Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2024 07:46 Welby við krýningu Karls III. Getty/Aaron Chown Justin Welby hefur greint frá því að hann hyggist segja af sér sem erkibiskup af Kantaraborg en hann hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að grípa ekki til aðgerða þegar honum var gert viðvart um stófelld kynferðis- og ofbeldisbrot John Smyth. Welby, sem er æðsti leiðtogi Ensku biskupakirkjunnar, hefur sætt þrýstingi um að segja af sér, bæði innan kirkjunnar og utan. Hann hefur nú þegar gert Karli III Bretakonungi grein fyrir ákvörðun sinni. Í yfirlýsingu segist Welby sjá sig tilneyddan til að axla persónulega og stofnanalega ábyrgð á því sinnuleysi sem fórnarlömb Smyth sættu af hálfu kirkjunnar frá 2013, þegar hann sjálfur var upplýstur um brot Smyth. Þöggun kirkjunnar er rakin í skýrslu sem kom út í síðustu viku, þar sem fjallað er um glæpi sem Smyth er talinn hafa framið gegn um 130 drengjum á Bretlandseyjum á 8. og 9. áratug síðustu aldar og síðar í Zimbabwe og mögulega Suður-Afríku. Statement from the Archbishop of Canterbury.https://t.co/aNnuLBMapo pic.twitter.com/pIIR1911QU— Archbishop of Canterbury (@JustinWelby) November 12, 2024 Smyth, sem var valdamikill lögmaður og starfaði meðal annars innan kirkjunnar, lést árið 2018 en það var niðurstaða rannsóknarnefndar að sækja hefði mátt hann til saka ef Welby hefði farið með málið til lögreglu um leið og það komst upp. Welby segist hins vegar hafa staðið í þeirri trú að það hefði þegar verið gert. Rannsóknarnefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að teljast verði ólíklegt að það sé rétt sem Welby hefur haldið fram, að hann hafi ekki heyrt af hegðun Smyth þegar báðir störfuðu hjá ungmennabúðum á vegum kirkjunnar fyrir mörgum áratugum. Smyth er sagður hafa beitt tugi drengja grófu andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í um hálfa öld. Þegar upp komst um brot hans á Bretlandseyjum hafi honum verið leyft að flytjast til Afríku, þar sem hann hélt áfram uppteknum hætti. Welby hefur notið mikillar virðingar í embætti og fór meðal annars með stórt hlutverk í útför Elísabetar II Bretadrottningar og krýningu Karls. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Bretland Trúmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Welby, sem er æðsti leiðtogi Ensku biskupakirkjunnar, hefur sætt þrýstingi um að segja af sér, bæði innan kirkjunnar og utan. Hann hefur nú þegar gert Karli III Bretakonungi grein fyrir ákvörðun sinni. Í yfirlýsingu segist Welby sjá sig tilneyddan til að axla persónulega og stofnanalega ábyrgð á því sinnuleysi sem fórnarlömb Smyth sættu af hálfu kirkjunnar frá 2013, þegar hann sjálfur var upplýstur um brot Smyth. Þöggun kirkjunnar er rakin í skýrslu sem kom út í síðustu viku, þar sem fjallað er um glæpi sem Smyth er talinn hafa framið gegn um 130 drengjum á Bretlandseyjum á 8. og 9. áratug síðustu aldar og síðar í Zimbabwe og mögulega Suður-Afríku. Statement from the Archbishop of Canterbury.https://t.co/aNnuLBMapo pic.twitter.com/pIIR1911QU— Archbishop of Canterbury (@JustinWelby) November 12, 2024 Smyth, sem var valdamikill lögmaður og starfaði meðal annars innan kirkjunnar, lést árið 2018 en það var niðurstaða rannsóknarnefndar að sækja hefði mátt hann til saka ef Welby hefði farið með málið til lögreglu um leið og það komst upp. Welby segist hins vegar hafa staðið í þeirri trú að það hefði þegar verið gert. Rannsóknarnefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að teljast verði ólíklegt að það sé rétt sem Welby hefur haldið fram, að hann hafi ekki heyrt af hegðun Smyth þegar báðir störfuðu hjá ungmennabúðum á vegum kirkjunnar fyrir mörgum áratugum. Smyth er sagður hafa beitt tugi drengja grófu andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í um hálfa öld. Þegar upp komst um brot hans á Bretlandseyjum hafi honum verið leyft að flytjast til Afríku, þar sem hann hélt áfram uppteknum hætti. Welby hefur notið mikillar virðingar í embætti og fór meðal annars með stórt hlutverk í útför Elísabetar II Bretadrottningar og krýningu Karls. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Trúmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira