Tár féllu á síðasta borgarstjórnarfundi en Vigdís sér ekki eftir neinu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. maí 2022 20:11 Öll eiga þessi fjögur það sameiginlegt að verða mun minna inni í Ráðhúsinu næstu fjögur árin en þau hafa verið síðustu fjögur ár. vísir Síðasti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins sem er að líða fór fram í dag. Og síðasti fundur í borgarstjórn þýðir auðvitað síðasti dagurinn í vinnunni fyrir þá borgarfulltrúa sem voru ekki kosnir inn í síðustu kosningum. Þetta getur verið tilfinningaþrungin stund eins og sást á Diljá Ámundadóttur, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, sem felldi tár í síðustu ræðu sinni í borgarstjórn. Við litum við á síðasta fund kjörtímabilsins og ræddum sérstaklega við fráfarandi borgarfulltrúa sem munu ýmist halda áfram í pólitíkinni af hliðarlínunni eða sjá ekki fyrir sér að taka nokkurn tíma aftur þátt í pólitíkinni. Gengur frjáls út í sumarið á meðan aðrir sitja fastir á fundum Þannig er til dæmis með Vigdísi Hauksdóttur, sem var oddviti Miðflokksins á kjörtímabilinu. Hún sér fyrir sér að sínum pólitíska ferli sé lokið: „Því reikna ég nú frekar með get ég sagt þér. Ég er búin að vera 12 ár í almannaþjónustu sem kjörinn fulltrúi. Og það er bara nokkuð langur tími í lífi manns,“ segir Vigdís. Vigdís Hauksdóttir kveður borgarpólitíkina sátt með bros á vör.vísir/egill Vigdís segist nokkuð fegin að losna úr borgarpólitíkinni. Hún hafi séð það fyrir að Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri, næði með einhverjum leiðum að mynda næsta meirihluta þrátt fyrir að síðustu tveir meirihlutar sem hann hafi leitt hafi fallið. Það hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að hún hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur fyrir Miðflokkinn í kosningunum. „Nú geng ég frí og frjáls út í sumarið á meðan aðrir þurfa að sitja hér inni í fjögur ár,“ segir hún brosandi. En hvað tekur við hjá Vigdísi? „Ég veit það ekki. Framtíðin! Það er það eina sem ég veit.“ Spurð af hverju hún væri stoltust af á sínum ferli í borgarstjórn nefnir hún ýmsa hluti. Til dæmis segist hún hafa upplýst um fjármálaóreiðu sem hafi viðgengist í borginni um árabil. Er eitthvað sem þú sérð eftir? „Nei, ekki neitt. Ég bara tók þetta með stæl eins og mér er líkt og ég sé ekki eftir neinu.“ Fer betur yfir mistökin síðar í ævisögunni Pawel Bartoszek tapaði sæti sínu fyrir Viðreisn í kosningunum en sest nú á varamannabekkinn og stekkur inn á fundi á næsta kjörtímabili sem varaborgarfulltrúi þegar þarf. Hann segist finna fyrir blendnum tilfinningum við þessi vatnaskil: „En kannski fyrst og fremst bara þakklæti fyrir að hafa fengið að gegna þessu ótrúlega mikilvæga starfi sem borgarfulltrúahlutverkið er,“ segir Pawel. Pawel þykir ekki tímabært að segja til um hvort hann sjái eftir einhverjum af sínum verkum í borgarstjórn.vísir/egill En hvað stendur upp úr hjá Pawel eftir kjörtímabil hans í meirihluta í borgarstjórn? „Þetta voru náttúrulega ótrúlega viðburðarík fjögur ár. Kannski þessi mikla uppbygging sem hefur átt sér stað í Reykjavík. Þetta hefur verið metár og við höfum hlaupið mjög hratt til að láta það gerast,“ segir hann. En er eitthvað sem hann sér eftir á borgarstjórnarferlinum? „Ég held það sé of snemmt að byrja að tala um það. Ég er nú ekki hættur í stjórnmálum og ætla, eins og ég segi, að sinna varaborgarfulltrúahlutverki af alúð og alefli. Þannig að það verður að vera komið seinna í ævisöguna til að það sé hægt að gera það upp með heildstæðum hætti,“ segir Pawel. Aldrei segja aldrei Eyþór Arnalds, fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins, kveður borgarpólitíkina sáttur og sæll og snýr sér aftur að viðskiptum og tónlist. Eyþór hlakkar til að fá aftur að tengjast sínu heitt elskaða sellói sterkari böndum.vísir/egill „Það er náttúrulega yndislegt að tengjast aftur við sellóið og Todmobile og Tappa Tíkarass,“ segir Eyþór sem spilaði á selló í þeim hljómsveitum. Hvað finnst Eyþóri standa upp úr eftir kjörtímabilið? „Ég held að það sé fólkið. Það lifir með manni og svo íbúarnir að hafa heyrt þeirra sjónarmið. Það líður manni vel með líka.“ Eitthvað sem þú sérð eftir? „Maður á ekkert að sjá eftir... Ég held að ég eigi bara eftir að sjá eftir þessu húsi sem góðri minningu,“ segir Eyþór. Hann útilokar ekki endurkomu í pólitík í framtíðinni: „Maður á aldrei að segja aldrei en nú er bara aðalmálið að sinna því vel hverju sinni sem maður tekur sér fyrir hendur og vona að öðrum gangi vel.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Þetta getur verið tilfinningaþrungin stund eins og sást á Diljá Ámundadóttur, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, sem felldi tár í síðustu ræðu sinni í borgarstjórn. Við litum við á síðasta fund kjörtímabilsins og ræddum sérstaklega við fráfarandi borgarfulltrúa sem munu ýmist halda áfram í pólitíkinni af hliðarlínunni eða sjá ekki fyrir sér að taka nokkurn tíma aftur þátt í pólitíkinni. Gengur frjáls út í sumarið á meðan aðrir sitja fastir á fundum Þannig er til dæmis með Vigdísi Hauksdóttur, sem var oddviti Miðflokksins á kjörtímabilinu. Hún sér fyrir sér að sínum pólitíska ferli sé lokið: „Því reikna ég nú frekar með get ég sagt þér. Ég er búin að vera 12 ár í almannaþjónustu sem kjörinn fulltrúi. Og það er bara nokkuð langur tími í lífi manns,“ segir Vigdís. Vigdís Hauksdóttir kveður borgarpólitíkina sátt með bros á vör.vísir/egill Vigdís segist nokkuð fegin að losna úr borgarpólitíkinni. Hún hafi séð það fyrir að Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri, næði með einhverjum leiðum að mynda næsta meirihluta þrátt fyrir að síðustu tveir meirihlutar sem hann hafi leitt hafi fallið. Það hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að hún hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur fyrir Miðflokkinn í kosningunum. „Nú geng ég frí og frjáls út í sumarið á meðan aðrir þurfa að sitja hér inni í fjögur ár,“ segir hún brosandi. En hvað tekur við hjá Vigdísi? „Ég veit það ekki. Framtíðin! Það er það eina sem ég veit.“ Spurð af hverju hún væri stoltust af á sínum ferli í borgarstjórn nefnir hún ýmsa hluti. Til dæmis segist hún hafa upplýst um fjármálaóreiðu sem hafi viðgengist í borginni um árabil. Er eitthvað sem þú sérð eftir? „Nei, ekki neitt. Ég bara tók þetta með stæl eins og mér er líkt og ég sé ekki eftir neinu.“ Fer betur yfir mistökin síðar í ævisögunni Pawel Bartoszek tapaði sæti sínu fyrir Viðreisn í kosningunum en sest nú á varamannabekkinn og stekkur inn á fundi á næsta kjörtímabili sem varaborgarfulltrúi þegar þarf. Hann segist finna fyrir blendnum tilfinningum við þessi vatnaskil: „En kannski fyrst og fremst bara þakklæti fyrir að hafa fengið að gegna þessu ótrúlega mikilvæga starfi sem borgarfulltrúahlutverkið er,“ segir Pawel. Pawel þykir ekki tímabært að segja til um hvort hann sjái eftir einhverjum af sínum verkum í borgarstjórn.vísir/egill En hvað stendur upp úr hjá Pawel eftir kjörtímabil hans í meirihluta í borgarstjórn? „Þetta voru náttúrulega ótrúlega viðburðarík fjögur ár. Kannski þessi mikla uppbygging sem hefur átt sér stað í Reykjavík. Þetta hefur verið metár og við höfum hlaupið mjög hratt til að láta það gerast,“ segir hann. En er eitthvað sem hann sér eftir á borgarstjórnarferlinum? „Ég held það sé of snemmt að byrja að tala um það. Ég er nú ekki hættur í stjórnmálum og ætla, eins og ég segi, að sinna varaborgarfulltrúahlutverki af alúð og alefli. Þannig að það verður að vera komið seinna í ævisöguna til að það sé hægt að gera það upp með heildstæðum hætti,“ segir Pawel. Aldrei segja aldrei Eyþór Arnalds, fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins, kveður borgarpólitíkina sáttur og sæll og snýr sér aftur að viðskiptum og tónlist. Eyþór hlakkar til að fá aftur að tengjast sínu heitt elskaða sellói sterkari böndum.vísir/egill „Það er náttúrulega yndislegt að tengjast aftur við sellóið og Todmobile og Tappa Tíkarass,“ segir Eyþór sem spilaði á selló í þeim hljómsveitum. Hvað finnst Eyþóri standa upp úr eftir kjörtímabilið? „Ég held að það sé fólkið. Það lifir með manni og svo íbúarnir að hafa heyrt þeirra sjónarmið. Það líður manni vel með líka.“ Eitthvað sem þú sérð eftir? „Maður á ekkert að sjá eftir... Ég held að ég eigi bara eftir að sjá eftir þessu húsi sem góðri minningu,“ segir Eyþór. Hann útilokar ekki endurkomu í pólitík í framtíðinni: „Maður á aldrei að segja aldrei en nú er bara aðalmálið að sinna því vel hverju sinni sem maður tekur sér fyrir hendur og vona að öðrum gangi vel.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira