„Bíddu! Varst þú ekki í sjónvarpinu? Hvað veist þú um pólitík?“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 23. maí 2022 13:31 Útvarpsmaðurinn Gústi B sá sér leik á borði fyrir kosningarnar og fékk nokkra oddvita til að gera símahrekki í þættinum Veislan á FM957. Samsett mynd „Dragðu Gumma Ben og Felix með þér í Framsókn...Þá kannski breyti ég um skoðun!“ Símahrekkir oddvita vöktu mikla kátínu í þættinum Veislan á FM957 rétt fyrir kosningarnar. Samfélagsmiðlastjarnan og útvarpsmaðurinn Gústi B átti ekki erfitt með að fá stjórnmálamenn til að gera með sér símahrekki rétt fyrir kosningarnar. Útvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinsson, eða Gústi B eins og hann er kallaður, fékk til sín nokkra oddvita stjórnmálaflokkanna og plataði þá til að gera með sér hressilega símahrekki. Aðspurður segir hann það ekki hafa verið erfitt að sannfæra stjórnmálamennina í þennan gjörning, enda allt undir svona rétt fyrir kosningar. „Það er nóg af fjölmiðlafólki á Íslandi til þess að sjá um að spyrja oddvitana hvort að þeir hjóli í vinnuna, það er ekki mitt. Ég kynnist þeim miklu betur með því að taka gott símaat með þeim.“ Ég er auðvitað bara unglingur í grunninn og yngsti útvarpsmaður landsins þannig að ég þarf að standa undir nafni - bjóða upp á flipp! Gústi fékk frambjóðendur til að hringja beint í það fólk sem hefur haft hátt í gagnrýni á þeirra flokk og kom símtalið því fólkinu eðlilega í opna skjöldu og áttu sumir erfitt með að leyna pirringnum. „Sanna var til dæmis kölluð sósíalistapakk og Hildur var sökuð um spillingu en flestir höfðu þó bara gaman af þessu, enda um græskulaust gaman að ræða,“ segir Gústi. „Dragðu Gumma Ben og Felix með þér í Framsókn...Þá kannski breyti ég um skoðun“ Oddviti Framsóknarflokksins, Einar Þorsteinsson, sló á þráðinn til Ólafar, konu sem hefur ítrekað tjáð sig á netinu um Framsóknarflokkinn, en flokkurinn er greinilega ekki í miklu uppáhaldi. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Þegar Einar kynnir sig og segist vera að hringja út og taka stöðuna á grjóthörðu Framsóknarfólki stendur ekki á svörum. Ólöf: „Ég skal bara stoppa þig þarna...! Nei, nei, nei... Þú ert með vitlausa Ólöfu, ég er ekki Framsóknarkona. “ Einar: „Erum við ekki öll Framsóknarfólk í hjarta okkar?“ Ólöf hikar aðeins, og spyr hann til nafns og þegar Einar kynnir sig á ný kvað við annan tón. Ólöf: „Bíddu, Varst þú ekki í sjónvarpinu? Hvað veist þú um pólitík?“ Einar svarar því rólega til að hann telji sig nú vita sitthvað um pólitík en Ólöf lætur sér það fátt um finnast og bendir honum pent á fýsilegri mannkosti. „Dragðu Gumma Ben og Felix með þér í Framsókn...Þá kannski breyti ég um skoðun.“ Einar segir hugmyndina bara frekar góða og spyr svo að lokum hvort að það sé eitthvað sem hann geti gert annað til að fá hana til að kjósa Framsókn. Svarið var nokkuð skýrt. Ólöf: „Það er ekkert sem þú getur gert fyrir mig Einar.“ Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á símahrekk Einars í heild sinni: „Ég vil ekki heyra meira frá ykkur, helvítis Sósíalistapakk!“ Í símahrekk Sönnu Magdalenu oddvita Sósíalistaflokksins voru henni ekki beinlínis vandaðar kveðjurnar en fyrir valinu varð að hringja í konu að nafni Kristín. Það er skemmst frá því að segja að Kristín sú er ekki par hrifinn af flokknum. Sanna Magdalena, oddviti Sósíalistaflokksins. Vísir/Vilhelm Kristín: „Hvaðan sagðistu vera frá Só..???“ Sanna kynnir sig aftur. Kristín: „Er það ekki bara svona steypa fólki í skuldir og einhver vandræði?“ Sanna: „Nei alls ekki við erum að frelsa fólk frá skuldum og innheimtufyrirtækjum.“ Kristín segist nú ekki kaupa þá staðhæfingu og bendir á að það sé jú hlutverk Sjálfstæðisflokksins. Í lok símtalsins þegar Gústi kemur inn í símtalið og útskýrir að þetta sé nú bara saklaus símahrekkur voru skilaboðin skýr. „Ég vil ekki heyra meira frá ykkur! Helvítis sósíalistapakk!“ Símahrekkinn í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan. „Þið virðist vera að reyna að eyðileggja allt það sem Dagur hefur komið á koppinn“ Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins sló á þráðinn til Jónínu, yfirlýstri jafnaðarkonu, sagðist vera að í hringja í flokksmenn og taka stöðuna. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Jónína: „Ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokksins og mun aldrei gera. Sérstaklega eftir þessa bankasölu ykkar glæsilegu.“ Hildur kippir sér ekki upp við svarið og segist vera að hringja til að þakka henni sérstaklega fyrir stuðninginn og minnist á millifærslu sem hún hafi séð frá henni til framboðsins. Jónína: „Það er einhver að reyna að stríða mér!“ Hildur virðist þá gefa í stríðnistóninn og spyr hana hvort að hún gæti mögulega aðstoðað á matarvagninum í dag, því þeim vanti einhvern á vakt til að gefa frelsisborgara. Jónína: „Matarvagn? Veistu það vinan mín að þið virðist vera að reyna að eyðileggja allt það sem Dagur hefur komið á koppinn. Dagur er alveg yndislegur!“ Símahrekkinn í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan. „Heldur þú að ég vilji eyðileggja allar samgöngur í Reykjavík?“ Þegar borgarstjórinn Dagur B Eggertsson hringdi í grjótharðan Sjálfstæðismann og kynnti sig varð strax fát hinum megin við línuna. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Dagur: „Dagur heiti ég Eggertsson, félaginn þinn í Samfylkingunni.“ Einar: „Er þetta Dagur borgarstjóri? Þetta er ekki djók?“ Dagur útskýrir þá rólega að kosningar séu ekki djók þó vissulega sé hægt að hafa gaman af. Einar: „Fyrirgefðu, ég veit ekki hvaðan þú ert að fá þessar upplýsingar en ég myndi fyrr gera marga aðra hluti heldur en að skrá mig í Samfylkinguna.“ Dagur: „Nú erum við ekki Borgarlínumenn?“ Einar hlær þá hæðnishlátri og Dagur með honum. Einar: „Borgarlínumenn? Ertu eitthvað frá þér? Heldur þú að ég vilji eyðileggja allar samgöngur í Reykjavík?“ Símahrekkinn í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan. Grín og gaman FM957 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
Samfélagsmiðlastjarnan og útvarpsmaðurinn Gústi B átti ekki erfitt með að fá stjórnmálamenn til að gera með sér símahrekki rétt fyrir kosningarnar. Útvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinsson, eða Gústi B eins og hann er kallaður, fékk til sín nokkra oddvita stjórnmálaflokkanna og plataði þá til að gera með sér hressilega símahrekki. Aðspurður segir hann það ekki hafa verið erfitt að sannfæra stjórnmálamennina í þennan gjörning, enda allt undir svona rétt fyrir kosningar. „Það er nóg af fjölmiðlafólki á Íslandi til þess að sjá um að spyrja oddvitana hvort að þeir hjóli í vinnuna, það er ekki mitt. Ég kynnist þeim miklu betur með því að taka gott símaat með þeim.“ Ég er auðvitað bara unglingur í grunninn og yngsti útvarpsmaður landsins þannig að ég þarf að standa undir nafni - bjóða upp á flipp! Gústi fékk frambjóðendur til að hringja beint í það fólk sem hefur haft hátt í gagnrýni á þeirra flokk og kom símtalið því fólkinu eðlilega í opna skjöldu og áttu sumir erfitt með að leyna pirringnum. „Sanna var til dæmis kölluð sósíalistapakk og Hildur var sökuð um spillingu en flestir höfðu þó bara gaman af þessu, enda um græskulaust gaman að ræða,“ segir Gústi. „Dragðu Gumma Ben og Felix með þér í Framsókn...Þá kannski breyti ég um skoðun“ Oddviti Framsóknarflokksins, Einar Þorsteinsson, sló á þráðinn til Ólafar, konu sem hefur ítrekað tjáð sig á netinu um Framsóknarflokkinn, en flokkurinn er greinilega ekki í miklu uppáhaldi. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Þegar Einar kynnir sig og segist vera að hringja út og taka stöðuna á grjóthörðu Framsóknarfólki stendur ekki á svörum. Ólöf: „Ég skal bara stoppa þig þarna...! Nei, nei, nei... Þú ert með vitlausa Ólöfu, ég er ekki Framsóknarkona. “ Einar: „Erum við ekki öll Framsóknarfólk í hjarta okkar?“ Ólöf hikar aðeins, og spyr hann til nafns og þegar Einar kynnir sig á ný kvað við annan tón. Ólöf: „Bíddu, Varst þú ekki í sjónvarpinu? Hvað veist þú um pólitík?“ Einar svarar því rólega til að hann telji sig nú vita sitthvað um pólitík en Ólöf lætur sér það fátt um finnast og bendir honum pent á fýsilegri mannkosti. „Dragðu Gumma Ben og Felix með þér í Framsókn...Þá kannski breyti ég um skoðun.“ Einar segir hugmyndina bara frekar góða og spyr svo að lokum hvort að það sé eitthvað sem hann geti gert annað til að fá hana til að kjósa Framsókn. Svarið var nokkuð skýrt. Ólöf: „Það er ekkert sem þú getur gert fyrir mig Einar.“ Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á símahrekk Einars í heild sinni: „Ég vil ekki heyra meira frá ykkur, helvítis Sósíalistapakk!“ Í símahrekk Sönnu Magdalenu oddvita Sósíalistaflokksins voru henni ekki beinlínis vandaðar kveðjurnar en fyrir valinu varð að hringja í konu að nafni Kristín. Það er skemmst frá því að segja að Kristín sú er ekki par hrifinn af flokknum. Sanna Magdalena, oddviti Sósíalistaflokksins. Vísir/Vilhelm Kristín: „Hvaðan sagðistu vera frá Só..???“ Sanna kynnir sig aftur. Kristín: „Er það ekki bara svona steypa fólki í skuldir og einhver vandræði?“ Sanna: „Nei alls ekki við erum að frelsa fólk frá skuldum og innheimtufyrirtækjum.“ Kristín segist nú ekki kaupa þá staðhæfingu og bendir á að það sé jú hlutverk Sjálfstæðisflokksins. Í lok símtalsins þegar Gústi kemur inn í símtalið og útskýrir að þetta sé nú bara saklaus símahrekkur voru skilaboðin skýr. „Ég vil ekki heyra meira frá ykkur! Helvítis sósíalistapakk!“ Símahrekkinn í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan. „Þið virðist vera að reyna að eyðileggja allt það sem Dagur hefur komið á koppinn“ Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins sló á þráðinn til Jónínu, yfirlýstri jafnaðarkonu, sagðist vera að í hringja í flokksmenn og taka stöðuna. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Jónína: „Ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokksins og mun aldrei gera. Sérstaklega eftir þessa bankasölu ykkar glæsilegu.“ Hildur kippir sér ekki upp við svarið og segist vera að hringja til að þakka henni sérstaklega fyrir stuðninginn og minnist á millifærslu sem hún hafi séð frá henni til framboðsins. Jónína: „Það er einhver að reyna að stríða mér!“ Hildur virðist þá gefa í stríðnistóninn og spyr hana hvort að hún gæti mögulega aðstoðað á matarvagninum í dag, því þeim vanti einhvern á vakt til að gefa frelsisborgara. Jónína: „Matarvagn? Veistu það vinan mín að þið virðist vera að reyna að eyðileggja allt það sem Dagur hefur komið á koppinn. Dagur er alveg yndislegur!“ Símahrekkinn í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan. „Heldur þú að ég vilji eyðileggja allar samgöngur í Reykjavík?“ Þegar borgarstjórinn Dagur B Eggertsson hringdi í grjótharðan Sjálfstæðismann og kynnti sig varð strax fát hinum megin við línuna. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Dagur: „Dagur heiti ég Eggertsson, félaginn þinn í Samfylkingunni.“ Einar: „Er þetta Dagur borgarstjóri? Þetta er ekki djók?“ Dagur útskýrir þá rólega að kosningar séu ekki djók þó vissulega sé hægt að hafa gaman af. Einar: „Fyrirgefðu, ég veit ekki hvaðan þú ert að fá þessar upplýsingar en ég myndi fyrr gera marga aðra hluti heldur en að skrá mig í Samfylkinguna.“ Dagur: „Nú erum við ekki Borgarlínumenn?“ Einar hlær þá hæðnishlátri og Dagur með honum. Einar: „Borgarlínumenn? Ertu eitthvað frá þér? Heldur þú að ég vilji eyðileggja allar samgöngur í Reykjavík?“ Símahrekkinn í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan.
Grín og gaman FM957 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“