Hjólin hafi ekki verið hlaðin en rafhlöður geti skapað eldhættu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. maí 2022 12:00 Vel gekk að slökkva eldinn, sem kom upp í húsnæði Tunglskins og rafhlaupahjólaleigunnar OSS. Vísir/Eiður Þór Reglur gera ekki ráð fyrir sérstökum aðbúnaði þar sem rafhlaupahjól eru geymd, en slökkviliðsstjóri segir rafhlöður þeirra geta skapað aukna eldhættu. Eldur kom upp í rafhlaupahjólaleigu í Reykjavík í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þar sem hætta var talin á ferðum. Tilkynning um eldinn, sem kviknaði í húsnæði Tunglskins og OSS í Skútuvogi, barst rétt upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Töluverðan reyk lagði frá húsinu þegar slökkvilið bar að garði. Tunglskin og OSS eru með verkstæði og lager í húsinu en síðarnefnda fyrirtækið sérhæfir sig í leigu, viðgerðum og viðhaldi á rafhlaupahjólum. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkvliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkvistarf hafa gengið vel að mestu, en senda þurfti nokkra reykkafara inn í bygginguna. Húsið sé nokkuð umfangsmikið, en slökkviliði hafi tekist að einangra eldinn við það rými þar sem hann kom upp. „Lögreglan tók við vettvangi í gærkvöldi, um miðnætti. Og við höfum ekki heyrt neitt frá lögreglu varðandi rannsóknina, það er ekki komið ennþá,“ segir Jón Viðar í samtali við fréttastofu. Hvetur eigendur rafhjóla og hlaupahjóla til að sýna varkárni Jón Viðar segir að samkvæmt upplýsingum slökkviliðs hafi ekki verið hleðsla á þeim hlaupahjólum sem í húsinu voru. Hann hvetur þó eigendur rafhlaupahjóla til að huga að eldvörnum, þar sem rafhlöður á tækjunum geti skapað aukna eldhættu. „Rafhlöður almennt hitna við bruna og eftir því sem þær eru stærri því oftar eru einhverjar líkur á að þær geti verið víðsjárverðari.“ Jón Viðar segir reglugerðir ekki gera sérstaka kröfu um aðbúnað þegar kemur að rafhjólum og hlaupahjólum. Hann telur alltaf tilefni til að rýna í útköll slökkviliðs og læra af þeim. „En við vitum ekki alveg akkúrat ástæður fyrir þessu útkalli, þannig að maður bíður með spekúlasjónir þangað til við fáum niðurstöður úr rannsókn,“ segir Jón Viðar. Rafhlaupahjól Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Rafhlaupahjólin best hlaðin á afviknum stað vegna eldhættu Veruleg hætta getur stafað af raftækjum sem eru í hleðslu inni á heimilum fólks. Eldur kom upp í íbúð á föstudag sem talinn er hafa kviknað út frá rafhlaupahjóli sem þar var í hleðslu. 20. september 2021 12:32 Vara við að tæki séu hlaðin á nóttunni Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni, á meðan enginn getur fylgst með þeim. Borið hefur á að eldur hafi kviknað út frá raftækjum, til dæmis símum, rafhjólum og rafhlaupahjólum. 27. október 2021 11:51 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira
Tilkynning um eldinn, sem kviknaði í húsnæði Tunglskins og OSS í Skútuvogi, barst rétt upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Töluverðan reyk lagði frá húsinu þegar slökkvilið bar að garði. Tunglskin og OSS eru með verkstæði og lager í húsinu en síðarnefnda fyrirtækið sérhæfir sig í leigu, viðgerðum og viðhaldi á rafhlaupahjólum. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkvliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkvistarf hafa gengið vel að mestu, en senda þurfti nokkra reykkafara inn í bygginguna. Húsið sé nokkuð umfangsmikið, en slökkviliði hafi tekist að einangra eldinn við það rými þar sem hann kom upp. „Lögreglan tók við vettvangi í gærkvöldi, um miðnætti. Og við höfum ekki heyrt neitt frá lögreglu varðandi rannsóknina, það er ekki komið ennþá,“ segir Jón Viðar í samtali við fréttastofu. Hvetur eigendur rafhjóla og hlaupahjóla til að sýna varkárni Jón Viðar segir að samkvæmt upplýsingum slökkviliðs hafi ekki verið hleðsla á þeim hlaupahjólum sem í húsinu voru. Hann hvetur þó eigendur rafhlaupahjóla til að huga að eldvörnum, þar sem rafhlöður á tækjunum geti skapað aukna eldhættu. „Rafhlöður almennt hitna við bruna og eftir því sem þær eru stærri því oftar eru einhverjar líkur á að þær geti verið víðsjárverðari.“ Jón Viðar segir reglugerðir ekki gera sérstaka kröfu um aðbúnað þegar kemur að rafhjólum og hlaupahjólum. Hann telur alltaf tilefni til að rýna í útköll slökkviliðs og læra af þeim. „En við vitum ekki alveg akkúrat ástæður fyrir þessu útkalli, þannig að maður bíður með spekúlasjónir þangað til við fáum niðurstöður úr rannsókn,“ segir Jón Viðar.
Rafhlaupahjól Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Rafhlaupahjólin best hlaðin á afviknum stað vegna eldhættu Veruleg hætta getur stafað af raftækjum sem eru í hleðslu inni á heimilum fólks. Eldur kom upp í íbúð á föstudag sem talinn er hafa kviknað út frá rafhlaupahjóli sem þar var í hleðslu. 20. september 2021 12:32 Vara við að tæki séu hlaðin á nóttunni Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni, á meðan enginn getur fylgst með þeim. Borið hefur á að eldur hafi kviknað út frá raftækjum, til dæmis símum, rafhjólum og rafhlaupahjólum. 27. október 2021 11:51 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira
Rafhlaupahjólin best hlaðin á afviknum stað vegna eldhættu Veruleg hætta getur stafað af raftækjum sem eru í hleðslu inni á heimilum fólks. Eldur kom upp í íbúð á föstudag sem talinn er hafa kviknað út frá rafhlaupahjóli sem þar var í hleðslu. 20. september 2021 12:32
Vara við að tæki séu hlaðin á nóttunni Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni, á meðan enginn getur fylgst með þeim. Borið hefur á að eldur hafi kviknað út frá raftækjum, til dæmis símum, rafhjólum og rafhlaupahjólum. 27. október 2021 11:51