Menningargatan í Miðbænum Líf Magneudóttir skrifar 7. maí 2022 10:30 Það verða tímamót þegar Listaháskóli Íslands flytur og sameinar starfsemi sína í Tollhúsið við Tryggvagötu. Í alllangan tíma hefur verið reynt að finna skólanum hentugan stað svo hann geti vaxið og dafnað og útskrifað fólk sem veitir okkur hinum lífsgleði og ánægju og færir okkur nær mennskunni og heiminum öllum með listsköpun sinni. Og í dag verður loksins gengið frá undirritun samnings um framtíðarhúsnæði Listaháskólans. Og það er fleira í pípunum í Reykjavík sem kemur til með að færa okkur þróttmikla listsköpun og menningu. Reykjavíkurborg hefur fest kaup á Hafnarhúsið af Faxaflóahöfnum með það fyrir augum að koma upp safni Nínu Tryggvadóttur. Einnig stendur til að færa Ljósmyndasafnið í húsnæðið og þar með bæta til muna aðstöðu safnsins. En þar verður ekki látið við sitja. Húsið er stórt og eftir mikla og frjóa hugarflugsvinnu og aðkomu margra ólíkra hópa að henni hefur verið ákveðið að gera Hafnarhús að miðstöð margra safna sem var orðað svo skemmtilega í skýrslu starfshóps sem mótaði tillögurnar: „Hafnarhús -einn rómur mörg söfn.“ Tækifærin sem felast í endurskipulagningu Hafnarhússins eru því óteljandi en að mörgu er að hyggja. Það þarf að huga að aðgengi allra hópa, fjölbreyttum listformum, leiksvæðum fyrir börn, fögrum almannarýmum, veitingasölu og fleira mætti telja í þessu spennandi verkefni sem felst í endurnýjun þessa fornfræga húss. Eitt er þó víst, þrátt fyrir að margt eigi eftir að gera í Hafnarhúsinu, að með tilkomu Listaháskólans í Tollhúsið skapast suðurpottur menningar og sköpunar, líflegt og margs konar mannlíf og mikil nálægð fjölbreyttra lista- og menningarhúsa sem geta þroskað okkur og veitt okkur lífsfyllingu, gleði og sjálfsþekkingu. Til hamingju Listaháskóli Íslands með þessi tímamót. Og til hamingju Reykvíkingar og listunnendur. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Líf Magneudóttir Skoðun: Kosningar 2022 Skóla - og menntamál Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það verða tímamót þegar Listaháskóli Íslands flytur og sameinar starfsemi sína í Tollhúsið við Tryggvagötu. Í alllangan tíma hefur verið reynt að finna skólanum hentugan stað svo hann geti vaxið og dafnað og útskrifað fólk sem veitir okkur hinum lífsgleði og ánægju og færir okkur nær mennskunni og heiminum öllum með listsköpun sinni. Og í dag verður loksins gengið frá undirritun samnings um framtíðarhúsnæði Listaháskólans. Og það er fleira í pípunum í Reykjavík sem kemur til með að færa okkur þróttmikla listsköpun og menningu. Reykjavíkurborg hefur fest kaup á Hafnarhúsið af Faxaflóahöfnum með það fyrir augum að koma upp safni Nínu Tryggvadóttur. Einnig stendur til að færa Ljósmyndasafnið í húsnæðið og þar með bæta til muna aðstöðu safnsins. En þar verður ekki látið við sitja. Húsið er stórt og eftir mikla og frjóa hugarflugsvinnu og aðkomu margra ólíkra hópa að henni hefur verið ákveðið að gera Hafnarhús að miðstöð margra safna sem var orðað svo skemmtilega í skýrslu starfshóps sem mótaði tillögurnar: „Hafnarhús -einn rómur mörg söfn.“ Tækifærin sem felast í endurskipulagningu Hafnarhússins eru því óteljandi en að mörgu er að hyggja. Það þarf að huga að aðgengi allra hópa, fjölbreyttum listformum, leiksvæðum fyrir börn, fögrum almannarýmum, veitingasölu og fleira mætti telja í þessu spennandi verkefni sem felst í endurnýjun þessa fornfræga húss. Eitt er þó víst, þrátt fyrir að margt eigi eftir að gera í Hafnarhúsinu, að með tilkomu Listaháskólans í Tollhúsið skapast suðurpottur menningar og sköpunar, líflegt og margs konar mannlíf og mikil nálægð fjölbreyttra lista- og menningarhúsa sem geta þroskað okkur og veitt okkur lífsfyllingu, gleði og sjálfsþekkingu. Til hamingju Listaháskóli Íslands með þessi tímamót. Og til hamingju Reykvíkingar og listunnendur. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun