Ný framtíð með betra sambandi Sigríður Mogensen og Haraldur Hallgrímsson skrifa 25. maí 2022 10:00 Lagning á nýjum fjarskiptasæstreng á milli Íslands og Írlands, sem hófst nú í vikunni, eflir til muna fjarskiptaöryggi og stafræna samkeppnishæfni Íslands. Þá markar nýr strengur tímamót fyrir upplýsingatækni- og gagnaversiðnað hér á landi og opnar á fjölmörg tækifæri til aukinna fjárfestinga og útflutnings á þjónustu til Evrópu. Öflugur gagnaversiðnaður hefur byggst upp hér á landi á síðastliðnum áratug. Það sem komið hefur í veg fyrir að hann væri enn fjölbreyttari og sterkari er ótryggt öryggi gagnatenginga við útlönd. Ýmiss konar þjónusta sem gagnaver sinna er háð öruggum og hröðum gagnatengingum. Starfsemi gagnavera á Íslandi hefur falið í sér bætta nýtingu í raforkukerfinu á sama tíma og iðnaðurinn hefur leitt af sér miklar fjárfestingar, skapað hátæknistörf og afleidd jákvæð áhrif á upplýsingatækniiðnað hér á landi. Fjárfestingar í gagnaversiðnaði á síðustu árum nema tugum milljarða króna. Grundvöllur frekari sóknar Með tengingu á nýjum fjarskiptasæstreng á milli Íslands og Írlands síðar á árinu er skapaður grundvöllur fyrir frekari sókn Íslands á sviði upplýsingatækni og stafræns iðnaðar. Í skýrslu sem unnin var af PWC fyrir Landsvirkjun, Farice, Íslandsstofu og fleiri hagaðila í gagnaversiðnaði kemur fram að Ísland sé ákjósanlegur staður fyrir ýmiss konar gagnatengda þjónustu, s.s. gervigreind, ofurgagnagreiningu og ofurreikniafl. Þar kemur fram að nýr fjarskiptastrengur hafi mjög jákvæð áhrif á getu Íslands til að laða að fjárfestingu í gagnaversiðnaði og auki breidd og fjölbreytni í gagnaversiðnaði hér á landi. Gögnin sífellt mikilvægari Gagnaversiðnaður er í stöðugri sókn á heimsvísu enda verða gögn og upplýsingatækni sífellt mikilvægari í viðskiptum og daglegu lífi. Gagnamagn eykst á degi hverjum og tilheyrandi gagnavinnsla sömuleiðis. Mynd sem tekin er á síma fer beint í tölvuský og er aðgengileg hvar sem er og hvenær sem er. Sömuleiðis getum við nálgast tónlist og myndefni þegar okkur hentar fyrir tilstuðlan gagnavera. Aukin notkun fyrirtækja og einstaklinga á upplýsingatækni hefur stuðlað að hröðum vexti gagnaversiðnaðar og búist er við að hann haldi áfram í veldisvexti. Ísland getur svo sannarlega tekið enn ríkari þátt í þessari þróun og er nýr fjarskiptastrengur grundvöllur þess. Með nýjum streng er fjarskiptaöryggi landsins tryggt en öflugir stafrænir innviðir eru forsenda aukinnar nýsköpunar, útflutnings og fjárfestinga til framtíðar í stafrænum heimi. Sigríður er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins og Haraldur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Fjarskipti Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lagning á nýjum fjarskiptasæstreng á milli Íslands og Írlands, sem hófst nú í vikunni, eflir til muna fjarskiptaöryggi og stafræna samkeppnishæfni Íslands. Þá markar nýr strengur tímamót fyrir upplýsingatækni- og gagnaversiðnað hér á landi og opnar á fjölmörg tækifæri til aukinna fjárfestinga og útflutnings á þjónustu til Evrópu. Öflugur gagnaversiðnaður hefur byggst upp hér á landi á síðastliðnum áratug. Það sem komið hefur í veg fyrir að hann væri enn fjölbreyttari og sterkari er ótryggt öryggi gagnatenginga við útlönd. Ýmiss konar þjónusta sem gagnaver sinna er háð öruggum og hröðum gagnatengingum. Starfsemi gagnavera á Íslandi hefur falið í sér bætta nýtingu í raforkukerfinu á sama tíma og iðnaðurinn hefur leitt af sér miklar fjárfestingar, skapað hátæknistörf og afleidd jákvæð áhrif á upplýsingatækniiðnað hér á landi. Fjárfestingar í gagnaversiðnaði á síðustu árum nema tugum milljarða króna. Grundvöllur frekari sóknar Með tengingu á nýjum fjarskiptasæstreng á milli Íslands og Írlands síðar á árinu er skapaður grundvöllur fyrir frekari sókn Íslands á sviði upplýsingatækni og stafræns iðnaðar. Í skýrslu sem unnin var af PWC fyrir Landsvirkjun, Farice, Íslandsstofu og fleiri hagaðila í gagnaversiðnaði kemur fram að Ísland sé ákjósanlegur staður fyrir ýmiss konar gagnatengda þjónustu, s.s. gervigreind, ofurgagnagreiningu og ofurreikniafl. Þar kemur fram að nýr fjarskiptastrengur hafi mjög jákvæð áhrif á getu Íslands til að laða að fjárfestingu í gagnaversiðnaði og auki breidd og fjölbreytni í gagnaversiðnaði hér á landi. Gögnin sífellt mikilvægari Gagnaversiðnaður er í stöðugri sókn á heimsvísu enda verða gögn og upplýsingatækni sífellt mikilvægari í viðskiptum og daglegu lífi. Gagnamagn eykst á degi hverjum og tilheyrandi gagnavinnsla sömuleiðis. Mynd sem tekin er á síma fer beint í tölvuský og er aðgengileg hvar sem er og hvenær sem er. Sömuleiðis getum við nálgast tónlist og myndefni þegar okkur hentar fyrir tilstuðlan gagnavera. Aukin notkun fyrirtækja og einstaklinga á upplýsingatækni hefur stuðlað að hröðum vexti gagnaversiðnaðar og búist er við að hann haldi áfram í veldisvexti. Ísland getur svo sannarlega tekið enn ríkari þátt í þessari þróun og er nýr fjarskiptastrengur grundvöllur þess. Með nýjum streng er fjarskiptaöryggi landsins tryggt en öflugir stafrænir innviðir eru forsenda aukinnar nýsköpunar, útflutnings og fjárfestinga til framtíðar í stafrænum heimi. Sigríður er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins og Haraldur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar