Guðjón Hreinn hefur gegnt formennsku frá árinu 2019 og bar sigur úr býtum með miklum meirihluta atkvæða. Tveir buðu sig fram til formanns. Guðjón Hreinn hlaut 732 atkvæði eða 70,4% greiddra atkvæða og mótframbjóðandinn Kjartan Þór Ragnarsson 264 atkvæði eða 25,4%. Auðir seðlar voru 44 eða 4,2%.
Alls voru 1.040 atkvæði greidd í formannskjörinu og var kjörsókn 59,2%. Þetta kemur fram á vef Félags framhaldsskólakennara. Samhliða formannskjöri var kosið um fjögur sæti í stjórn félagsins en þrettán voru í framboði.
Niðurstaða í stjórnarkjöri
Nafn |
atkvæði |
sæti |
Helga Jóhanna Baldursdóttir, Tækniskólanum | 423 | 1. sæti |
Simon Cramer Larsen, FS | 372 | 2. sæti |
Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir, MS | 361 | 3. sæti |
Jóhanna Björk Guðjónsdóttir, Kvennaskólanum | 322 | 4. sæti |
Guðmundur Arnar Guðmundsson, VA | 317 | 1. varamaður |
Guðmundur Björgvin Gylfason, FSU | 293 | 2. varamaður |
Sólveig Ebba Ólafsdóttir, MK | 257 | 3. varamaður |
Á kjörskrá í stjórnarkjöri voru 1.756. Atkvæði greiddu 936 eða 53,3%. Auðir seðlar voru 38. Kosningarnar voru rafrænar og fóru fram dagana 2. til 9. maí. Ný stjórn Félags framhaldsskólakennara tekur formlega við á aðalfundi félagsins sem fram fer í haust.