Fréttablaðið greinir frá þessu. Fari tillagan í gegn munu tímakaup nemenda í 8. bekk hækka úr 664 krónum í 711 krónur, nemendur í 9. bekk myndu fá 947 krónur á tímann og nemendur í 10. bekk 1.184 krónur á tímann.
Alls eru 2.300 krakkar skráðir í vinnuskólann í sumar en ekki er gert ráð fyrir hækkuninni í fjárhagsáætlun og því þarf að sækja um auka 60 milljónir króna.