Reykjanesbær þarf að girða sig í brók Rannveig Erla Guðlaugsdóttir skrifar 11. maí 2022 09:45 Ásbrú eða gamli völlurinn eins og þetta svæði er oft kallað er svæði tækifæranna. Svæðið sem býður upp á atvinnu, menntun, hreyfingu og dásamlegar íbúðir í fjölbýli sem hægt og rólega er verið að gera upp. Alls staðar voru teppi sem höfðu sinn ákveðna sjarma – bara ryksuga og allt var orðið „hreint“ og fínt. En eftir því sem íbúðir tæmast og fá nýja íbúa eru tækifærin nýtt og því gamla skipt út fyrir það nýja, parket kemur í staðinn og allt lítur betur út. Þegar fyrst var opnað inn á svæðið eftir að herinn fór og glæsilegar nemendaíbúðir voru kynntar til leiks varð allt svo spennandi. Þetta varð svæði tækifæranna. Keilir kynnti til leiks Háskólabrú og húsnæði fyrir nýja nemendur og oft var og er talað um það nám sem annað tækifæri fyrir þá sem flosnuðu úr námi en voru nú tilbúin, einbeittari og gátu í þokkabót leigt íbúðir á frábærum nemendakjörum. Svæðið er enn að bjóða upp á ný tækifæri. Heilu blokkirnar hafa verið settar á sölu og einstaklingar hafa fjárfest í fallegum, uppgerðum íbúðum á viðráðanlegu verði. En eins og svæðið er flott og möguleikarnir endalausir þá virðist enn vanta upp á skuldbindingu Reykjanesbæjar til að gera þetta að íbúahverfi. Svæðið er enn hrátt um að lítast, vantar allan huggulegan gróður og útivistasvæðum barna hefur farið sífellt fækkandi. Lítið hefur verið um viðhald og því leiktækin bara tekin og ekkert sett í staðinn. Strætó ferðir eru ekki að gera mikið fyrir þá einstaklinga sem þarna búa, bæði börn og fullorðna, sem þurfa að komast í tómstundir og verslanir utan Ásbrúar (það eru reyndar engar matvöruverslanir á Ásbrú en vá hvað það væri frábært ef svo væri!). Þetta hverfi á það til að verða útundan þrátt fyrir að vera jafngildur hluti Reykjanesbæjar og Keflavík, Njarðvík og Hafnir eru. Við í Umbót skorum á Reykjanesbæ að girða sig í brók og sinna þessum hluta bæjarins af meiri alúð eins og hann á skilið. Höfundur skipar 3. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ásbrú eða gamli völlurinn eins og þetta svæði er oft kallað er svæði tækifæranna. Svæðið sem býður upp á atvinnu, menntun, hreyfingu og dásamlegar íbúðir í fjölbýli sem hægt og rólega er verið að gera upp. Alls staðar voru teppi sem höfðu sinn ákveðna sjarma – bara ryksuga og allt var orðið „hreint“ og fínt. En eftir því sem íbúðir tæmast og fá nýja íbúa eru tækifærin nýtt og því gamla skipt út fyrir það nýja, parket kemur í staðinn og allt lítur betur út. Þegar fyrst var opnað inn á svæðið eftir að herinn fór og glæsilegar nemendaíbúðir voru kynntar til leiks varð allt svo spennandi. Þetta varð svæði tækifæranna. Keilir kynnti til leiks Háskólabrú og húsnæði fyrir nýja nemendur og oft var og er talað um það nám sem annað tækifæri fyrir þá sem flosnuðu úr námi en voru nú tilbúin, einbeittari og gátu í þokkabót leigt íbúðir á frábærum nemendakjörum. Svæðið er enn að bjóða upp á ný tækifæri. Heilu blokkirnar hafa verið settar á sölu og einstaklingar hafa fjárfest í fallegum, uppgerðum íbúðum á viðráðanlegu verði. En eins og svæðið er flott og möguleikarnir endalausir þá virðist enn vanta upp á skuldbindingu Reykjanesbæjar til að gera þetta að íbúahverfi. Svæðið er enn hrátt um að lítast, vantar allan huggulegan gróður og útivistasvæðum barna hefur farið sífellt fækkandi. Lítið hefur verið um viðhald og því leiktækin bara tekin og ekkert sett í staðinn. Strætó ferðir eru ekki að gera mikið fyrir þá einstaklinga sem þarna búa, bæði börn og fullorðna, sem þurfa að komast í tómstundir og verslanir utan Ásbrúar (það eru reyndar engar matvöruverslanir á Ásbrú en vá hvað það væri frábært ef svo væri!). Þetta hverfi á það til að verða útundan þrátt fyrir að vera jafngildur hluti Reykjanesbæjar og Keflavík, Njarðvík og Hafnir eru. Við í Umbót skorum á Reykjanesbæ að girða sig í brók og sinna þessum hluta bæjarins af meiri alúð eins og hann á skilið. Höfundur skipar 3. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar