Biden nýtir herinn til að bregðast við alvarlegum skorti á ungbarnablöndu Eiður Þór Árnason skrifar 23. maí 2022 11:36 Fjölmargar verslanir hafa takmarkað það magn sem viðskiptavinum er heimilt að kaupa af barnaþurrmjólk. Getty/Tayfun Coskun/Anadolu Agency Um 39 tonn af barnaþurrmjólk hafa verið flutt til Bandaríkjanna frá Evrópu til að bregðast við langvarandi vöruskorti. Herflugvél lenti með farminn í Indianapolis í gær og er von á fleiri slíkum sendingum í vikunni. Sífellt erfiðara hefur verið fyrir nýbakaða foreldra að nálgast þurrmjólk og ungbarnablöndu í Bandaríkjunum eftir að stærstu þurrmjólkurverksmiðju landsins var tímabundið lokað. Framleiðandinn Abbott Nutrition lokaði verksmiðju sinni í Minneapolis í febrúar vegna gruns um að framleiðsluvörur hafi leitt til veikinda hjá ungbörnum. Sendingin er hluti af sérstökum aðgerðum ríkisstjórnar Joes Biden sem hefur gengið erfiðlega að bregðast við vöruskortinum. Miklar takmarkanir hvíla á innflutningi á þurrmjólk til Bandaríkjanna og fara þrír innlendir framleiðendur með 90 prósent markaðshlutdeild. Þar af fer Abbott með tæpan helming, eða 48 prósent. Fyrsta sendingin sem er hluti af neyðaraðgerðum Biden-stjórnarinnar kom til landsins í gær.Getty/Jon Cherry Einkum vantað vörur fyrir börn með ofnæmi Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir að fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar hafi flutningstíminn frá Evrópu verið styttur úr tveimur vikum í um þrjá daga. Hvíta húsið segir að 132 vörubretti af Nestlé Health Science Alfamino Infant og Alfamino Junior barnaþurrmjólk muni brátt yfirgefa Ramstein-herflugvöllinn í Þýskalandi. Þá séu önnur 114 bretti af Gerber Good Start Extensive HA ungbarnablöndu á leið til landsins á næstu dögum. Alls séu um 1,5 milljón flöskur af þessum þremur tegundum væntanlegar til landsins í þessari viku en þær henta fyrir börn með ofnæmi fyrir mjólkurpróteini úr kúamjólk. Einkum hefur skort þessa tegund ungbarnablöndu í Bandaríkjunum. Þurfa að sótthreinsa alla verksmiðjuna Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) fann Cronobacter sakazakii-bakteríu á nokkrum stöðum í verksmiðju Abbott við eftirlit í janúar, febrúar og mars. Þá sýna gögn að fyrirtækið hafi fundið Cronobacter-bakteríu í framleiðsluvörum sínum árin 2019 og 2020 en örverurnar finnast víða í umhverfinu. FDA komst síðar að þeirri niðurstöðu að örverusýnin sem fundust í verksmiðjunni pössuðu ekki við sýnin sem tekin voru hjá börnunum sem veiktust og eða í þurrmjólkinni sem neyttu. Abbott sagði í tilkynningu að engin tengsl væru milli veikindatilfellanna og að hvorki Chronobacter né Salmonella hafi greinst í þurrmjólk sem dreift hafi verið til neytenda. Í bráðabirgðaniðurstöðum FDA segir að Abbott Nutrition hafi skort nægilega góða ferla til að koma í veg fyrir mengun skilaði sér í framleiðsluvörurnar. Í samkomulagi fyrirtækisins við FDA féllst það á að sótthreinsa öll yfirborð og búnað í verksmiðjunni áður en framleiðsla hæfist á ný. Að sögn Abbott munu líða minnst sex til átta vikur frá því þar til að framleiðslan skilar sér í hillur verslana. Bandaríkin Barnavernd Innköllun Matur Joe Biden Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Sífellt erfiðara hefur verið fyrir nýbakaða foreldra að nálgast þurrmjólk og ungbarnablöndu í Bandaríkjunum eftir að stærstu þurrmjólkurverksmiðju landsins var tímabundið lokað. Framleiðandinn Abbott Nutrition lokaði verksmiðju sinni í Minneapolis í febrúar vegna gruns um að framleiðsluvörur hafi leitt til veikinda hjá ungbörnum. Sendingin er hluti af sérstökum aðgerðum ríkisstjórnar Joes Biden sem hefur gengið erfiðlega að bregðast við vöruskortinum. Miklar takmarkanir hvíla á innflutningi á þurrmjólk til Bandaríkjanna og fara þrír innlendir framleiðendur með 90 prósent markaðshlutdeild. Þar af fer Abbott með tæpan helming, eða 48 prósent. Fyrsta sendingin sem er hluti af neyðaraðgerðum Biden-stjórnarinnar kom til landsins í gær.Getty/Jon Cherry Einkum vantað vörur fyrir börn með ofnæmi Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir að fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar hafi flutningstíminn frá Evrópu verið styttur úr tveimur vikum í um þrjá daga. Hvíta húsið segir að 132 vörubretti af Nestlé Health Science Alfamino Infant og Alfamino Junior barnaþurrmjólk muni brátt yfirgefa Ramstein-herflugvöllinn í Þýskalandi. Þá séu önnur 114 bretti af Gerber Good Start Extensive HA ungbarnablöndu á leið til landsins á næstu dögum. Alls séu um 1,5 milljón flöskur af þessum þremur tegundum væntanlegar til landsins í þessari viku en þær henta fyrir börn með ofnæmi fyrir mjólkurpróteini úr kúamjólk. Einkum hefur skort þessa tegund ungbarnablöndu í Bandaríkjunum. Þurfa að sótthreinsa alla verksmiðjuna Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) fann Cronobacter sakazakii-bakteríu á nokkrum stöðum í verksmiðju Abbott við eftirlit í janúar, febrúar og mars. Þá sýna gögn að fyrirtækið hafi fundið Cronobacter-bakteríu í framleiðsluvörum sínum árin 2019 og 2020 en örverurnar finnast víða í umhverfinu. FDA komst síðar að þeirri niðurstöðu að örverusýnin sem fundust í verksmiðjunni pössuðu ekki við sýnin sem tekin voru hjá börnunum sem veiktust og eða í þurrmjólkinni sem neyttu. Abbott sagði í tilkynningu að engin tengsl væru milli veikindatilfellanna og að hvorki Chronobacter né Salmonella hafi greinst í þurrmjólk sem dreift hafi verið til neytenda. Í bráðabirgðaniðurstöðum FDA segir að Abbott Nutrition hafi skort nægilega góða ferla til að koma í veg fyrir mengun skilaði sér í framleiðsluvörurnar. Í samkomulagi fyrirtækisins við FDA féllst það á að sótthreinsa öll yfirborð og búnað í verksmiðjunni áður en framleiðsla hæfist á ný. Að sögn Abbott munu líða minnst sex til átta vikur frá því þar til að framleiðslan skilar sér í hillur verslana.
Bandaríkin Barnavernd Innköllun Matur Joe Biden Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira