Júlíus Magnússon: Við verðum bara að halda áfram Sverrir Mar Smárason skrifar 22. maí 2022 22:00 Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga, með boltann gegn Val í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga, var gríðarlega ánægður með 1-3 sigur síns liðs gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. Með sigrinum svöruðu Víkingar vel fyrir tap gegn Breiðablik í síðustu umferð. „Það er ekki hægt að biðja um betra svar. Sérstaklega frammistöðulega séð, ekkert endilega úrslitin. Frammistaðan var það góð að þetta var svona “bounce back“ frá tapinu síðast,“ sagði Júlíus. Valsmenn voru sterkari aðilinn fyrsta hálftímann í leiknum og gerðu Víkingum erfitt fyrir með góðri pressu. Víkingar náðu að halda það út og tóku svo yfir leikinn eftir það. „Það er rétt. Þeir komu svolítið á óvart hvernig þeir voru fyrstu 20-25 mínúturnar. Þeir voru með okkur svolítið í hreðjataki. En svo náum við aðeins að leysa þetta, vorum rólegir á boltann og ekkert að flýta okkur of mikið. Við ætluðum svolítið að reyna að setja á þá fyrstu mínúturnar en vildum kannski fara of oft fram og vorum ekki nógu þolinmóðir,“ sagði fyrirliðinn. Staðan var markalaus, 0-0, í hálfleik en Víkingar breyttu ekki miklu að sögn Júlíusar og héldu áfram sínu striki. „Við vildum bara halda áfram því sem við gerðum síðustu tuttugu í fyrri hálfleiknum. Þær mínútur voru mjög góðar og við vorum svolítið búnir að þrýsta þeim niður og það eina sem þurfti var bara mörkin. Við náðum ekki alveg að stimpla okkur niður á þeirra teig, vorum með fyrirgjafir þar sem menn voru ekki mættir á svæðin og svona. Þurfum bara smá „edge“ í sóknarleikinn og það kom í seinni hálfleik,“ sagði Júlíus. Ein af sögulínum síðustu daga er sú að Sölvi Geir Ottesen var í leikmannahópnum á ný. Júlíus segir það þurfa að koma í ljós hvort hans krafta verði óskað. „Það verður bara að koma í ljós. Á stuttum tíma eru núna tveir rosalega mikilvægir menn búnir að detta út í meiðsli. En svið sjáum bara til. Ef þeir koma til baka þá kannski leysa þeir Sölva af hólmi, ég veit ekki hvernig það verður. Hann verður bara til taks og ef það gerist þá bara gerist það. Bíðum og sjáum,“ sagði Júlíus um Sölva Geir. Breiðablik vann sinn leik í kvöld og hafa nú unnið alla sjö leiki sína í deildinni. Víkingar fóru upp að Val með 13 stig eftir átta leiki og eru 8 stigum á eftir Blikum. „Við verðum bara að halda áfram. Það er ekkert annað hægt. Þetta er lengra tímabil núna þannig við verðum bara að vera þolinmóðir og megum ekki horfa of mikið í það núna. Þurfum að horfa í frammistöðurnar frekar en að horfa bara í stigin. Það má kannski gerast seinna á tímabilinu þar sem við horfum á hvar við erum í töflunni og setjum okkur einhver markmið en við verðum bara að halda áfram og taka einn leik í einu,“ sagði Júlíus að lokum. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-3 | Meistararnir sóttu sigur að Hlíðarenda Íslands- og bikarmeistarar Víkings sækja Val heim á Hlíðarenda í afar mikilvægum slag í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 22. maí 2022 21:00 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sjá meira
„Það er ekki hægt að biðja um betra svar. Sérstaklega frammistöðulega séð, ekkert endilega úrslitin. Frammistaðan var það góð að þetta var svona “bounce back“ frá tapinu síðast,“ sagði Júlíus. Valsmenn voru sterkari aðilinn fyrsta hálftímann í leiknum og gerðu Víkingum erfitt fyrir með góðri pressu. Víkingar náðu að halda það út og tóku svo yfir leikinn eftir það. „Það er rétt. Þeir komu svolítið á óvart hvernig þeir voru fyrstu 20-25 mínúturnar. Þeir voru með okkur svolítið í hreðjataki. En svo náum við aðeins að leysa þetta, vorum rólegir á boltann og ekkert að flýta okkur of mikið. Við ætluðum svolítið að reyna að setja á þá fyrstu mínúturnar en vildum kannski fara of oft fram og vorum ekki nógu þolinmóðir,“ sagði fyrirliðinn. Staðan var markalaus, 0-0, í hálfleik en Víkingar breyttu ekki miklu að sögn Júlíusar og héldu áfram sínu striki. „Við vildum bara halda áfram því sem við gerðum síðustu tuttugu í fyrri hálfleiknum. Þær mínútur voru mjög góðar og við vorum svolítið búnir að þrýsta þeim niður og það eina sem þurfti var bara mörkin. Við náðum ekki alveg að stimpla okkur niður á þeirra teig, vorum með fyrirgjafir þar sem menn voru ekki mættir á svæðin og svona. Þurfum bara smá „edge“ í sóknarleikinn og það kom í seinni hálfleik,“ sagði Júlíus. Ein af sögulínum síðustu daga er sú að Sölvi Geir Ottesen var í leikmannahópnum á ný. Júlíus segir það þurfa að koma í ljós hvort hans krafta verði óskað. „Það verður bara að koma í ljós. Á stuttum tíma eru núna tveir rosalega mikilvægir menn búnir að detta út í meiðsli. En svið sjáum bara til. Ef þeir koma til baka þá kannski leysa þeir Sölva af hólmi, ég veit ekki hvernig það verður. Hann verður bara til taks og ef það gerist þá bara gerist það. Bíðum og sjáum,“ sagði Júlíus um Sölva Geir. Breiðablik vann sinn leik í kvöld og hafa nú unnið alla sjö leiki sína í deildinni. Víkingar fóru upp að Val með 13 stig eftir átta leiki og eru 8 stigum á eftir Blikum. „Við verðum bara að halda áfram. Það er ekkert annað hægt. Þetta er lengra tímabil núna þannig við verðum bara að vera þolinmóðir og megum ekki horfa of mikið í það núna. Þurfum að horfa í frammistöðurnar frekar en að horfa bara í stigin. Það má kannski gerast seinna á tímabilinu þar sem við horfum á hvar við erum í töflunni og setjum okkur einhver markmið en við verðum bara að halda áfram og taka einn leik í einu,“ sagði Júlíus að lokum.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-3 | Meistararnir sóttu sigur að Hlíðarenda Íslands- og bikarmeistarar Víkings sækja Val heim á Hlíðarenda í afar mikilvægum slag í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 22. maí 2022 21:00 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-3 | Meistararnir sóttu sigur að Hlíðarenda Íslands- og bikarmeistarar Víkings sækja Val heim á Hlíðarenda í afar mikilvægum slag í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 22. maí 2022 21:00