Gagnrýnir Samfylkingu fyrir að leita til hægri: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. maí 2022 16:56 Sanna er ekki sátt við systurflokk sinn Samfylkinguna, sem henni þykir að eigi að leita til vinstri eins og sannur jafnaðarmannaflokkur. vísir/vilhelm Oddviti Sósíalistaflokks Íslands er afar ósátt með bandalag það sem Samfylking hefur myndað með Pírötum og Viðreisn fyrir meirihlutaviðræður. Bandalagið útilokar algerlega alla meirihlutamyndun í borginni nema þessara flokka við Framsóknarflokkinn. „Það er mjög sérkennilegt að sjá það að þarna er flokkur sem kennir sig við jafnaðarmennsku sem vill líta til hægri í stað þess að líta til vinstri og það er ekki eitthvað sem að við viljum sjá í okkar áherslum í borgarstjórn. Við höfum þarna tækifæri til þess að fara meira til vinstri og það er vel hægt,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins. Þarna talar hún um jafnaðarmannaflokkinn Samfylkinguna sem er í bandalagi með Viðreisn, sem Sanna segir að ekki nokkur vafi leiki á að flokkist sem hægri flokkur. Því hafa Sósíalistar útilokað samstarf við Viðreisn sem og samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar hefur gengið inn í bandalag sem útilokar samstarf hennar með Sjálfstæðisflokki í bili.vísir/vilhelm „Við sjáum að Viðreisn talar fyrir einkarekstri, útboði og þessum markaðslausnum eins og kom skýrt fram í stefnu þeirra fyrir kosningarnar. Við Sósíalistar tölum fyrir sósíalískum og félagslegum lausnum og erum einmitt mjög í takti við þessar áherslur sem ættu að koma fram hjá jafnaðarmannaflokki,“ segir hún. Hún segist hafa sett sig í samband við Samfylkingarmenn og reynt að tala þá af bandalaginu og leita til vinstri en ekki haft erindi sem erfiði en er þó með ákall til Samfylkingarmana um að endurhugsa sinn gang: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“. Hún bendir á að Sósíalistar, Píratar og Framsókn hafi bætt við sig fylgi sem sé ákall á vinstri-miðjustjórn. Sósíalistar geti vel hugsað sér að vinna með Framsókn. Einn möguleikinn væri þá Samfylking, Framsókn, Sósíalistar og Vinstri græn með tólf manna meirihluta. Vinstri græn hafa þó gefið það út að þau vilji ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum í bili. Mögulegir meirihlutar með Sósíalistaflokknum.vísir/ragnar Þá kæmu tveir aðrir mögulegir meirihlutar myndaðir frá miðju og til vinstri til greina. Samfylking, Framsókn, Sósíalistar og Flokkur fólksins næði einnig tólf manna meirihluta en einnig væri hægt að skipta út Flokki fólksins fyrir Pírata og mynda þannig fjórtán manna meirihluta. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Píratar Borgarstjórn Tengdar fréttir Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. 23. maí 2022 15:56 Einar boðar flokksmenn til fundar Framsóknarfólk hefur verið boðað til fundar í kvöld til að ræða þrönga stöðu sem komin er upp í meirihlutaviðræðum í borginni. Oddviti flokksins telur sig í sterkri samningsstöðu og segir Framsókn vilja borgarstjórastólinn. 23. maí 2022 12:04 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
„Það er mjög sérkennilegt að sjá það að þarna er flokkur sem kennir sig við jafnaðarmennsku sem vill líta til hægri í stað þess að líta til vinstri og það er ekki eitthvað sem að við viljum sjá í okkar áherslum í borgarstjórn. Við höfum þarna tækifæri til þess að fara meira til vinstri og það er vel hægt,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins. Þarna talar hún um jafnaðarmannaflokkinn Samfylkinguna sem er í bandalagi með Viðreisn, sem Sanna segir að ekki nokkur vafi leiki á að flokkist sem hægri flokkur. Því hafa Sósíalistar útilokað samstarf við Viðreisn sem og samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar hefur gengið inn í bandalag sem útilokar samstarf hennar með Sjálfstæðisflokki í bili.vísir/vilhelm „Við sjáum að Viðreisn talar fyrir einkarekstri, útboði og þessum markaðslausnum eins og kom skýrt fram í stefnu þeirra fyrir kosningarnar. Við Sósíalistar tölum fyrir sósíalískum og félagslegum lausnum og erum einmitt mjög í takti við þessar áherslur sem ættu að koma fram hjá jafnaðarmannaflokki,“ segir hún. Hún segist hafa sett sig í samband við Samfylkingarmenn og reynt að tala þá af bandalaginu og leita til vinstri en ekki haft erindi sem erfiði en er þó með ákall til Samfylkingarmana um að endurhugsa sinn gang: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“. Hún bendir á að Sósíalistar, Píratar og Framsókn hafi bætt við sig fylgi sem sé ákall á vinstri-miðjustjórn. Sósíalistar geti vel hugsað sér að vinna með Framsókn. Einn möguleikinn væri þá Samfylking, Framsókn, Sósíalistar og Vinstri græn með tólf manna meirihluta. Vinstri græn hafa þó gefið það út að þau vilji ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum í bili. Mögulegir meirihlutar með Sósíalistaflokknum.vísir/ragnar Þá kæmu tveir aðrir mögulegir meirihlutar myndaðir frá miðju og til vinstri til greina. Samfylking, Framsókn, Sósíalistar og Flokkur fólksins næði einnig tólf manna meirihluta en einnig væri hægt að skipta út Flokki fólksins fyrir Pírata og mynda þannig fjórtán manna meirihluta.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Píratar Borgarstjórn Tengdar fréttir Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. 23. maí 2022 15:56 Einar boðar flokksmenn til fundar Framsóknarfólk hefur verið boðað til fundar í kvöld til að ræða þrönga stöðu sem komin er upp í meirihlutaviðræðum í borginni. Oddviti flokksins telur sig í sterkri samningsstöðu og segir Framsókn vilja borgarstjórastólinn. 23. maí 2022 12:04 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. 23. maí 2022 15:56
Einar boðar flokksmenn til fundar Framsóknarfólk hefur verið boðað til fundar í kvöld til að ræða þrönga stöðu sem komin er upp í meirihlutaviðræðum í borginni. Oddviti flokksins telur sig í sterkri samningsstöðu og segir Framsókn vilja borgarstjórastólinn. 23. maí 2022 12:04