Vaktin: „Rússar mega ekki vinna þetta stríð“ Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 19. maí 2022 06:47 Ónýtur rússneskur bryndreki sem búið er að skrifa á „rússneskt herskip, farðu í rassgat“. Getty/Christopher Furlong Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur varað við því að fæðuskortur vegna átakanna í Úkraínu gæti varað í mörg ár og valdið hungursneyð víða um heim. Ráðamenn á Vesturlöndum ræða nú leiðir til að koma kornvöru frá Úkraínu, sem situr föst í vöruhúsum vegna átakanna og umsáturs Rússa við suðurströnd landsins. Fregnir herma að Rússar hafi gert skipulagðar árásir til að eyðileggja kornbirgðir en mörg lönd í Afríku og víðar eru afar háð kornútflutningi frá bæði Úkraínu og Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ávarpaði Bundestag, þýska þingið, í morgun og sagði þar að Rússland mætti ekki vinna stríðið í Úkraínu. Hann sagði stríðið vera stærstu krísu Evrópusambandsins hingað til og að einræðistilburðir Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, væri ógn gegn evrópskri samstöðu. Bandaríkjamenn segja Rússa enn hafa mikla yfirburði á vígvöllum Úkraínu og að þrátt fyrir mikið mannfall sé hernaðargeta þeirra mikil. Á blaðamannafundi Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í dag kom fram að stríðið gæti staðið yfir í langan tíma. Alþjóðabankinn hefur heitið því að leggja til 30 milljarða Bandaríkjadala til að freista þess að stemma stigu við fæðuskorti í heiminum. Fjármunirnir munu renna til nýrra verkefna og verkefna sem þegar eru í gangi. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir meinta notkun Rússa á leiservopnum sé til marks um misheppnaða innrás þeirra og líkir fregnum af vopnunum við áróður nasista þegar þeir ræddu um „wunderwaffe“; nýtt undravopn. Selenskí hefur undirritað tilskipun til að framlengja yfirlýsingu um neyðarástand í landinu og herlög í 90 daga. Rússneskir embættismenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að hersveitir Rússa í Maríupól hafi og séu að fara verulega illa með íbúa borgarinnar. Það muni gera Rússum erfiðara að kveða niður mótspyrnu í borginni og koma niður á áróðri þeirra um að Rússar hafi frelsað borgin. Bandaríkjamenn hafa opnað sendiráð sitt í Kænugarði á ný, eftir þriggja mánaða lokun. Fjármálaráðherrar G7 funda í dag til að ræða fjármál Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin sést ekki hér að neðan, gæti þurft að endurhlaða síðuna.
Ráðamenn á Vesturlöndum ræða nú leiðir til að koma kornvöru frá Úkraínu, sem situr föst í vöruhúsum vegna átakanna og umsáturs Rússa við suðurströnd landsins. Fregnir herma að Rússar hafi gert skipulagðar árásir til að eyðileggja kornbirgðir en mörg lönd í Afríku og víðar eru afar háð kornútflutningi frá bæði Úkraínu og Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ávarpaði Bundestag, þýska þingið, í morgun og sagði þar að Rússland mætti ekki vinna stríðið í Úkraínu. Hann sagði stríðið vera stærstu krísu Evrópusambandsins hingað til og að einræðistilburðir Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, væri ógn gegn evrópskri samstöðu. Bandaríkjamenn segja Rússa enn hafa mikla yfirburði á vígvöllum Úkraínu og að þrátt fyrir mikið mannfall sé hernaðargeta þeirra mikil. Á blaðamannafundi Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í dag kom fram að stríðið gæti staðið yfir í langan tíma. Alþjóðabankinn hefur heitið því að leggja til 30 milljarða Bandaríkjadala til að freista þess að stemma stigu við fæðuskorti í heiminum. Fjármunirnir munu renna til nýrra verkefna og verkefna sem þegar eru í gangi. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir meinta notkun Rússa á leiservopnum sé til marks um misheppnaða innrás þeirra og líkir fregnum af vopnunum við áróður nasista þegar þeir ræddu um „wunderwaffe“; nýtt undravopn. Selenskí hefur undirritað tilskipun til að framlengja yfirlýsingu um neyðarástand í landinu og herlög í 90 daga. Rússneskir embættismenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að hersveitir Rússa í Maríupól hafi og séu að fara verulega illa með íbúa borgarinnar. Það muni gera Rússum erfiðara að kveða niður mótspyrnu í borginni og koma niður á áróðri þeirra um að Rússar hafi frelsað borgin. Bandaríkjamenn hafa opnað sendiráð sitt í Kænugarði á ný, eftir þriggja mánaða lokun. Fjármálaráðherrar G7 funda í dag til að ræða fjármál Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin sést ekki hér að neðan, gæti þurft að endurhlaða síðuna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira