Lögmenn Depps saumuðu að Heard í vitnastúkunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2022 23:33 Amber Heard svaraði spurningum lögmanna Johnny Depp í dag. Brendan Smialowski/AP Réttarhöld í meiðyrðamáli bandaríska leikarans Johnny Depp á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni, bandarísku leikkonunni Amber Heard, héldu áfram í dag. Þar var Heard borin þungum sökum af lögmannateymi Depps, meðal annars um að hafa barið hann og breytt ljósmyndum til að sýna fram á ofbeldi hans gegn henni. Heard bar vitni í málinu í dag, en spurningar lögmanna Depps sneru sérstaklega að rifrildi hjónanna fyrrverandi, sem á að hafa átt sér stað í Ástralíu árið 2015. Rifrildið hefur ítrekað verið til umræðu við réttarhöldin. Depp segir að Heard hafi skorið af fingurgómi hans með því að kasta í hann flösku, en Heard segir hins vegar að Depp hafi misnotað sig kynferðislega með flösku. Í dag spurðu lögmenn Depps hvers vegna Heard hefði ekki leitað sér læknisaðstoð, fyrst hún segist hafa orðið fyrir áverkum. „Þú ert sú sem réðst á mann með flösku í Ástralíu, er það ekki rétt?“ spurði Camille Vasquez, einn lögmanna Depps. Heard svaraði því til að hún „hefði aldrei nokkurn tímann ráðist á Johnny [Depp].“ Heard gekkst þó við því að hafa slegið til Depp, en ítrekaði að það hafi aðeins verið í sjálfsvörn eftir að hafa ekki varið sig fyrir meintum árásum Depps í fjölda ára. Dagbókarfærslur og hljóðupptökur til umræðu Lögmenn Depps sýndu kviðdómi í málinu þá dagbókarfærslur sem Heard hafði ritað, þar sem hún baðst afsökunar á að hafa „meitt“ Depp. Spurð út í færslurnar sagði Heard að mikilvægt væri að biðjast afsökunar þegar ljúka ætti rifrildum. Að sama skapi voru spilaðar hljóðupptökur af Heard þar sem hún heyrist segja við Depp að hún verði svo reið að hún „missi það,“ og að hún geti ekki lofað að hún muni ekki „beita ofbeldi.“ Þá spurðu lögmenn Depps út í ljósmyndir sem Heard segir að sýni áverka hennar, sem hafi verið til komnir eftir að Depp beitti hana ofbeldi. Lögmennirnir ýjuðu að því að hún hefði átt við myndirnar. „Er það satt að þú breyttir þessum myndum,“ spurði Vasquez. Heard svaraði því neitandi og sagðist aldrei hafa átt við neinar ljósmyndir. Spurðu út í fíkniefnanotkun Lögmenn Depps reyndu einnig að fá Heard til að tjá sig um fíkniefnanotkun sína og gera hana tortryggilega í augum kviðdómsins. Til þess notuðu þeir meðal annars dagskrá sem búin var til fyrir brúðkaup þeirra Heard og Depps. Þar var meðal annars á dagskrá „danspartý, eiturlyf og tónlist,“ en Heard hefur ítrekað lýst því að fíkniefnanotkun Depps hafi verið mikill streituvaldur í hjónabandi þeirra. „Þannig að, þú áttir upprunalega hugmyndina að því að taka eiturlyf á eyju eftir brúðkaupsæfingu með fíkniefnaskrímslinu sem þú varst að fara að giftast?“ spurði lögmaður Depps. Heard svaraði því til að um hafi verið að ræða uppkast að dagskrá, en viðurkenndi þó að til hafi staðið að bjóða upp á kannabis. Þá viðurkenndi hún einnig að hafa neytt fíkniefna í brúðkaupinu. Segja Heard eiga Depp hlutverk að þakka Fyrr í réttarhöldunum, sem staðið hafa yfir síðan í síðasta mánuði, hefur Heard lýst því að Depp hafi reynt að stjórna ferli hennar meðan þau voru saman. Hann hafi ekki viljað að hún tæki að sér hlutverk og að stundum hafi hann orðið afar afbrýðisamur út í mótleikara hennar. Lögmenn Depps hafa hins vegar reynt að mála upp þá mynd að Heard hafi verið afbrýðisami aðilinn í hjónabandinu. Þá hélt Vasquez því fram að það væri Depp að þakka að Heard fékk hlutverk í kvikmyndinni Aquaman. „Nei frk. Vasquez. Ég fékk það hlutverk með því að fara í áheyrnarprufu,“ svaraði Heard. Málaferli Depps gegn Heard má rekja til greinar sem sú síðarnefnda birti í Washington Post, þar sem hún sagðist vera fórnarlamb ofbeldis í nánu sambandi. Hún nafngreindi Depp ekki í greininni. Depp hefur farið fram á 50 milljónir Bandaríkjadala vegna greinarinnar. Heard hefur þá höfðað gagnsök á hendur Depp og farið fram á tvöfalt hærri upphæð úr hendi hans. Depp, sem er 58 ára, og Heard, sem er 38 ára, voru gift á árunum 2015 til 2017. Bandaríkin Hollywood Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Heard bar vitni í málinu í dag, en spurningar lögmanna Depps sneru sérstaklega að rifrildi hjónanna fyrrverandi, sem á að hafa átt sér stað í Ástralíu árið 2015. Rifrildið hefur ítrekað verið til umræðu við réttarhöldin. Depp segir að Heard hafi skorið af fingurgómi hans með því að kasta í hann flösku, en Heard segir hins vegar að Depp hafi misnotað sig kynferðislega með flösku. Í dag spurðu lögmenn Depps hvers vegna Heard hefði ekki leitað sér læknisaðstoð, fyrst hún segist hafa orðið fyrir áverkum. „Þú ert sú sem réðst á mann með flösku í Ástralíu, er það ekki rétt?“ spurði Camille Vasquez, einn lögmanna Depps. Heard svaraði því til að hún „hefði aldrei nokkurn tímann ráðist á Johnny [Depp].“ Heard gekkst þó við því að hafa slegið til Depp, en ítrekaði að það hafi aðeins verið í sjálfsvörn eftir að hafa ekki varið sig fyrir meintum árásum Depps í fjölda ára. Dagbókarfærslur og hljóðupptökur til umræðu Lögmenn Depps sýndu kviðdómi í málinu þá dagbókarfærslur sem Heard hafði ritað, þar sem hún baðst afsökunar á að hafa „meitt“ Depp. Spurð út í færslurnar sagði Heard að mikilvægt væri að biðjast afsökunar þegar ljúka ætti rifrildum. Að sama skapi voru spilaðar hljóðupptökur af Heard þar sem hún heyrist segja við Depp að hún verði svo reið að hún „missi það,“ og að hún geti ekki lofað að hún muni ekki „beita ofbeldi.“ Þá spurðu lögmenn Depps út í ljósmyndir sem Heard segir að sýni áverka hennar, sem hafi verið til komnir eftir að Depp beitti hana ofbeldi. Lögmennirnir ýjuðu að því að hún hefði átt við myndirnar. „Er það satt að þú breyttir þessum myndum,“ spurði Vasquez. Heard svaraði því neitandi og sagðist aldrei hafa átt við neinar ljósmyndir. Spurðu út í fíkniefnanotkun Lögmenn Depps reyndu einnig að fá Heard til að tjá sig um fíkniefnanotkun sína og gera hana tortryggilega í augum kviðdómsins. Til þess notuðu þeir meðal annars dagskrá sem búin var til fyrir brúðkaup þeirra Heard og Depps. Þar var meðal annars á dagskrá „danspartý, eiturlyf og tónlist,“ en Heard hefur ítrekað lýst því að fíkniefnanotkun Depps hafi verið mikill streituvaldur í hjónabandi þeirra. „Þannig að, þú áttir upprunalega hugmyndina að því að taka eiturlyf á eyju eftir brúðkaupsæfingu með fíkniefnaskrímslinu sem þú varst að fara að giftast?“ spurði lögmaður Depps. Heard svaraði því til að um hafi verið að ræða uppkast að dagskrá, en viðurkenndi þó að til hafi staðið að bjóða upp á kannabis. Þá viðurkenndi hún einnig að hafa neytt fíkniefna í brúðkaupinu. Segja Heard eiga Depp hlutverk að þakka Fyrr í réttarhöldunum, sem staðið hafa yfir síðan í síðasta mánuði, hefur Heard lýst því að Depp hafi reynt að stjórna ferli hennar meðan þau voru saman. Hann hafi ekki viljað að hún tæki að sér hlutverk og að stundum hafi hann orðið afar afbrýðisamur út í mótleikara hennar. Lögmenn Depps hafa hins vegar reynt að mála upp þá mynd að Heard hafi verið afbrýðisami aðilinn í hjónabandinu. Þá hélt Vasquez því fram að það væri Depp að þakka að Heard fékk hlutverk í kvikmyndinni Aquaman. „Nei frk. Vasquez. Ég fékk það hlutverk með því að fara í áheyrnarprufu,“ svaraði Heard. Málaferli Depps gegn Heard má rekja til greinar sem sú síðarnefnda birti í Washington Post, þar sem hún sagðist vera fórnarlamb ofbeldis í nánu sambandi. Hún nafngreindi Depp ekki í greininni. Depp hefur farið fram á 50 milljónir Bandaríkjadala vegna greinarinnar. Heard hefur þá höfðað gagnsök á hendur Depp og farið fram á tvöfalt hærri upphæð úr hendi hans. Depp, sem er 58 ára, og Heard, sem er 38 ára, voru gift á árunum 2015 til 2017.
Bandaríkin Hollywood Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira