Hryðjuverkamaðurinn í Buffalo lýsir yfir sakleysi Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2022 08:41 Fólk biður fyrir utan Tops-stórverslunina í Buffalo þar sem ungi maðurinn myrti tíu manns. AP/Matt Rourke Átján ára karlmaður sem skaut tíu blökkumenn til bana í stórmarkaði í Buffalo í síðasta mánuði lýsti yfir sakleysi sínu þegar ákæra á hendur honum fyrir haturshryðjuverk var tekin fyrir. Saksóknarinn lýsir sönnunargögnunum gegn honum sem yfirgnæfandi. Þetta er í fyrsta skipti sem ákært er á grundvelli laga gegn innlendri hryðjuverkastarfsemi og hatursglæpum í New York. Sakborningurinn tjáði sig ekki og mikil öryggisgæsla var í réttarsalnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Enginn vafi leikur á sekt byssumannsins. Sjónarvottar og lögreglumenn sáu hann en auk þess skrifaði hann sjálfur um hugmyndir sínar um yfirburði hvíta kynstofnsins og að hann hygðist fremja morðin og streymdi jafnframt myndbandi af drápunum á netinu. Maðurinn notaði hálfsjálfvirkan árásarriffil til að fremja morðin og segir lögregla að hann hafi varið verslunina vegna þess að hún er staðsett í hverfi þar sem langflestir íbúar eru svartir. Hann ók um þriggja klukkustunda leið frá heimili sínu í Cinklin í New York til Buffalo. „Það eru yfirgnæfandi sannanir fyrir sekt sakborningsins. Sakborningurinn var tekinn höndum á vettvangi með vopn í höndunum,“ sagði John Fereleto, aðstoðarumdæmissaksóknari. Strax eftir árásina var maðurinn ákærður fyrir morð. Á miðvikudag lögðu saksóknarar fram nýja ákæru vega innlendra hryðjuverka og hatursglæps. Hann er sakaður um að hafa myrt að minnsta kosti fimm fórnarlamba sinna vegna kynþáttar eða litarháttar þeirra. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. 17. maí 2022 22:09 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem ákært er á grundvelli laga gegn innlendri hryðjuverkastarfsemi og hatursglæpum í New York. Sakborningurinn tjáði sig ekki og mikil öryggisgæsla var í réttarsalnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Enginn vafi leikur á sekt byssumannsins. Sjónarvottar og lögreglumenn sáu hann en auk þess skrifaði hann sjálfur um hugmyndir sínar um yfirburði hvíta kynstofnsins og að hann hygðist fremja morðin og streymdi jafnframt myndbandi af drápunum á netinu. Maðurinn notaði hálfsjálfvirkan árásarriffil til að fremja morðin og segir lögregla að hann hafi varið verslunina vegna þess að hún er staðsett í hverfi þar sem langflestir íbúar eru svartir. Hann ók um þriggja klukkustunda leið frá heimili sínu í Cinklin í New York til Buffalo. „Það eru yfirgnæfandi sannanir fyrir sekt sakborningsins. Sakborningurinn var tekinn höndum á vettvangi með vopn í höndunum,“ sagði John Fereleto, aðstoðarumdæmissaksóknari. Strax eftir árásina var maðurinn ákærður fyrir morð. Á miðvikudag lögðu saksóknarar fram nýja ákæru vega innlendra hryðjuverka og hatursglæps. Hann er sakaður um að hafa myrt að minnsta kosti fimm fórnarlamba sinna vegna kynþáttar eða litarháttar þeirra.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. 17. maí 2022 22:09 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30
Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. 17. maí 2022 22:09