Hlauparinn sem hné í jörðina við markið var fluttur á Coney Island Hospital þar sem hann var úrskurðaður látinn. Ekki hefur verið gefið upp hver dánarorsökin var.
Brooklyn-hálfmaraþonið er haldið af New York Road Runners, samtökum sem halda hlaup til að safna fé til góðgerðamála. Hlaupaleiðin liggur frá Prospect Park til Coney Island.
Talsmaður samtakanna sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar hlaupsins þar sem andlát mannsins var harmað og samúðarkveðjur sendar til aðstandenda hans. Samtökin sögðu að maðurinn hefði fengið aðstoð um leið og hann féll niður og að eftirlit væri með allri hlaupaleiðinni.
Samkvæmt frétt People var óvenjuheitt í veðri í dag og þá höfðu verið gefnar út viðvaranir vegna mengunar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hlaupari deyr í Brooklyn-hálfmaraþoninu en það gerðist síðast árið 2014, þegar 31 árs hlaupari lést nærri markinu.