Minnkum báknið og fækkum borgarfulltrúum Kjartan Magnússon skrifar 11. maí 2022 20:31 Fyrir fjórum árum var borgarfulltrúum í Reykjavík fjölgað úr 15 í 23 eða um 53%. Fjölgunina mátti rekja til breytinga á sveitarstjórnarlögum, sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG beitti sér fyrir árið 2011 en fjölgunin tók gildi 2018. Nú er komin fjögurra ára reynsla á umrædda breytingu og ekki dettur nokkrum manni í hug að vinnbrögð borgastjórnar hafi batnað á þessum tíma þrátt fyrir þessa miklu fjölgun og kostnaðarauka. Á sínum tíma kom fram að borgarfulltrúar Samfylkingar og VG hefðu átt frumkvæði að breytingu ákvæðisins og orðið hefði verið við því vegna þrábeiðni þeirra. Þegar umrætt lagaákvæði var samþykkt var Dagur B. Eggertsson varaformaður Samfylkingarinnar og sat þingflokksfundi hennar sem slíkur. Stærra stjórnsýslubákn Fjölgun borgarfulltrúa um 53%, úr 15 í 23, hefur engu skilað nema auknum launagreiðslum til borgarfulltrúa, stærra bákni, auknum kerfiskostnaði og þá hefur óráðsían í rekstri borgarinnar aukist. Umrædd lagabreyting vinstri flokkanna hefur ekki einungis haft áhrif á fjölgun kjörinna fulltrúa í Reykjavík heldur einnig í nokkrum fleiri sveitarfélögum. Það hefur einnig haft áhrif til fjölgunar bæjarfulltrúa í Garðabæ, Mofellsbæ og Vestmannaeyjabæ í mikilli óþökk meirihluta íbúa og bæjarfulltrúa í þessum sveitarfélögum, sem eru ekki sammála Samfylkingunni og VG um að æskilegt sé að stækka stjórnsýslubáknið. Allt frá því umrætt lagaákvæði var samþykkt árið 2011, hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins oft lagt til að borgarstjórn óski eftir því við Alþingi að lögunum verði breytt, þannig að heimilt verði á ný að fækka borgarfulltrúum í 15, kjósi borgarstjórn það. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og aðrir borgarfulltrúar Samfylkingar og VG, hafa aldrei viljað samþykkja slíkar tillögur heldur fellt þær, svæft eða vísað frá. Sjálfstjórn sveitarfélaga Allir þingmenn og sveitarstjórnarmenn eru a.m.k. í orði kveðnu sammála því að sveitarfélög eigi að hafa sem mest að segja um skipulag stjórnsýslu sinnar. Þrátt fyrir tyllidagaskvaldur Samfylkingar um víðtæka sjálfstjórn og sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga, vilja þingmenn og borgarfulltrúar hennar þvinga Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög með lagaboði til að stækka of stórt bákn enn frekar með því að fjölga kjörnum fulltrúum. Þegar ég tók sæti á Alþingi sem varamaður í vetur, lagði ég fram frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum ásamt nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Breytingin felur í sér að svigrúm sveitarfélaga verði aukið til að ákveða fjölgda kjörinna fulltrúa í sveitarfstjórnum sínum. Í tilviki Reykjavíkur verði t.d. afnumin sú skylda að hafa borgarfulltrúa ekki færri en 23. Verði frumvarpið að lögum yrði einungis um heimild að ræða þannig að borgarstjórn geti t.d. sjálf ákveðið hvort hún vilji hafa borgarfulltrúa 23 eða 15 eins og var lengi vel. Frumvarpið hlaut ekki afgreiðslu á þinginu í vetur. Borgarfulltrúar XD munu halda áfram baráttu sinni fyrir því að borgarfulltrúum verði aftur fækkað í 15. Þannig yrði að sjálfsögðu dregið úr kostnaði í borgarkerfinu, sem og flækjustigi þess. Með slíkri breytingu myndi borgarstjórn sjálf auk þess ganga á undan með góðu fordæmi varðandi þá víðtæku hagræðingu sem þarf að eiga sér stað í borgarkerfinu. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum var borgarfulltrúum í Reykjavík fjölgað úr 15 í 23 eða um 53%. Fjölgunina mátti rekja til breytinga á sveitarstjórnarlögum, sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG beitti sér fyrir árið 2011 en fjölgunin tók gildi 2018. Nú er komin fjögurra ára reynsla á umrædda breytingu og ekki dettur nokkrum manni í hug að vinnbrögð borgastjórnar hafi batnað á þessum tíma þrátt fyrir þessa miklu fjölgun og kostnaðarauka. Á sínum tíma kom fram að borgarfulltrúar Samfylkingar og VG hefðu átt frumkvæði að breytingu ákvæðisins og orðið hefði verið við því vegna þrábeiðni þeirra. Þegar umrætt lagaákvæði var samþykkt var Dagur B. Eggertsson varaformaður Samfylkingarinnar og sat þingflokksfundi hennar sem slíkur. Stærra stjórnsýslubákn Fjölgun borgarfulltrúa um 53%, úr 15 í 23, hefur engu skilað nema auknum launagreiðslum til borgarfulltrúa, stærra bákni, auknum kerfiskostnaði og þá hefur óráðsían í rekstri borgarinnar aukist. Umrædd lagabreyting vinstri flokkanna hefur ekki einungis haft áhrif á fjölgun kjörinna fulltrúa í Reykjavík heldur einnig í nokkrum fleiri sveitarfélögum. Það hefur einnig haft áhrif til fjölgunar bæjarfulltrúa í Garðabæ, Mofellsbæ og Vestmannaeyjabæ í mikilli óþökk meirihluta íbúa og bæjarfulltrúa í þessum sveitarfélögum, sem eru ekki sammála Samfylkingunni og VG um að æskilegt sé að stækka stjórnsýslubáknið. Allt frá því umrætt lagaákvæði var samþykkt árið 2011, hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins oft lagt til að borgarstjórn óski eftir því við Alþingi að lögunum verði breytt, þannig að heimilt verði á ný að fækka borgarfulltrúum í 15, kjósi borgarstjórn það. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og aðrir borgarfulltrúar Samfylkingar og VG, hafa aldrei viljað samþykkja slíkar tillögur heldur fellt þær, svæft eða vísað frá. Sjálfstjórn sveitarfélaga Allir þingmenn og sveitarstjórnarmenn eru a.m.k. í orði kveðnu sammála því að sveitarfélög eigi að hafa sem mest að segja um skipulag stjórnsýslu sinnar. Þrátt fyrir tyllidagaskvaldur Samfylkingar um víðtæka sjálfstjórn og sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga, vilja þingmenn og borgarfulltrúar hennar þvinga Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög með lagaboði til að stækka of stórt bákn enn frekar með því að fjölga kjörnum fulltrúum. Þegar ég tók sæti á Alþingi sem varamaður í vetur, lagði ég fram frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum ásamt nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Breytingin felur í sér að svigrúm sveitarfélaga verði aukið til að ákveða fjölgda kjörinna fulltrúa í sveitarfstjórnum sínum. Í tilviki Reykjavíkur verði t.d. afnumin sú skylda að hafa borgarfulltrúa ekki færri en 23. Verði frumvarpið að lögum yrði einungis um heimild að ræða þannig að borgarstjórn geti t.d. sjálf ákveðið hvort hún vilji hafa borgarfulltrúa 23 eða 15 eins og var lengi vel. Frumvarpið hlaut ekki afgreiðslu á þinginu í vetur. Borgarfulltrúar XD munu halda áfram baráttu sinni fyrir því að borgarfulltrúum verði aftur fækkað í 15. Þannig yrði að sjálfsögðu dregið úr kostnaði í borgarkerfinu, sem og flækjustigi þess. Með slíkri breytingu myndi borgarstjórn sjálf auk þess ganga á undan með góðu fordæmi varðandi þá víðtæku hagræðingu sem þarf að eiga sér stað í borgarkerfinu. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun