Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2022 22:30 Payton Gendron í dómsal í síðasta mánuði. AP/Matt Rourke Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. Gendron keyrði í þrjá tíma til Buffalo vegna þess að þar býr mikið af þeldökku fólki og streymdi hann frá árásinni á netinu. Hann birti einnig skömmu áður langt skjal þar sem hann opinberaði rasisma sinn og virðist sem hann aðhyllist kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Kenning þessi hefur orðið sífellt meira áberandi á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum og hefur orðið sífellt meira móðins meðal hægri sinnaðra stjórnmálamanna og sjónvarpsmanna. Skjalið ber einnig merki þess að Gendron hafi fengið innblástur frá Brenton Tarrant, sem skaut 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi árið 2019. Hann streymdi einnig frá árásinni á netinu. Sjá einnig: Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Ákærudómstóll hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Gendron yrði ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hann stendur samtals frammi fyrir 25 ákærum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Auk ákæra fyrir morð og hryðjuverk hefur hann einnig verið ákærður fyrir hatursglæp, morðtilraunir og brot á vopnalögum. Hann gæti seinna meir verið ákærður aftur fyrir hatursglæp en þá af alríkisdómstólum. Verði Gendron fundinn sekur fyrir hryðjuverk gæti hann verið dæmdur í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn. Bað hvítan mann afsökunar en skaut aðra Fórnarlömb hans voru 32 til 86 ára gömul. Meðal þeirra voru átta viðskiptavinir verslunarinnar þar sem hann framdi fjöldamorðið, öryggisvörður og djákni sem stundaði það að keyra fólk í búðir. Í versluninni rakst Gendron á minnst einn hvítan mann. Upptaka hans sýndi manninn kalla á hjálp þegar Gendron beindi byssunni að honum þar sem maðurinn faldi sig bakvið afgreiðsluborð. Gendron bað hann þó afsökunar og hljóp á brott til að finna önnur fórnarlömb. Nokkrum sekúndum áður hafði hann skotið nokkra þeldökka til bana. Gendron var vopnaður riffli af gerðinni AR-15, sem er hálfsjálvirkur og með magasín sem innihéldu mörg skot. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hyggjast banna sölu og innflutning á skammbyssum Ríkisstjórn Kanada, undir forystu Justin Trudeau forsætisráðherra, kynnti á mánudag nýja löggjöf sem bannar innflutning, sölu og kaup á skammbyssum. Búist er við því að lagafrumvarpið verði samþykkt í haust. 31. maí 2022 15:50 „Við vitum hvað virkar gegn þessu“ Varaforseti Bandaríkjanna kallar eftir því að þingið bregðist við vaxandi skotvopnaógn í landinu og banni almenningi að eiga árásarvopn. Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreind 29. maí 2022 23:31 „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Gendron keyrði í þrjá tíma til Buffalo vegna þess að þar býr mikið af þeldökku fólki og streymdi hann frá árásinni á netinu. Hann birti einnig skömmu áður langt skjal þar sem hann opinberaði rasisma sinn og virðist sem hann aðhyllist kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Kenning þessi hefur orðið sífellt meira áberandi á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum og hefur orðið sífellt meira móðins meðal hægri sinnaðra stjórnmálamanna og sjónvarpsmanna. Skjalið ber einnig merki þess að Gendron hafi fengið innblástur frá Brenton Tarrant, sem skaut 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi árið 2019. Hann streymdi einnig frá árásinni á netinu. Sjá einnig: Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Ákærudómstóll hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Gendron yrði ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hann stendur samtals frammi fyrir 25 ákærum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Auk ákæra fyrir morð og hryðjuverk hefur hann einnig verið ákærður fyrir hatursglæp, morðtilraunir og brot á vopnalögum. Hann gæti seinna meir verið ákærður aftur fyrir hatursglæp en þá af alríkisdómstólum. Verði Gendron fundinn sekur fyrir hryðjuverk gæti hann verið dæmdur í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn. Bað hvítan mann afsökunar en skaut aðra Fórnarlömb hans voru 32 til 86 ára gömul. Meðal þeirra voru átta viðskiptavinir verslunarinnar þar sem hann framdi fjöldamorðið, öryggisvörður og djákni sem stundaði það að keyra fólk í búðir. Í versluninni rakst Gendron á minnst einn hvítan mann. Upptaka hans sýndi manninn kalla á hjálp þegar Gendron beindi byssunni að honum þar sem maðurinn faldi sig bakvið afgreiðsluborð. Gendron bað hann þó afsökunar og hljóp á brott til að finna önnur fórnarlömb. Nokkrum sekúndum áður hafði hann skotið nokkra þeldökka til bana. Gendron var vopnaður riffli af gerðinni AR-15, sem er hálfsjálvirkur og með magasín sem innihéldu mörg skot.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hyggjast banna sölu og innflutning á skammbyssum Ríkisstjórn Kanada, undir forystu Justin Trudeau forsætisráðherra, kynnti á mánudag nýja löggjöf sem bannar innflutning, sölu og kaup á skammbyssum. Búist er við því að lagafrumvarpið verði samþykkt í haust. 31. maí 2022 15:50 „Við vitum hvað virkar gegn þessu“ Varaforseti Bandaríkjanna kallar eftir því að þingið bregðist við vaxandi skotvopnaógn í landinu og banni almenningi að eiga árásarvopn. Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreind 29. maí 2022 23:31 „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Hyggjast banna sölu og innflutning á skammbyssum Ríkisstjórn Kanada, undir forystu Justin Trudeau forsætisráðherra, kynnti á mánudag nýja löggjöf sem bannar innflutning, sölu og kaup á skammbyssum. Búist er við því að lagafrumvarpið verði samþykkt í haust. 31. maí 2022 15:50
„Við vitum hvað virkar gegn þessu“ Varaforseti Bandaríkjanna kallar eftir því að þingið bregðist við vaxandi skotvopnaógn í landinu og banni almenningi að eiga árásarvopn. Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreind 29. maí 2022 23:31
„Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55