„Áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júní 2022 07:01 Hjól Margeirs er illa farið eftir ökuníðinginn sem keyrði á hann og flúði svo. Samsett Á leið niður Laugaveginn á hjóli á laugardagskvöld lenti Margeir Steinar Ingólfsson í því að ökumaður ók aftan á hann með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjól hans kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjól Margeirs, brunaði niður göngugötu og flúði af vettvangi. Margeir Ingólfsson, betur þekktur sem DJ Margeir, segir ekki rétt að tala um atvikið sem slys, eins og fréttamiðlar hafa lýst því, heldur sé þetta „ekkert nema líkamsárás, sem hefði getað endað mun verr“. Hann segir gjörning ökumannsins „gjörsamlega galinn“ og hann hafi þegar kært viðkomandi til lögreglunnar. Blaðamaður hringdi í Margeir sem lýsti atvikinu og eftirmálum þess. Lífshættulegur pirringur „Ég var bara að hjóla úr sundi niður Laugaveginn í rólegheitunum og var að hjóla á milli tveggja bíla. Svo heyri ég að bíllinn gefur í fyrir aftan mig en pældi ekkert frekar í því. En þetta virtist vera vottur um einhvern pirring,“ segir Margeir um aðdragandann að atvikinu. „Og áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig. Ég næ einhvern veginn að stökkva af hjólinu sem kastast áfram eftir götunni,“ segir hann. Eftir áreksturinn ætlaði Margeir að ræða við bílstjórann til að komast að því hvað hann hefði verið að hugsa. Æsingur bílstjórans hafi ekki skilað honum neitt lengra enda væru bara fimm metrar í skottið á næsta bíl. Keyrði yfir hjólið og flúði svo niður göngugötu „Þegar ég geng upp að bílnum til að ræða við hann þá brunar hann af stað, keyrir yfir hjólið og ætlar að stinga af. Hann nær hins vegar ekki beygja til hægri, niður Frakkastíginn, af því það er svo mikið af bílum og ákveður frekar að bruna niður göngugötuna. Og stakk þannig af,“ segir Margeir um viðbrögð ökumannsins. Korteri seinna hafi lögreglan komið á vettvang, segir Margeir. Hún hafi tekið málinu alvarlega, rætt við Margeir, tekið niður númerið á bílnum og fengið lýsingu á atvikinu. Síðar hafi hann fengið hringingu frá lögreglunni, honum tjáð að málið væri til rannsóknar og hann þyrfti ekki að kæra málið sjálfur. Málið væri því komið í góðan farveg. Að lokum sagði Margeir um atvikið að sér fyndist þetta vera „algjörlega galinn gjörningur“ og það hefði getað farið miklu verr. Jafnframt minntist hann á að að pirringur ökumanna gagnvart hjólreiðamönnum virtist vera að aukast. Samgönguslys Hjólreiðar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Margeir Ingólfsson, betur þekktur sem DJ Margeir, segir ekki rétt að tala um atvikið sem slys, eins og fréttamiðlar hafa lýst því, heldur sé þetta „ekkert nema líkamsárás, sem hefði getað endað mun verr“. Hann segir gjörning ökumannsins „gjörsamlega galinn“ og hann hafi þegar kært viðkomandi til lögreglunnar. Blaðamaður hringdi í Margeir sem lýsti atvikinu og eftirmálum þess. Lífshættulegur pirringur „Ég var bara að hjóla úr sundi niður Laugaveginn í rólegheitunum og var að hjóla á milli tveggja bíla. Svo heyri ég að bíllinn gefur í fyrir aftan mig en pældi ekkert frekar í því. En þetta virtist vera vottur um einhvern pirring,“ segir Margeir um aðdragandann að atvikinu. „Og áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig. Ég næ einhvern veginn að stökkva af hjólinu sem kastast áfram eftir götunni,“ segir hann. Eftir áreksturinn ætlaði Margeir að ræða við bílstjórann til að komast að því hvað hann hefði verið að hugsa. Æsingur bílstjórans hafi ekki skilað honum neitt lengra enda væru bara fimm metrar í skottið á næsta bíl. Keyrði yfir hjólið og flúði svo niður göngugötu „Þegar ég geng upp að bílnum til að ræða við hann þá brunar hann af stað, keyrir yfir hjólið og ætlar að stinga af. Hann nær hins vegar ekki beygja til hægri, niður Frakkastíginn, af því það er svo mikið af bílum og ákveður frekar að bruna niður göngugötuna. Og stakk þannig af,“ segir Margeir um viðbrögð ökumannsins. Korteri seinna hafi lögreglan komið á vettvang, segir Margeir. Hún hafi tekið málinu alvarlega, rætt við Margeir, tekið niður númerið á bílnum og fengið lýsingu á atvikinu. Síðar hafi hann fengið hringingu frá lögreglunni, honum tjáð að málið væri til rannsóknar og hann þyrfti ekki að kæra málið sjálfur. Málið væri því komið í góðan farveg. Að lokum sagði Margeir um atvikið að sér fyndist þetta vera „algjörlega galinn gjörningur“ og það hefði getað farið miklu verr. Jafnframt minntist hann á að að pirringur ökumanna gagnvart hjólreiðamönnum virtist vera að aukast.
Samgönguslys Hjólreiðar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira