Reiknar með að geta tekið fyrstu skóflustungu snemma á næsta ári Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2022 16:33 Katrín Jakobsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Dagur B. Eggertsson undirrituðu viljayfirlýsinguna í Laugardal í dag. Vísir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, er bjartsýnn á að ný þjóðarhöll rísi á næstu þremur árum nú þegar samkomulag er í höfn um að höllin rísi í Laugardalnum í Reykjavík. Ásmundur, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að framkvæmdum við nýja þjóðarhöll í Laugardal verði lokið árið 2025. Þar með verður til nýtt heimili fyrir landslið Íslands í inniíþróttum en húsið verður einnig nýtt til æfinga fyrir íþróttafélögin í Laugardal. Lengi hefur verið beðið eftir nýrri þjóðarhöll enda Laugardalshöllin löngu orðin barn síns tíma en málið hefur lítið þokast áfram um árabil. Ásmundur er sannfærður um að viljayfirlýsingin í dag sýni að nú sé að birta til en hvenær ætli vinnuvélar fari af stað í Laugardalnum? „Ég reikna með að við eigum að geta tekið hér fyrstu skóflustungu snemma á nýju ári. En það þarf að halda vel á spilunum til að svo verði. Þetta eru feikimörg handtök sem þarf að vinna og ólíkir aðilar sem koma að því,“ sagði Ásmundur við Henry Birgi Gunnarsson í Laugardalnum í dag, í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. „Við þurfum nú að fara í vinnu með sérsamböndunum, íþróttahreyfingunni, með það með hvaða hætti höllin þarf að vera. Ég reikna með að þessi framkvæmdavinna hefjist á næstu vikum og verði komin á fullt fyrir lok næsta mánaðar,“ segir Ásmundur. Ásmundur sagði í Pallborðinu á Vísi í desember að nú þyrfti „bara að ýta á Enter“ til að koma framkvæmdum við nýja þjóðarhöll í gang. Sérstök framkvæmdanefnd verður þó stofnuð um þjóðarhöllina sem mun sjá um frumathugun og undirbúning á fyrirkomulagi byggingaframkvæmda, svo sem vegna hönnunar, tæknilegrar útfærslu, rekstrarforms og hvernig staðið verður að fjármögnun. Notkunarmöguleikar mannvirkisins verða kannaðir til hlítar, að því er segir í yfirlýsingu. „Það er náttúrulega þannig að þegar þú ferð af stað í framkvæmd þá þarftu að hanna hana. Það þarf að ræða við íþróttahreyfinguna, og það er það sem við erum að gera hér. Að setja vinnuna formlega af stað,“ segir Ásmundur. Verið að höggva á áralangan hnút „Við erum búin að ljúka því samtali að við ætlum að byggja þessa höll hér í Laugardal. Ríki og borg eru búin að ákveða að ná saman um það. Það er búið að vinna ákveðinn grunn að kostnaðarskiptingu og við erum sammála um að við getum ekki klárað hana nema með því að fara í meira samtal við íþróttahreyfinguna. Síðan þarf að ákveða hvernig mannvirkið á að vera. Það þarf að fara í hönnunarsamkeppni, það þarf að bjóða verkið út, og alla þessa vinnu er fullkomlega eðlilegt að framkvæmdanefnd vinni. Við þurfum að hafa alla aðila að borðinu. Það sem við erum fyrst og síðast að gera hérna er að höggva á áralangan hnút um að koma málinu af stað, og það er ég gríðarlega ánægður með,“ segir Ásmundur. Þarf ákvörðun um hversu mikið sérsamböndin nýta höllina Ásmundur tekur undir að mögulega hafi vantað upp á betra samtal á milli ríkis og borgar en hann segir deiluna um kostnaðarskiptingu nú í stórum dráttum leysta. „Hér erum við að koma verkefninu af stað. Hér erum við með formlegum hætti að taka ákvörðun um það að það verði reist hér þjóðarhöll í Laugardal. En við erum jafnframt að ganga frá því að það þarf að ákvarða með hvaða hætti sú höll verður. Það þarf að hanna hana, það þarf að taka ákvörðun um það hversu mikið sérsamböndin nýta hana, og það er tímasett vinna sem við erum að fara í núna. Samtalinu um staðsetningu er lokið. Höllin mun rísa hér í Laugardal. Menn hafa rætt kostnaðarskiptinguna út frá því hverjar þarfirnar eru og það liggur ljóst fyrir að menn væru ekki að taka ákvörðun um að ráðast í hallarbygginguna á grunni kostnaðarskiptingu út frá nýtingu, nema að vera alvara með það. Það er það sem er að fara í gang núna. Ríkið mun leggja sína fjármuni inn í það í fjármálaáætlun. Við erum með óráðstafað framkvæmdafé sem verður nýtt til þess að byrja með. Og borgin mun gera það líka.“ Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Ásmundur, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að framkvæmdum við nýja þjóðarhöll í Laugardal verði lokið árið 2025. Þar með verður til nýtt heimili fyrir landslið Íslands í inniíþróttum en húsið verður einnig nýtt til æfinga fyrir íþróttafélögin í Laugardal. Lengi hefur verið beðið eftir nýrri þjóðarhöll enda Laugardalshöllin löngu orðin barn síns tíma en málið hefur lítið þokast áfram um árabil. Ásmundur er sannfærður um að viljayfirlýsingin í dag sýni að nú sé að birta til en hvenær ætli vinnuvélar fari af stað í Laugardalnum? „Ég reikna með að við eigum að geta tekið hér fyrstu skóflustungu snemma á nýju ári. En það þarf að halda vel á spilunum til að svo verði. Þetta eru feikimörg handtök sem þarf að vinna og ólíkir aðilar sem koma að því,“ sagði Ásmundur við Henry Birgi Gunnarsson í Laugardalnum í dag, í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. „Við þurfum nú að fara í vinnu með sérsamböndunum, íþróttahreyfingunni, með það með hvaða hætti höllin þarf að vera. Ég reikna með að þessi framkvæmdavinna hefjist á næstu vikum og verði komin á fullt fyrir lok næsta mánaðar,“ segir Ásmundur. Ásmundur sagði í Pallborðinu á Vísi í desember að nú þyrfti „bara að ýta á Enter“ til að koma framkvæmdum við nýja þjóðarhöll í gang. Sérstök framkvæmdanefnd verður þó stofnuð um þjóðarhöllina sem mun sjá um frumathugun og undirbúning á fyrirkomulagi byggingaframkvæmda, svo sem vegna hönnunar, tæknilegrar útfærslu, rekstrarforms og hvernig staðið verður að fjármögnun. Notkunarmöguleikar mannvirkisins verða kannaðir til hlítar, að því er segir í yfirlýsingu. „Það er náttúrulega þannig að þegar þú ferð af stað í framkvæmd þá þarftu að hanna hana. Það þarf að ræða við íþróttahreyfinguna, og það er það sem við erum að gera hér. Að setja vinnuna formlega af stað,“ segir Ásmundur. Verið að höggva á áralangan hnút „Við erum búin að ljúka því samtali að við ætlum að byggja þessa höll hér í Laugardal. Ríki og borg eru búin að ákveða að ná saman um það. Það er búið að vinna ákveðinn grunn að kostnaðarskiptingu og við erum sammála um að við getum ekki klárað hana nema með því að fara í meira samtal við íþróttahreyfinguna. Síðan þarf að ákveða hvernig mannvirkið á að vera. Það þarf að fara í hönnunarsamkeppni, það þarf að bjóða verkið út, og alla þessa vinnu er fullkomlega eðlilegt að framkvæmdanefnd vinni. Við þurfum að hafa alla aðila að borðinu. Það sem við erum fyrst og síðast að gera hérna er að höggva á áralangan hnút um að koma málinu af stað, og það er ég gríðarlega ánægður með,“ segir Ásmundur. Þarf ákvörðun um hversu mikið sérsamböndin nýta höllina Ásmundur tekur undir að mögulega hafi vantað upp á betra samtal á milli ríkis og borgar en hann segir deiluna um kostnaðarskiptingu nú í stórum dráttum leysta. „Hér erum við að koma verkefninu af stað. Hér erum við með formlegum hætti að taka ákvörðun um það að það verði reist hér þjóðarhöll í Laugardal. En við erum jafnframt að ganga frá því að það þarf að ákvarða með hvaða hætti sú höll verður. Það þarf að hanna hana, það þarf að taka ákvörðun um það hversu mikið sérsamböndin nýta hana, og það er tímasett vinna sem við erum að fara í núna. Samtalinu um staðsetningu er lokið. Höllin mun rísa hér í Laugardal. Menn hafa rætt kostnaðarskiptinguna út frá því hverjar þarfirnar eru og það liggur ljóst fyrir að menn væru ekki að taka ákvörðun um að ráðast í hallarbygginguna á grunni kostnaðarskiptingu út frá nýtingu, nema að vera alvara með það. Það er það sem er að fara í gang núna. Ríkið mun leggja sína fjármuni inn í það í fjármálaáætlun. Við erum með óráðstafað framkvæmdafé sem verður nýtt til þess að byrja með. Og borgin mun gera það líka.“
Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira