Hugmynd í kjarasamninga: Fyrstu átta tímar á vakt á dagvinnu Sigmar Vilhjálmsson skrifar 1. júní 2022 15:01 Jafnræði er mikilvægt meðal launamanna á Íslandi og ekki síður fyrir fyrirtækin í landinu. Hlutastarfsmenn í mörgum fyrirtækjum eru oft að fá hærri laun fyrir færri tíma vegna 33% álags á kvöldin og 45% álags um helgar. Það er óréttlátt gagnvart þeim launamönnum sem geta ekki unnið um kvöld og helgar. Fjölskyldufólk er í miklum meirihluta launamanna sem eiga erfiðara með að vinna kvöld og helgarvinnu. Þeim er mismunað vegna þessa kerfis. Álagið leggst ofan á dagvinnutaxtann sem viðkomandi er með. Það þarf ekki stærðfræðing til að reikna út að starfsmenn í aukavinnu t.d. með námi þurfa færri tíma til að ná sömu launum og launamenn sem vinna 100% dagvinnu. Það er ekki jafnræði. Færst hefur í aukana að einstaklingar vilji frekar vinna seinnipart, kvöld og helgarvinnu í stað dagvinnu. Því ættu þeir launamenn að fá hærri laun en þeir sem vinna á daginn fyrir sama starf? Það er ekki jafnræði, sérstaklega ef það er val viðkomandi launamanns að vinna á kvöldin og um helgar. Atvinnulífið hefur breyst mikið á síðustu árum m.a. með auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan sefur aldrei. Það er því alveg kominn tími til að endurskoða nálgun á þetta launakerfi. Með því að horfa á vaktir, óháð tíma, óháð virkum dögum eða helgum þá væri hægt að leggja áherslu á dagvinnutaxta og um leið einfalda alla umræðu í kjarasamningum. Hægt væri að nálgast málið með því að segja að fyrstu 8 tímar á vakt, óháð tíma eru á dagvinnutaxta, sem væri því kallaður einfaldlega: GRUNNTAXTI. Undanskilið væri helgidagar (rauðir dagar) og næturvinna. Með þessari hugmynd væri hægt að jafna stöðu launamanna innan sama fyrirtækis. Þessi leið myndi sporna gegn verðhækkunum á vörum og þjónustu fyrir viðskiptavini og gera Ísland samkeppnishæfara í ferðaþjónustu. Þessi hugmynd myndi breyta mjög miklu fyrir L&M stór fyrirtæki á Íslandi sem eru ekki síst í samkeppni í að veita góða þjónustu. Enda þjónustustig L&M stórra fyrirtækja töluvert hærra en hjá opinberum fyrirtækjum og hjá stórfyrirtækjum. Þessi hugmynd jafnar stöðu launamanna sem ætti að vera keppikefli verkalýðshreyfingarinnar. Það er alveg kominn tími til að kjarasamningar horfi til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, enda er um að ræða 70% af launþegum og 99% allra fyrirtækja hér á landi. Það er alveg kominn tími til að lítil og meðalstór fyrirtæki fái sæti við kjarasamningsborðið og að kjarasamningar taki mið af raunheimum atvinnulífsins. Til eigenda fyrirtækja: Öll fyrirtæki sem eru ekki skráð í neitt félag ber, samkvæmt lögum, að fylgja þeim kjarasamningum sem Samtök Atvinnulífsins gera þó að fyrirtækið þitt sé ekki skráð í neitt félag. Það er því mikilvægt að skrá fyrirtækið í Atvinnufjelagið strax til að ná fram breytingum á www.afj.is Höfundur situr í stjórn Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Jafnræði er mikilvægt meðal launamanna á Íslandi og ekki síður fyrir fyrirtækin í landinu. Hlutastarfsmenn í mörgum fyrirtækjum eru oft að fá hærri laun fyrir færri tíma vegna 33% álags á kvöldin og 45% álags um helgar. Það er óréttlátt gagnvart þeim launamönnum sem geta ekki unnið um kvöld og helgar. Fjölskyldufólk er í miklum meirihluta launamanna sem eiga erfiðara með að vinna kvöld og helgarvinnu. Þeim er mismunað vegna þessa kerfis. Álagið leggst ofan á dagvinnutaxtann sem viðkomandi er með. Það þarf ekki stærðfræðing til að reikna út að starfsmenn í aukavinnu t.d. með námi þurfa færri tíma til að ná sömu launum og launamenn sem vinna 100% dagvinnu. Það er ekki jafnræði. Færst hefur í aukana að einstaklingar vilji frekar vinna seinnipart, kvöld og helgarvinnu í stað dagvinnu. Því ættu þeir launamenn að fá hærri laun en þeir sem vinna á daginn fyrir sama starf? Það er ekki jafnræði, sérstaklega ef það er val viðkomandi launamanns að vinna á kvöldin og um helgar. Atvinnulífið hefur breyst mikið á síðustu árum m.a. með auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan sefur aldrei. Það er því alveg kominn tími til að endurskoða nálgun á þetta launakerfi. Með því að horfa á vaktir, óháð tíma, óháð virkum dögum eða helgum þá væri hægt að leggja áherslu á dagvinnutaxta og um leið einfalda alla umræðu í kjarasamningum. Hægt væri að nálgast málið með því að segja að fyrstu 8 tímar á vakt, óháð tíma eru á dagvinnutaxta, sem væri því kallaður einfaldlega: GRUNNTAXTI. Undanskilið væri helgidagar (rauðir dagar) og næturvinna. Með þessari hugmynd væri hægt að jafna stöðu launamanna innan sama fyrirtækis. Þessi leið myndi sporna gegn verðhækkunum á vörum og þjónustu fyrir viðskiptavini og gera Ísland samkeppnishæfara í ferðaþjónustu. Þessi hugmynd myndi breyta mjög miklu fyrir L&M stór fyrirtæki á Íslandi sem eru ekki síst í samkeppni í að veita góða þjónustu. Enda þjónustustig L&M stórra fyrirtækja töluvert hærra en hjá opinberum fyrirtækjum og hjá stórfyrirtækjum. Þessi hugmynd jafnar stöðu launamanna sem ætti að vera keppikefli verkalýðshreyfingarinnar. Það er alveg kominn tími til að kjarasamningar horfi til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, enda er um að ræða 70% af launþegum og 99% allra fyrirtækja hér á landi. Það er alveg kominn tími til að lítil og meðalstór fyrirtæki fái sæti við kjarasamningsborðið og að kjarasamningar taki mið af raunheimum atvinnulífsins. Til eigenda fyrirtækja: Öll fyrirtæki sem eru ekki skráð í neitt félag ber, samkvæmt lögum, að fylgja þeim kjarasamningum sem Samtök Atvinnulífsins gera þó að fyrirtækið þitt sé ekki skráð í neitt félag. Það er því mikilvægt að skrá fyrirtækið í Atvinnufjelagið strax til að ná fram breytingum á www.afj.is Höfundur situr í stjórn Atvinnufjelagsins.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun