Gagnrýnir Samfylkingu fyrir að leita til hægri: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. maí 2022 16:56 Sanna er ekki sátt við systurflokk sinn Samfylkinguna, sem henni þykir að eigi að leita til vinstri eins og sannur jafnaðarmannaflokkur. vísir/vilhelm Oddviti Sósíalistaflokks Íslands er afar ósátt með bandalag það sem Samfylking hefur myndað með Pírötum og Viðreisn fyrir meirihlutaviðræður. Bandalagið útilokar algerlega alla meirihlutamyndun í borginni nema þessara flokka við Framsóknarflokkinn. „Það er mjög sérkennilegt að sjá það að þarna er flokkur sem kennir sig við jafnaðarmennsku sem vill líta til hægri í stað þess að líta til vinstri og það er ekki eitthvað sem að við viljum sjá í okkar áherslum í borgarstjórn. Við höfum þarna tækifæri til þess að fara meira til vinstri og það er vel hægt,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins. Þarna talar hún um jafnaðarmannaflokkinn Samfylkinguna sem er í bandalagi með Viðreisn, sem Sanna segir að ekki nokkur vafi leiki á að flokkist sem hægri flokkur. Því hafa Sósíalistar útilokað samstarf við Viðreisn sem og samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar hefur gengið inn í bandalag sem útilokar samstarf hennar með Sjálfstæðisflokki í bili.vísir/vilhelm „Við sjáum að Viðreisn talar fyrir einkarekstri, útboði og þessum markaðslausnum eins og kom skýrt fram í stefnu þeirra fyrir kosningarnar. Við Sósíalistar tölum fyrir sósíalískum og félagslegum lausnum og erum einmitt mjög í takti við þessar áherslur sem ættu að koma fram hjá jafnaðarmannaflokki,“ segir hún. Hún segist hafa sett sig í samband við Samfylkingarmenn og reynt að tala þá af bandalaginu og leita til vinstri en ekki haft erindi sem erfiði en er þó með ákall til Samfylkingarmana um að endurhugsa sinn gang: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“. Hún bendir á að Sósíalistar, Píratar og Framsókn hafi bætt við sig fylgi sem sé ákall á vinstri-miðjustjórn. Sósíalistar geti vel hugsað sér að vinna með Framsókn. Einn möguleikinn væri þá Samfylking, Framsókn, Sósíalistar og Vinstri græn með tólf manna meirihluta. Vinstri græn hafa þó gefið það út að þau vilji ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum í bili. Mögulegir meirihlutar með Sósíalistaflokknum.vísir/ragnar Þá kæmu tveir aðrir mögulegir meirihlutar myndaðir frá miðju og til vinstri til greina. Samfylking, Framsókn, Sósíalistar og Flokkur fólksins næði einnig tólf manna meirihluta en einnig væri hægt að skipta út Flokki fólksins fyrir Pírata og mynda þannig fjórtán manna meirihluta. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Píratar Borgarstjórn Tengdar fréttir Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. 23. maí 2022 15:56 Einar boðar flokksmenn til fundar Framsóknarfólk hefur verið boðað til fundar í kvöld til að ræða þrönga stöðu sem komin er upp í meirihlutaviðræðum í borginni. Oddviti flokksins telur sig í sterkri samningsstöðu og segir Framsókn vilja borgarstjórastólinn. 23. maí 2022 12:04 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Það er mjög sérkennilegt að sjá það að þarna er flokkur sem kennir sig við jafnaðarmennsku sem vill líta til hægri í stað þess að líta til vinstri og það er ekki eitthvað sem að við viljum sjá í okkar áherslum í borgarstjórn. Við höfum þarna tækifæri til þess að fara meira til vinstri og það er vel hægt,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins. Þarna talar hún um jafnaðarmannaflokkinn Samfylkinguna sem er í bandalagi með Viðreisn, sem Sanna segir að ekki nokkur vafi leiki á að flokkist sem hægri flokkur. Því hafa Sósíalistar útilokað samstarf við Viðreisn sem og samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar hefur gengið inn í bandalag sem útilokar samstarf hennar með Sjálfstæðisflokki í bili.vísir/vilhelm „Við sjáum að Viðreisn talar fyrir einkarekstri, útboði og þessum markaðslausnum eins og kom skýrt fram í stefnu þeirra fyrir kosningarnar. Við Sósíalistar tölum fyrir sósíalískum og félagslegum lausnum og erum einmitt mjög í takti við þessar áherslur sem ættu að koma fram hjá jafnaðarmannaflokki,“ segir hún. Hún segist hafa sett sig í samband við Samfylkingarmenn og reynt að tala þá af bandalaginu og leita til vinstri en ekki haft erindi sem erfiði en er þó með ákall til Samfylkingarmana um að endurhugsa sinn gang: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“. Hún bendir á að Sósíalistar, Píratar og Framsókn hafi bætt við sig fylgi sem sé ákall á vinstri-miðjustjórn. Sósíalistar geti vel hugsað sér að vinna með Framsókn. Einn möguleikinn væri þá Samfylking, Framsókn, Sósíalistar og Vinstri græn með tólf manna meirihluta. Vinstri græn hafa þó gefið það út að þau vilji ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum í bili. Mögulegir meirihlutar með Sósíalistaflokknum.vísir/ragnar Þá kæmu tveir aðrir mögulegir meirihlutar myndaðir frá miðju og til vinstri til greina. Samfylking, Framsókn, Sósíalistar og Flokkur fólksins næði einnig tólf manna meirihluta en einnig væri hægt að skipta út Flokki fólksins fyrir Pírata og mynda þannig fjórtán manna meirihluta.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Píratar Borgarstjórn Tengdar fréttir Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. 23. maí 2022 15:56 Einar boðar flokksmenn til fundar Framsóknarfólk hefur verið boðað til fundar í kvöld til að ræða þrönga stöðu sem komin er upp í meirihlutaviðræðum í borginni. Oddviti flokksins telur sig í sterkri samningsstöðu og segir Framsókn vilja borgarstjórastólinn. 23. maí 2022 12:04 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. 23. maí 2022 15:56
Einar boðar flokksmenn til fundar Framsóknarfólk hefur verið boðað til fundar í kvöld til að ræða þrönga stöðu sem komin er upp í meirihlutaviðræðum í borginni. Oddviti flokksins telur sig í sterkri samningsstöðu og segir Framsókn vilja borgarstjórastólinn. 23. maí 2022 12:04