Depp hafði betur í meiðyrðamálinu gegn Heard Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2022 18:07 Amber Heard varð undir í baráttu sinni gegn Depp. AP/Evelyn Hockstein Kviðdómur í Bandaríkjunum tók afstöðu með leikaranum Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn Amber Heard, leikkonu og fyrrverandi eiginkonu. Heard var dæmd til að greiða Depp alls 15 milljónir dala í skaðabætur, eða sem nemur tæplega tveimur milljörðum króna. Heard voru dæmdar tvær milljónir dala í bætur en hún höfðaði gagnstefnu gegn Depp, þar sem hún sagði lögmannateymi hans hafa ranglega sakað hana um að ljúga upp á Depp. Kviðdómendur í málinu kynntu niðurstöðuna á sjöunda tímanum að íslenskum tíma í kvöld. Hægt er að lesa hvað gekk á í dómsalnum í vaktinni hér neðst í fréttinni. Lögmenn Johnn Depp fögnuðu sigri fyrir utan dómshúsið í Fairfax sýslu eftir dómsuppsögu.AP Photo/Craig Hudson Depp stefndi Heard fyrir meiðyrði og krafðist fimmtíu milljóna dala í miskabætur, sem samsvarar um 6,5 milljörðum íslenskra króna. Stefnan beinist að grein sem Heard skrifaði og birtist í Washington Post árið 2018 þar sem hún sagðist vera orðin táknmynd þeirra sem hafi lifað við heimilisofbeldi. Heard var dæmd til að greiða honum tíu milljónir dala í miskabætur og fimm milljónir dala í refsibætur. Heard mun þó aðeins þurfa að greiða honum 350 þúsund dali í refsibætur þar sem það er hámark refsibóta í Virginíu. Depp er hvergi nefndur á nafn í greininni en lögmenn hans segja að í greininni tali hún um atvik og hluti sem hún sakaði Depp um þegar þau voru að skilja árið 2016. Stefnan skiptist í þrjá liði: Að með fyrirsögninni „Amber Heard: Ég tjáði mig um kynferðisofbeldi og fékk að finna fyrir reiði samfélagsins. Það verður að breytast“ hafi hún gerst sek um ærumeiðingar. Að eftirfarandi ummæli, sem birtust í ofannefndri grein, hafi verið ærumeiðandi: „Svo fyrir tveimur árum varð ég opinber persóna, andlit heimilisofbeldis og ég fann fyrir þeirri heift gegn konum sem stíga fram, sem grasserar í samfélagi okkar.“ Að eftirfarandi ummæli, sem birtust í ofannefndri grein, hafi verið ærumeiðandi: „Ég sá í rauntíma, sem er sjaldgæft, hvernig stofnanir vernda menn sem eru sakaðir um misnotkun og ofbeldi.“ Heard og lögmaður hennar féllust í faðma í dómsal í dag.AP/Evelyn Hockstein Heard var sakfelld í öllum þremur liðum og jafnframt fyrir það að hafa viðhaft ummælin, vitandi það að þau væru ærumeiðandi. Tónlistarmaðurinn Sam Fender birti þessa mynd í hringrás sinni á Instagram eftir að dómurinn var kveðinn upp. Þarna er hann með Depp og fleirum á krá í Bretlandi, þar sem þeir fögnuðu sigri Depp í meiðyrðamálinu.Skjáskot Gagnsókn Heard var sömuleiðis í þremur liðum, sem voru eftirfarandi: Að eftirfarandi ummæli, sem birtust á vefmiðli The Daily Mail, hafi verið ærumeiðandi: „Amber Heard og vinir hennar í fjölmiðlum lugu til um kynferðisofbeldi og notuðu það bæði sem sverð og skjöld, eftir því sem hentaði best á hverjum tíma. Þau hafa notað lygasögur hennar um kynferðisofbeldi sem sverð og barið því að almenningi og Depp.“ Að eftirfarandi ummæli, sem birtust á vefmiðli The Daily Mail, hafi verið ærumeiðandi: „Þetta var einfaldlega launsátur, gabb. Þau leiddu Depp í gildru með því að hringja í lögregluna en fyrsta tilraunin tókst ekki. Lögreglumennirnir mættu í þakíbúðina, leituðu ítarlega og tóku viðtöl og fóru eftir að hafa ekki séð neinar skemmdir á íbúðinni eða áverka á andliti [Heard]. Þannig að Amber og vinkonur hennar helltu niður smá víni og létu íbúðina líta verr út, sameinuðust um hvaða sögu ætti að segja undir handleiðslu lögmanns og fjölmiðlafulltrúa og hringdu svo aftur í neyðarlínuna.“ Að eftirfarandi ummæli, sem birtust á vefmiðli The Daily Mail, hafi verið ærumeiðandi: „Upphafið að endalokunum á misnotkunarlygum Heards gegn Johnny Depp er komið.“ Depp var sakfelldur í öðrum liðnum. Heard var sýnilega í uppnámi þegar dómurinn var kveðinn upp en Depp var ekki viðstaddur, þar sem hann er staddur í Bretlandi. Myndband af uppkvaðningu dómsins má sjá hér að neðan. Heard krafðist þess að verði hún sýknuð greiði Depp henni 100 milljónir dala í miskabætur og hefur sagt að hún hafi aðeins beitt Depp ofbeldi í sjálfsvörn eða þegar hún var að vernda yngri systur sína. Litið er á meiðyrðamál sem þessi, þar sem frægir stefna fyrir meiðyrði, mjög erfið í Bandaríkjunum. Erfitt er að vinna slík mál fyrir dómstólum vegna þungrar sönnunarbyrði. Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi svo árið 1964 að í meiðyrðamálum einstaklinga sem eru þekktir í samfélaginu þurfi ekki aðeins að sanna að yfirlýsingarnar, sem stefnt er fyrir, séu rangar og hafi skaðað stefnanda heldur einnig að stefndi hafi sagt meint meiðyrði af illvilja. Johnny Depp var ekki viðstaddur dómsuppsögu þar sem hann er í Bretlandi.AP Photo/Steve Helber Aðalmeðferð í málinu stóð yfir í um sex vikur í Fairfax sýslu í Virginíu og hefur verið sjónvarpað í beinni útsendingu og því vakið mikla athygli. Fréttin var uppfærð klukkan 21:30. Við fylgdumst með í beinni útsendingu og greindum frá helstu vendingum í vaktinni hér að neðan.
Heard voru dæmdar tvær milljónir dala í bætur en hún höfðaði gagnstefnu gegn Depp, þar sem hún sagði lögmannateymi hans hafa ranglega sakað hana um að ljúga upp á Depp. Kviðdómendur í málinu kynntu niðurstöðuna á sjöunda tímanum að íslenskum tíma í kvöld. Hægt er að lesa hvað gekk á í dómsalnum í vaktinni hér neðst í fréttinni. Lögmenn Johnn Depp fögnuðu sigri fyrir utan dómshúsið í Fairfax sýslu eftir dómsuppsögu.AP Photo/Craig Hudson Depp stefndi Heard fyrir meiðyrði og krafðist fimmtíu milljóna dala í miskabætur, sem samsvarar um 6,5 milljörðum íslenskra króna. Stefnan beinist að grein sem Heard skrifaði og birtist í Washington Post árið 2018 þar sem hún sagðist vera orðin táknmynd þeirra sem hafi lifað við heimilisofbeldi. Heard var dæmd til að greiða honum tíu milljónir dala í miskabætur og fimm milljónir dala í refsibætur. Heard mun þó aðeins þurfa að greiða honum 350 þúsund dali í refsibætur þar sem það er hámark refsibóta í Virginíu. Depp er hvergi nefndur á nafn í greininni en lögmenn hans segja að í greininni tali hún um atvik og hluti sem hún sakaði Depp um þegar þau voru að skilja árið 2016. Stefnan skiptist í þrjá liði: Að með fyrirsögninni „Amber Heard: Ég tjáði mig um kynferðisofbeldi og fékk að finna fyrir reiði samfélagsins. Það verður að breytast“ hafi hún gerst sek um ærumeiðingar. Að eftirfarandi ummæli, sem birtust í ofannefndri grein, hafi verið ærumeiðandi: „Svo fyrir tveimur árum varð ég opinber persóna, andlit heimilisofbeldis og ég fann fyrir þeirri heift gegn konum sem stíga fram, sem grasserar í samfélagi okkar.“ Að eftirfarandi ummæli, sem birtust í ofannefndri grein, hafi verið ærumeiðandi: „Ég sá í rauntíma, sem er sjaldgæft, hvernig stofnanir vernda menn sem eru sakaðir um misnotkun og ofbeldi.“ Heard og lögmaður hennar féllust í faðma í dómsal í dag.AP/Evelyn Hockstein Heard var sakfelld í öllum þremur liðum og jafnframt fyrir það að hafa viðhaft ummælin, vitandi það að þau væru ærumeiðandi. Tónlistarmaðurinn Sam Fender birti þessa mynd í hringrás sinni á Instagram eftir að dómurinn var kveðinn upp. Þarna er hann með Depp og fleirum á krá í Bretlandi, þar sem þeir fögnuðu sigri Depp í meiðyrðamálinu.Skjáskot Gagnsókn Heard var sömuleiðis í þremur liðum, sem voru eftirfarandi: Að eftirfarandi ummæli, sem birtust á vefmiðli The Daily Mail, hafi verið ærumeiðandi: „Amber Heard og vinir hennar í fjölmiðlum lugu til um kynferðisofbeldi og notuðu það bæði sem sverð og skjöld, eftir því sem hentaði best á hverjum tíma. Þau hafa notað lygasögur hennar um kynferðisofbeldi sem sverð og barið því að almenningi og Depp.“ Að eftirfarandi ummæli, sem birtust á vefmiðli The Daily Mail, hafi verið ærumeiðandi: „Þetta var einfaldlega launsátur, gabb. Þau leiddu Depp í gildru með því að hringja í lögregluna en fyrsta tilraunin tókst ekki. Lögreglumennirnir mættu í þakíbúðina, leituðu ítarlega og tóku viðtöl og fóru eftir að hafa ekki séð neinar skemmdir á íbúðinni eða áverka á andliti [Heard]. Þannig að Amber og vinkonur hennar helltu niður smá víni og létu íbúðina líta verr út, sameinuðust um hvaða sögu ætti að segja undir handleiðslu lögmanns og fjölmiðlafulltrúa og hringdu svo aftur í neyðarlínuna.“ Að eftirfarandi ummæli, sem birtust á vefmiðli The Daily Mail, hafi verið ærumeiðandi: „Upphafið að endalokunum á misnotkunarlygum Heards gegn Johnny Depp er komið.“ Depp var sakfelldur í öðrum liðnum. Heard var sýnilega í uppnámi þegar dómurinn var kveðinn upp en Depp var ekki viðstaddur, þar sem hann er staddur í Bretlandi. Myndband af uppkvaðningu dómsins má sjá hér að neðan. Heard krafðist þess að verði hún sýknuð greiði Depp henni 100 milljónir dala í miskabætur og hefur sagt að hún hafi aðeins beitt Depp ofbeldi í sjálfsvörn eða þegar hún var að vernda yngri systur sína. Litið er á meiðyrðamál sem þessi, þar sem frægir stefna fyrir meiðyrði, mjög erfið í Bandaríkjunum. Erfitt er að vinna slík mál fyrir dómstólum vegna þungrar sönnunarbyrði. Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi svo árið 1964 að í meiðyrðamálum einstaklinga sem eru þekktir í samfélaginu þurfi ekki aðeins að sanna að yfirlýsingarnar, sem stefnt er fyrir, séu rangar og hafi skaðað stefnanda heldur einnig að stefndi hafi sagt meint meiðyrði af illvilja. Johnny Depp var ekki viðstaddur dómsuppsögu þar sem hann er í Bretlandi.AP Photo/Steve Helber Aðalmeðferð í málinu stóð yfir í um sex vikur í Fairfax sýslu í Virginíu og hefur verið sjónvarpað í beinni útsendingu og því vakið mikla athygli. Fréttin var uppfærð klukkan 21:30. Við fylgdumst með í beinni útsendingu og greindum frá helstu vendingum í vaktinni hér að neðan.
Hollywood Bandaríkin Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Tróð óvænt upp á tónleikum og bíður úrskurðar kviðdóms Tónleikagestir ráku upp stór augu þegar stórleikarinn Johnny Depp tróð óvænt upp á tónleikum gítarleikarans Jeff Beck's í Yorkshire á sunnudagskvöld. 31. maí 2022 16:30 Örlög Depp og Heard í höndum kviðdóms eftir sjónvarpsviðburð aldarinnar Sex vikna réttarhöldum í meiðyrðamáli Johnny Depp og Amber Heard lauk í dag. Réttarhöldin hafa vakið gríðarlega athygli þar sem Depp virðist njóta mikils stuðnings en Heard, og ungu barni hennar, hefur verið hótað lífláti. Kviðdómur reyndi að komast að niðurstöðu í kvöld en mun koma saman aftur á þriðjudag. 27. maí 2022 23:00 Er Johnny Depp að skaða metoo hreyfinguna ef hann berst fyrir æru sinni? Einstaka feministar virðast óttast að ef það kemst upp að einstaka konur eru ofbeldismanneskjur í hjónabandi muni það skaða feminiska baráttu. 23. maí 2022 10:24 Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Tróð óvænt upp á tónleikum og bíður úrskurðar kviðdóms Tónleikagestir ráku upp stór augu þegar stórleikarinn Johnny Depp tróð óvænt upp á tónleikum gítarleikarans Jeff Beck's í Yorkshire á sunnudagskvöld. 31. maí 2022 16:30
Örlög Depp og Heard í höndum kviðdóms eftir sjónvarpsviðburð aldarinnar Sex vikna réttarhöldum í meiðyrðamáli Johnny Depp og Amber Heard lauk í dag. Réttarhöldin hafa vakið gríðarlega athygli þar sem Depp virðist njóta mikils stuðnings en Heard, og ungu barni hennar, hefur verið hótað lífláti. Kviðdómur reyndi að komast að niðurstöðu í kvöld en mun koma saman aftur á þriðjudag. 27. maí 2022 23:00
Er Johnny Depp að skaða metoo hreyfinguna ef hann berst fyrir æru sinni? Einstaka feministar virðast óttast að ef það kemst upp að einstaka konur eru ofbeldismanneskjur í hjónabandi muni það skaða feminiska baráttu. 23. maí 2022 10:24
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent