Farsæl börn á höfuðborgarsvæðinu Ásmundur Einar Daðason, Einar Þorsteinsson, Orri Hlöðversson, Valdimar Víðisson, Brynja Dan Gunnarsdóttir og Halla Karen Kristjánsdóttir skrifa 12. maí 2022 08:31 Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár. Kjósendur vilja fjárfestingar í fólki Stutt er liðið frá Alþingiskosningum og þar var skýrt hvað kjósendur vildu sjá. Kjósendur vildu sjá fjárfestingar í fólki og innviðum. Að fólkið í landinu fái sem allra besta þjónustu sem hægt er að veita og að fólkið og fjölskyldur þessa lands séu miðpunktur allrar vinnu sem ríkið innir af hendi. Ég hef fulla trú á því að svo gildi einnig um komandi sveitarstjórnarkosningar. Stórar lagabreytingar samþykktar Á síðasta kjörtímabili var meðal annars unnið að stórum breytingum í þágu barna. Samþykkt voru lög sem boða nýja hugsun og nýja nálgun í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru nefnd „farsældarlöggjöfin“. Þau lög boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt. Með farsældarlöggjöfinni var lögfest samstarf þjónustukerfa sem bæði á að skapa skilyrði til að unnt sé að bregðast fyrr við tilteknum aðstæðum eða áskorunum í lífi barns með viðeigandi stuðningi þegar þörf þykir, en einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra. Þetta er afar mikilvægt enda hafa forráðamenn barna oft lýst baráttu sinni fyrir fullnægjandi þjónustu fyrir börn sín sem ferðalagi um völundarhús þar sem hver vísar á annan og lítil eða engin samskipti eru á milli ýmissa mikilvægra þjónustuaðila. Innleiðing fram undan Ef ákvæði farsældarlöggjafarinnar eiga að verða meira en bara falleg orð á blaði þarf mikla og markvissa vinnu við innleiðingu þeirra stóru breytinga sem í henni felast. Sú vinna er þegar hafin undir stjórn mennta – og barnamálaráðuneytisins, en það er alveg ljóst að árangur innleiðingarinnar mun að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst í nærumhverfi barna og fjölskyldna, á sveitarstjórnarstigi. Það skiptir máli að velja til þess verks aðila sem hafa sýnt að þau muni forgangsraða því verkefni og fylgja eftir af krafti, í þágu farsældar barna. Að sveitarfélagið muni fjárfesta í fólki, börnum, fjölskyldum og innviðum fram yfir allt annað. Við sem skrifum þessa grein heitum því að leggja allt okkar í að fjárfesting í fólki verði meginstefið á komandi kjörtímabili sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu fáum við umboð til þess að stýra þeim. Er ekki bara best að fjárfesta í fólki? Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra Einar Þorsteinsson, Oddviti Framsóknar í Reykjavík Orri Hlöðversson, Oddviti Framsóknar í Kópavogi Valdimar Víðisson, Oddviti Framsóknar í Hafnarfirði Brynja Dan Gunnarsdóttir, Oddviti Framsóknar í Garðabæ Halla Karen Kristjánsdóttir, Oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Börn og uppeldi Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ásmundur Einar Daðason Einar Þorsteinsson Orri Hlöðversson Valdimar Víðisson Brynja Dan Gunnarsdóttir Reykjavík Kópavogur Garðabær Mosfellsbær Hafnarfjörður Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár. Kjósendur vilja fjárfestingar í fólki Stutt er liðið frá Alþingiskosningum og þar var skýrt hvað kjósendur vildu sjá. Kjósendur vildu sjá fjárfestingar í fólki og innviðum. Að fólkið í landinu fái sem allra besta þjónustu sem hægt er að veita og að fólkið og fjölskyldur þessa lands séu miðpunktur allrar vinnu sem ríkið innir af hendi. Ég hef fulla trú á því að svo gildi einnig um komandi sveitarstjórnarkosningar. Stórar lagabreytingar samþykktar Á síðasta kjörtímabili var meðal annars unnið að stórum breytingum í þágu barna. Samþykkt voru lög sem boða nýja hugsun og nýja nálgun í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru nefnd „farsældarlöggjöfin“. Þau lög boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt. Með farsældarlöggjöfinni var lögfest samstarf þjónustukerfa sem bæði á að skapa skilyrði til að unnt sé að bregðast fyrr við tilteknum aðstæðum eða áskorunum í lífi barns með viðeigandi stuðningi þegar þörf þykir, en einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra. Þetta er afar mikilvægt enda hafa forráðamenn barna oft lýst baráttu sinni fyrir fullnægjandi þjónustu fyrir börn sín sem ferðalagi um völundarhús þar sem hver vísar á annan og lítil eða engin samskipti eru á milli ýmissa mikilvægra þjónustuaðila. Innleiðing fram undan Ef ákvæði farsældarlöggjafarinnar eiga að verða meira en bara falleg orð á blaði þarf mikla og markvissa vinnu við innleiðingu þeirra stóru breytinga sem í henni felast. Sú vinna er þegar hafin undir stjórn mennta – og barnamálaráðuneytisins, en það er alveg ljóst að árangur innleiðingarinnar mun að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst í nærumhverfi barna og fjölskyldna, á sveitarstjórnarstigi. Það skiptir máli að velja til þess verks aðila sem hafa sýnt að þau muni forgangsraða því verkefni og fylgja eftir af krafti, í þágu farsældar barna. Að sveitarfélagið muni fjárfesta í fólki, börnum, fjölskyldum og innviðum fram yfir allt annað. Við sem skrifum þessa grein heitum því að leggja allt okkar í að fjárfesting í fólki verði meginstefið á komandi kjörtímabili sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu fáum við umboð til þess að stýra þeim. Er ekki bara best að fjárfesta í fólki? Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra Einar Þorsteinsson, Oddviti Framsóknar í Reykjavík Orri Hlöðversson, Oddviti Framsóknar í Kópavogi Valdimar Víðisson, Oddviti Framsóknar í Hafnarfirði Brynja Dan Gunnarsdóttir, Oddviti Framsóknar í Garðabæ Halla Karen Kristjánsdóttir, Oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun