Framsókn og VG einkavæða heilbrigðiskerfið Gunnar Smári Egilsson skrifar 20. maí 2022 13:30 Undir forystu Framsóknarflokksins og með blessun VG stendur til að einkavæða eina af stærri deildum Landspítalans, öldrunardeildina á Vífilsstöðum þar sem um 45 sjúklingar njóta aðhlynningar. Forstjóri spítalans réttlætti þetta með því að þessi deild væri nú ekki flokkuð sem kjarnastarfsemi og að spítalinn ætti erfitt með að manna aðrar deildir. Þetta eru skrítin rök. Það er eins og maðurinn trúi að einkavæðing skapi fólk. Eða að einkafyrirtæki finni leið til að láta sjúklingana 45 sjá um sig sjálfa. Einkavæðing er engin lausn Einkavæðing opinberrar þjónustu hefur hvergi leitt til sparnaðar fyrir almenning né betri þjónustu. Það eina sem gerist við einkavæðingu er að einkafyrirtæki fá tækifæri til að sjúga arð upp úr heilbrigðisþjónustu eða öðrum opinberum rekstri. Hluti skattgreiðslna almennings rennur þá til einkafyrirtækja. Þetta er drifkrafturinn að baki einkavæðingar; að færa skattfé almennings til hinna ríku. Sitjandi ríkisstjórn stefnir í að verða mesta einkavæðingarstjórn sögunnar. Hún hefur einkavædd Íslandsbanka þvert á vilja almennings. Sigurður Ingi innviðaráðherra er með stórkostleg áform um einkavæðingu vegakerfisins. Og nú er Willum Þór heilbrigðisráðherra að stíga stórt skref í átt að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Krísan er verk ráðherra Í stað þess að taka á vanda heilbrigðiskerfisins, sem er afleiðing langvarandi vanrækslu stjórnvalda, hafa ráðherrarnir afvegaleitt umræðuna og haldið fram að staðan sé afleiðing af rekstrarformi eða slælegri stjórnun. Ráðherrarnir hafa sakað heilbrigðisstarfsfólk um að hafa valdið skaðanum sem ráðherrarnir sjálfir bera alla ábyrgð á. Því miður hafa fjölmiðlar leyft ráðherrunum að komast upp með þessa svívirðu. Og þegar heilbrigðisstarfsfólk hefur stigið fram og lýst raunverulegri stöðu heilbrigðiskerfisins hefur það orðið fyrir ákúrum frá starfsfólki ráðuneyta. Það á að halda sannleikanum frá almenningi. En hver er tilgangurinn? Hann er sá að nota krísu heilbrigðiskerfisins, sem ráðherrarnir sjálfir hafa skapað, til að flytja hluta þjónustunnar frá hinu opinbera yfir til einkaaðila. Markmiðið er að markaðsvæða, einkavæða og síðan arðgreiðsluvæða heilbrigðiskerfið svo hin fáu ríku geti auðgast enn frekar. Í fyrstu eru einstakar deildir flutta til auðvaldsins og síðan kerfið allt. Gagnbylting hinna ríku Það er sorglegt að Framsóknarflokkurinn, sem á uppruna sinn að rekja til samvinnuhreyfingarinnar, skuli nú vera í forystu einkavæðingar opinberrar þjónustu. Og það er grátlegt að VG, sem á rætur að rekja til verkalýðshreyfingarinnar, skuli blessa þetta. Þetta eru þær hreyfingar sem byggðu upp réttindi almennings, velferðarkerfið sem varði fólk gegn ógnarvaldi auðsins. Það er ekkert skrítið við að Sjálfstæðisflokkurinn vilji brjóta niður opinbera þjónustu, sterk öfl í þeim flokki voru ætíð á móti samtryggingarkerfi ríkisvaldsins, andsnúinn almannatryggingum, opinberu heilbrigðiskerfi og velferðarkerfinu almennt. Spurning dagsins er: Hvers vegna er Framsókn og VG að framfylgja stefnu klíkunnar sem stýrir Sjálfstæðisflokknum um niðurbrot opinberar þjónustu og velferðarkerfisins? Hvers vegna eru flokkar stærstu almannahreyfinga síðustu aldar nú að reka gagnbyltingu hinna ríku, að brjóta aftur sigra almennings og færa öll yfirráð í samfélaginu til hinna fáu ríku og valdamiklu? Getur þú svarað því? Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Heilbrigðismál Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Garðabær Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Undir forystu Framsóknarflokksins og með blessun VG stendur til að einkavæða eina af stærri deildum Landspítalans, öldrunardeildina á Vífilsstöðum þar sem um 45 sjúklingar njóta aðhlynningar. Forstjóri spítalans réttlætti þetta með því að þessi deild væri nú ekki flokkuð sem kjarnastarfsemi og að spítalinn ætti erfitt með að manna aðrar deildir. Þetta eru skrítin rök. Það er eins og maðurinn trúi að einkavæðing skapi fólk. Eða að einkafyrirtæki finni leið til að láta sjúklingana 45 sjá um sig sjálfa. Einkavæðing er engin lausn Einkavæðing opinberrar þjónustu hefur hvergi leitt til sparnaðar fyrir almenning né betri þjónustu. Það eina sem gerist við einkavæðingu er að einkafyrirtæki fá tækifæri til að sjúga arð upp úr heilbrigðisþjónustu eða öðrum opinberum rekstri. Hluti skattgreiðslna almennings rennur þá til einkafyrirtækja. Þetta er drifkrafturinn að baki einkavæðingar; að færa skattfé almennings til hinna ríku. Sitjandi ríkisstjórn stefnir í að verða mesta einkavæðingarstjórn sögunnar. Hún hefur einkavædd Íslandsbanka þvert á vilja almennings. Sigurður Ingi innviðaráðherra er með stórkostleg áform um einkavæðingu vegakerfisins. Og nú er Willum Þór heilbrigðisráðherra að stíga stórt skref í átt að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Krísan er verk ráðherra Í stað þess að taka á vanda heilbrigðiskerfisins, sem er afleiðing langvarandi vanrækslu stjórnvalda, hafa ráðherrarnir afvegaleitt umræðuna og haldið fram að staðan sé afleiðing af rekstrarformi eða slælegri stjórnun. Ráðherrarnir hafa sakað heilbrigðisstarfsfólk um að hafa valdið skaðanum sem ráðherrarnir sjálfir bera alla ábyrgð á. Því miður hafa fjölmiðlar leyft ráðherrunum að komast upp með þessa svívirðu. Og þegar heilbrigðisstarfsfólk hefur stigið fram og lýst raunverulegri stöðu heilbrigðiskerfisins hefur það orðið fyrir ákúrum frá starfsfólki ráðuneyta. Það á að halda sannleikanum frá almenningi. En hver er tilgangurinn? Hann er sá að nota krísu heilbrigðiskerfisins, sem ráðherrarnir sjálfir hafa skapað, til að flytja hluta þjónustunnar frá hinu opinbera yfir til einkaaðila. Markmiðið er að markaðsvæða, einkavæða og síðan arðgreiðsluvæða heilbrigðiskerfið svo hin fáu ríku geti auðgast enn frekar. Í fyrstu eru einstakar deildir flutta til auðvaldsins og síðan kerfið allt. Gagnbylting hinna ríku Það er sorglegt að Framsóknarflokkurinn, sem á uppruna sinn að rekja til samvinnuhreyfingarinnar, skuli nú vera í forystu einkavæðingar opinberrar þjónustu. Og það er grátlegt að VG, sem á rætur að rekja til verkalýðshreyfingarinnar, skuli blessa þetta. Þetta eru þær hreyfingar sem byggðu upp réttindi almennings, velferðarkerfið sem varði fólk gegn ógnarvaldi auðsins. Það er ekkert skrítið við að Sjálfstæðisflokkurinn vilji brjóta niður opinbera þjónustu, sterk öfl í þeim flokki voru ætíð á móti samtryggingarkerfi ríkisvaldsins, andsnúinn almannatryggingum, opinberu heilbrigðiskerfi og velferðarkerfinu almennt. Spurning dagsins er: Hvers vegna er Framsókn og VG að framfylgja stefnu klíkunnar sem stýrir Sjálfstæðisflokknum um niðurbrot opinberar þjónustu og velferðarkerfisins? Hvers vegna eru flokkar stærstu almannahreyfinga síðustu aldar nú að reka gagnbyltingu hinna ríku, að brjóta aftur sigra almennings og færa öll yfirráð í samfélaginu til hinna fáu ríku og valdamiklu? Getur þú svarað því? Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar