. janúar 2022 11:30
Aðalleikonurnar úr Sex and the City lýsa yfir stuðningi við meinta þolendur Noth Aðalleikonurnar í Sex and the City og framhaldsþáttunum And Just Like That hafa birt yfirlýsingu á Twitter þar sem þær segjast afar daprar vegna ásakana á hendur meðleikara þeirra, Chris Noth, um meint kynferðisbrot. 21. desember 2021 07:46
Nýtt sýnishorn úr And Just Like That Nýr kafli í Sex and the City ævintýrinu hefst fljótlega, þegar HBO Max byrjar að sýna „spin-off“ þættina And Just Like That. Sautján ár eru síðan þættirnir hættu í sýningu og ellefu ár eru síðan seinni Sex and the City kvikmyndin kom út. 1. desember 2021 10:31
Carrie Bradshaw og vinkonur sameinaðar á ný Þessa dagana standa yfir tökur á þáttunum And Just Like That...! sem eru framhald af hinum geysivinsælu þáttum Sex and the City. Sautján ár eru síðan þættirnir hættu í sýningu og ellefu ár eru síðan seinni Sex and the City kvikmyndin kom út og því ríkir mikil eftirvænting eftir nýju þáttunum. 20. júlí 2021 12:00